Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNABÓLGA kannar nýgengi á landsvísu sem höfundar þekkja. Flestar rannsóknir erlendis eru frá stórum há- skólastofnunum sem fá marga slíka sjúklinga til sín en endurspegla ekki nýgengi í almennu þýði. Rannsóknin bendir til þess að hér séu greindir 1-2 sjúklingar á ári að meðaltali með þennan sjúkdóm á síðustu árum. Hugsanlega er hér um vanmat að ræða því stundum eru sjúklingar greindir án vefja- sýnis. Erfitt er að alhæfa hvað það gerist oft. Aukning hefur orðið á tíðni sjúkdómsins. Skýringar á því gætu verið aukinn fjöldi berkju- speglana með vaxandi fjölda lungnalækna og/ eða aukin tíðni ofnæmissjúkdóma á íslandi (5). Sjúkdómurinn er talinn vera um tvisvar sinnum algengari í konurn en körlum (4,6). Reyndist hlut- fallið þó öfugt í okkar rannsókn. Hér gæti verið um tilviljun að ræða vegna smæðar rannsóknarhópsins. Allt að helmingur sjúklinga hafa sögu um astma (4, 7) og kom það skýrt fram í okkar rannsókn. Athyglisvert er að innan við 10% sjúklinga í rnörg- um rannsóknunt eru núverandi reykingamenn (4, 8). Enginn sjúklingur í okkar rannsókn reykti en margir voru fyrrverandi reykingamenn. Meingerð Margt er enn á huldu um meingerð LEL en tengsl- in við astma eru náin. Því hafa ýmsir höfundar rætt möguleikan á svipaðri meingerð þessara sjúkdóma (9). I báðum sjúkdómum taka Th2 eitilfrumur og eósínófílar virkan þátt í bólguviðbragðinu og svip- uð boðefni (cytokines) eru til staðar í berkjuskoli. Einnig hefur verið spurt hvort að LEL sé sérstakur sjúkdómur (9). Allir sjúklingarnir í þessari rann- sókn höfðu mjög svipaða klíníska sjúkdómsmynd auk þess að svara meðferð á sambærilegan hátt. Styrkir það frekar hugmyndina að hér sé um að ræða sérstakan sjúkdóm, frekar en óhefðbundið birtingarform annars sjúkdóms. Klínísk einkenni Einkenni eru yfirleitt fremur ósértæk sem gerir greininguna oft erfiða. Þau eru bæði frá öndunar- færum og almenns eðlis. Yfirleitt hafa einkennin verið til staðar í að minnsta kosti mánuð áður en að greining fæst. Oft hafa sjúklingar fengið margendurtekna sýklalyfjakúra án árangurs. Sást það einnig í okkar rannsókn. Töluverð almenn einkenni eru til staðar sem endurspegla hið mikla bólguástand í líkamanum. Þróttleysi og þyngdar- tap (oft töluvert) koma iðulega fyrir. Nætursviti og hitakóf eru algeng (4,6). Einkenni utan brjóstkassa eru sjaldgæf í LEL og leiða frekar líkur að öðrurn sjúkdómum sem geta verið í mismunagreiningu. Nánast alltaf eru mæði og hósti til staðar. Mæðin er breytileg milli einstaklinga. Öndunarbilun sem þarfnast öndunaraðstoðar er al'ar sjaldgæf og gerir Mynd 2. Sýni frá berkjuspeglun (lilfelli #6) þar sem lungnablöðrur eru fylllar með eós- ínóplum og breylilegum fjölda átfrunma. Einnig sést vœg millivefsbólga (H&E, x 25). Mynd 3. Sýni frá berkjuspeglun (tilfelli #6). Lungnablöðrur eru fylltar með eósínóplum í bland við átfrumur (H&E, x 40). aðra sjúkdóma, svo sem bráða eósínófíl lungna- bólgu. líklegri (2). Lungnahlustun er ósértæk en yfirleitt heyrist innöndunarbrak. Önghljóð heyrast í um helmingi tilfella og endurspegla astmatil- hneigingu hópsins (4). Klínísk einkenni sjúklinga í okkar rannsókn eru svipuð og sjúklinga í mörgurn öðrum rannsóknum. Læknablaðið 2007/93 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.