Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Síða 23

Læknablaðið - 15.02.2007, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNABÓLGA fasta og óafturkræfa teppu á öndunarprófum (6). Loftskiptapróf sýna minnkuð loftskipti fyrir kolmónoxíði (DLCO). Blóðgös sýna væga til með- alsvæsna súrefnisbilun (2). I okkar hópi var súrefn- isþrýstingur í blóði lækkaður en sjaldan þannig að þyrfti súrefnisgjöf og aldrei öndunaraðstoð. Meinafrœði I vefjasýnum frá lungum kemur fram millivefs- og lungnablöðrubólga með mjög þéttri íferð eós- ínófíla, ásamt vægri langvinnri bólgufrumuíferð með plasmafrumum, eitilfrumum og eósínófílum í millivef (sjá mynd 2-3) (2,6). Eósínófíl graftarkýli (abscess) og íferð eósínófíla í æðar geta komið fram en drepandi æðabólga eða æðabólga með átfrumuhnúðum (granuloma) sést ekki í LEL. Svæðisbundin trefjavefslungnabólga sést ennfrem- ur í mörgum tilfellum og er því trefjavefslungna- bólga helsta mismunagreiningin (2). Mismunagreiningar Mismunagreiningar LEL eru margar en flestar þeirra tilheyra flokki eósínófíl lungnabólgna (6). Hér að neðan eru þær helstu og reynt er að raða þeim í röð mikilvægis miðað við íslenskar aðstæð- ur. 1) Trefjavefslungnabólga (Cryptogenic organizing pneumonia) Þrátt fyrir að vera ekki í flokki með eósínó- fíl lungnabólgum hefur trefjavefslungnabólga mörg sameiginleg einkenni með LEL (10). Lungnamyndir sjúklinga eru áþekkar og vefja- sýnin geta verið lík. I rannsóknum höfunda á þessum tveimur sjúkdómum reyndust þeir gjarnan helstu mismunagreiningar hvors annars (11-12). Grundvallarmunur liggur þó í fjölda eósínófíla, hvort sem um er að ræða í blóði, berkjuskoli eða í vefjasýni. 2) Bráð eósínófíl lungnabólga af óþekktri orsök (Idiopathic acute eosinophilic pneumonia) í bráðri eósínófíl lungnabólgu er gangurinn hrað- ari en í LEL og alvarleiki einkenna mun meiri (13). Tími frá upphafi einkenna að greiningu er á milli 7-20 dagar. Yfirleitt er ekki saga um ofnæmi og enginn kynjamunur er til staðar. Meðalaldur við greiningu er lægri en í LEL, eða um 30 ár. Sjúklingar hafa slæma mæði og öndunarbilun sem þarfnast öndunaraðstoðar er oft til staðar. Meðalhlutþrýstingur súrefnis var í einni rannsókn 58 mmHg án súrefnisgjafar (14). íferðir á rönt- genmynd af lungum eru ekki endilega útlægar. Fleiðruvökvi er algengur og oft beggja vegna (15). Öfugt við LEL eru eósínófílar í blóði undir 300/mm3 í tveimur þriðju sjúklinga. Berkjuspeglun sýndi að hlutfall eósínóffla í skolinu var 37% í einni rannsókn (14). Svörun við barksterum er mjög góð og endurkomu sjúkdóms er ekki lýst eftir að meðferð er hætt eins og í LEL. 3) Eósínófíl lungnabólga afvöldum lyfja Ýmis lyf geta valdið eósínófíl lungnabólgu. Algengustu lyfin eru bólgueyðandi gigtarlyf, salflyf notuð í bólgusjúkdómum í meltingarvegi og sýkla- lyf eins og mínócýklín og trímetóprím/súlfametox- asól. Mikilvægt er því að fá fram skýra lyfjasögu þegar grunur er um eósínóffl lungnabólgu og ekki má gleyma að spyrja um náttúruefni (16). 4) Churg-Strauss heilkenni (CSH) Churg-Strauss heilkenni er almenn eósínófíl æðabólga sem kemur yfirleitt fram í einstaklingum með langa sögu um ofnæmi, astma og ofnæm- iskvef (17). Það sem aðgreinir CS heilkenni frá LEL eru einkenni utan lungna. Geysileg aukning eósínófíla er í blóði auk íferðar þeirra í hin ýmsu líffæri. Dæmi um líffæri eru hjarta (hjartabilun, brátt kransæðaheilkenni, gollurshúsbólga), melt- ingarvegur (kviðverkir, blæðingar og rof á görn), húð (purpuri, ofsakláði og hnúðar) og taugakerfi (taugabólgur og áhrif á miðtaugakerfið)(2). Andkleyfkjarna-umfrymissjálfsmótefni (ANCA) með umhverfiskjarnamynstri (perinucle- ar) (p-ANCA) og með and-mýelóperoxýdasa sér- tækni finnast í um 50% tilfella sjúklinga með CS heilkenni (17). Ýmsir rannsakendur hafa viljað halda fram tengslum á milli LEL og CS heilkennis (18,19). 5) Heilkenni sjálfvakinnar eósínófílfjölgunar (Idiopathic hypereosinophilic syndrome (IHS)) Heilkenni sjálfvakinnar eósínófflfjölgunar er afar sjaldgæfur sjúkdómur sem hefur verið skilgreind- ur sem aukning eósínófíla í blóði yfir 1500/mm3 í meira en sex mánuði og einkenni vegna vefja- skaða sem orsakaður er af íferð eósínófíla í ýmis líffæri (2, 20). Algengust og alvarlegust er íferð í hjarta sem veldur meðal annars veggsegamyndun og bandvefsaukningu í hjartaþelinu, sem leiðir til herpandi hjartabilunar, og veldur einna mestum skaða í þessum sjúkdómi (2). Ahrif á lungun sjást í um 40% tilfella og einkennast af millivefsíferðum. Fleiðruvökvi sést í um helmingi tilfella (6). 6) Ofnœmisberkjulungnabólga við ýrumyglu (All- lergic broncho-pulmonary aspergillosis (ABPA)) Ofnæmisberkjulungnabólga við ýrumyglu orsakast af ofnæmisviðbrögðum af gerð I og III gegn myglu- sveppnum Aspergillus fumigatus. Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru astmi, flakkandi íferðir á röntgenmynd af lungum, aukning á eósínófílum í Læknablaðið 2007/93 115

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.