Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Síða 27

Læknablaðið - 15.02.2007, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / ÆÐAHIMNUÆXLI Æðahimnuæxli í auga versnar við leysimeðferð á æðaæxli í andlitshúð og batnar við leysi- og lyfjameðferð Vigdís Magnúsdóttir1 LÆKNANEMI Einar Stefánsson2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGN- LÆKNINGUM ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2augnlækningadeild Landspítala, Eiríksgötu 37, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson, augndeild Landspítala. einarste@landspitali. is Lykilorð: œðahimnuœxli, œðaœxli í húð, leysi- og lyfja- meðferð, leysimeðferð á húð. Ágrip Æðahimnuæxli er sjaldgæft góðkynja æðaæxli í æðahimnu augans. Æðahimnuæxli getur leitt til sjóntaps vegna sjónlagsgalla og vessandi sjón- himnuloss sem getur valdið aflögun á sjón. Ungur maður með æðaæxli í andlitshúð gekkst undir leysimeðferð á hægri hluta andlits og upplifði verri sjón á hægra auga eftir hana. Hann fékk leysi- og lyfjameðferð á augað, sem leiddi til hjöðnunar sjónhimnuloss, minnkun æðahimnuæxlis og betri sjónar. Inngangur Æðahimnuæxli (choroidal hemangioma) eru sjaldgæf góðkynja æxli (hamartoma) í æðahimnu augans. Þau eru annaðhvort afmörkuð eða dreifð. Dreifð æðahimnuæxli eru stundum í tengslum við æðamyndun (port-wine stains, naevus flammeus) í andliti og augntóft (1). Æðahimnuæxli í choroidea sjást aðallega nálægt sjóntauginni og geta náð út að miðbaug augans. Æðahimnuæxli getur leitt til sjóntaps vegna sjónlagsgalla og vessandi sjón- himnuloss sem einnig getur valdið aflögun á sjón (beyglusjón eða metamorphopsia) (2). Leysi- og lyfjameðferð (photodynamic therapy) á æðahimnuæxli hefur verið lýst hjá sjúklingum með æðahimnuæxli sem ýmist eru einangruð eða í tengslum við æðaæxli í öðrum líffærum. Leysi- og lyfjameðferðin dregur úr stærð æxlis, sjónhimnulos hjaðnar með betri sjón og minni aflögun (1-5,7- 12). Athygli vekur langtímaárangur meðferðarinn- ar, en sjúklingar með æðaæxli hafa haldist stöðugir í allt að 5 ár eftir meðferð (8,11,12). Sjúkrasaga Drengur á unglingsaldri greindist með æðamynd- un í húð á hægri hluta andlits og í hægra auga. Hann hefur verið í reglulegu eftirliti hjá augnlækni og notað dorzolamíð og tímólól augndropa vegna hækkaðs augnþrýstings. Hann fór í leysimeðferð á húð og fann fljótlega eftir hana fyrir breytingu á sjón hægra augans. Sjónin á auganu mældist 0,9 fyrir leysimeðferðina, en fór niður í 0,4 einu ári seinna, auk þess sem hann var farinn að finna fyrir aflögun á sjón. Sjónskerpa vinstra augans var ENGLISH SUMMARY Magnúsdóttir V, Stefánsson E Choroidal haemangioma worsens after laser therapy for skin port-wine nevus and improves with photodynamic therapy in the eye Læknablaðið 2007; 93: 117-9 A young man with facial port-wine nevus on one side of his face underwent skin laser treatment on his facial lesions and experienced worsening visual acuity from 0.9 to 0.4 and metamorphopsia afterwards in the ipsilateral eye. He was found to have a choroidal haemangioma with an exudative retinal detachment. He received photodynamic therapy resulting in resolution of subretinal fluid and shrinkage of the haemangioma. Visual acuity decreased to 0.1 one week following photodynamic treatment, but improved steadily after that. Nine months following the treatment the visual acuity is 0.5 and metamorphopsia is absent. Keywords: choroidal haemangioma, port-wine nevus, photodynamic therapy, skin iaser therapy. Correspondence: Einar Stefánsson einarste@landspitali.is 1,0 með eigin gleraugum. Augnþrýstingur var 17 mmHg í hægra auga og 11 mmHg í vinstra auga. Optical coherence tomography, OCT, (sjón- himnusneiðmynd) sýndi vessandi sjónhimnulos (mynd 1A). Augnbotnamynd sýndi sorturek í ma- kúlu (mynd 2A) og fluorescein æðamynd af augn- botni (mynd 3) sýndi vel afmarkað æðahimnuæxli á miðhluta rnakúlu. Ákveðið var að framkvæma leysi- og lyfjameð- ferð á auganu og fékk hann sams konar meðferð og er notuð við aldursbundna augnbotnahrörnun í makúlu. Hann fékk 5,4 rnl í æð af verteporfin (Novartic Inc., Sviss) og fimm mínútum seinna var framkvænid 83 sekúndna löng meðferð með 689nm leysitæki (Zeiss Visulas 690, Þýskalandi), með ljósmagni 50J/cm2 og Ijósstyrk sem var 600 mW/cm2. Notaður var 6300 pm blettur sem var staðsettur yfir miðri makúlu. Aðgerðin gekk vel og fékk sjúklingurinn leiðbeiningar um að halda sig í rökkri næstu tvo sólarhringa. Viku seinna mældist sjónskerpa á hægra auga Læknablaðið 2007/93 119

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.