Læknablaðið - 15.02.2007, Page 33
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HARALD BRIEM
Mikið hagsmunamál fyrir konur
í Bandaríkjunum hefur orðið nokkur umræða
um réttmæti þess að hefja bólusetningu gegn
papillomaveiru (HPV) sem veldur leghálskrabba-
meinum í kjölfar þess að fylkisþingið í Michigan
samþykkti lög í september 2006 sent kveða á um
skyldubólusetningu allra 11 og 12 ára stúlkna. Búist
er við að önnur ríki fylgi í kjölfarið. Vörtuveiran
HPV smitast við kynmök og einmitt þess vegna
hefur umræðan Ieiðst inn á ýmsar brautir til hliðar
við hina stranglæknisfræðilegu.
Próuð hafa verið bóluefni gegn HPV af lyfja-
fyrirtækjunum Merck og GSK. Annað þeirra
er Gardasil sem er þróað af lyfjafyrirtækinu
Merck. Niðurstöður umfangsmikilla fjölþjóð-
lega rannsókna sem m.a. rúmlega 700 íslenskar
stúlkur tóku þátt í sýndu að bóluefnið veitir vörn
gegn fjórum afbrigðum HPV veirunnar, en tvö
þeirra valda flestum tilfellum leghálskrabbameins.
Vörtuveiran HPV er algengasti kynsjúkdómur í
Bandaríkjunum. Yfir sex milljónir einstaklinga
smitast þar árlega af HPV og nærri tíu þúsund
konur greinast á hverju ári með leghálskrabba-
mein. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis er
talið að 40-50% kvenna smitist af HPV fyrir 25 ára
aldur. „Algengi smits lækkar svo eftir 30 ára aldur
og eftir 45 ára aldur er algengið um 4%. Skýringin
á þessu er væntanlega sú að líkaminn vinnur í flest-
um tilvikum bug á sýkingunni og eldri konur því
ónæmar fyrir veirunni,” segir Haraldur.
Bandaríska alríkisnefndin um smitsjúkdóma
hefur lagt til að hafin verði bólusetning 11-12 ára
stúlkna þar sem bóluefnið er virkast ef það er
gefið áður en einstaklingurinn byrjar að stunda
kynlíf. Engar tillögur eru gerðar um að drengir
verði bólusettir. Nefndin tekur ekki afstöðu til
þess hvort bólusetning verði lögbundin þar sem
slíkar ákvarðanir eru teknar af fylkisstjórnum
hverri fyrir sig. Einsog áður sagði reið Michigan á
vaðið í haust.
„A Islandi er engin bólusetning lögbundin
síðan hætt var að bólusetja gegn bólusótt á áttunda
áratug síðustu aldar,” segir Haraldur Briem. „Pað
hefur vissulega verið rætt að taka upp bólusetn-
ingu gegn HPV þar sem vitað er að veiran getur
valdið leghálskrabbameini. Aðrir smitsjúkdómar
sem valda krabbameinum eru lifrarbólgur B og C
og það má hiklaust segja að blað hafi verið brotið
með því að hefja bólusetningu gegn lifrarbólgu B í
þeim löndum þar sem hún er algeng til að koma í
veg fyrir lifrarfrumukrabbamein.”
Að sögn Haraldar veitir Gardasil og santbærileg
bóluefni vörn gegn helstu tegundum vörtuveira
sent valda leghálskrabbameinum. „Þetta er ekki
fullkomin vörn en rnjög veigamikil,” segir hann.
„Við höfum tekið þátt í fjölþjóðlegri rannsókn
á þessu bóluefni sem lyfjafyrirtækið Merck stóð
fyrir og m.a. yfir 700 íslenskar stúlkur tóku þátt.
Fljótlega kom í ljós að þetta bóluefni, Gardasil,
er mjög virkt gegn HPV-veirum og nú er búið að
skrá það. Annað lyfjafyrirtæki, Glaxo, er einnig að
koma með bóluefni með svipaða verkan. Þótt það
sé líklegt að við tökum þetta upp í barnabólusetn-
ingum er að mörgu að hyggja. Við getum ekki hætt
að leita að krabbameini í leghálsi þar sem lyfið
veitir ekki fullkomna vörn. Leit að leghálskrabba
hefur reynst mjög árangursrík við að draga úr tíðni
þessa krabbameins en bólusetning gæti bætt þann
árangur enn frekar. Áður en slík bólusetning verð-
ur gerð almenn þarf að gera ítarlega kostnaðar-
rannsókn. Ég get ímyndað mér öllum 12 ára stúlk-
um yrði boðin slík bólusetning áður en þær kom-
ast á kynþroskaskeið, og það ætti að vernda þær
að stórum hluta gegn þessu. Þetta er því gríðarlega
rnikið hagsmunamál fyrir konur. Ef það er hægt
að útiloka eina tegund krabbameins vegna þess að
bólusetning kemur í veg fyrir smitsjúkdóminn sem
veldur því og sé hann algengur, þá finnst mér alveg
einboðið að taka upp bólusetningu. Þetta er hins
vegar mjög kostnaðarsamt og þarf að hugsa vel
hvernig staðið yrði að þessu.”
Andstaða við bólusetningu
I Bandaríkjunum hefur það sjónarmið verið
ríkjandi að með því að taka upp bólusetningu gegn
HPV sé verið að hvetja stúlkur til lauslœtis. Finnst
þér það vera haldbœr rök?
„Nei, engan veginn. Þetta er eins og að segja
að með því að hvetja til notkunar smokksins sem
vörn gegn HIV sé verið að hvetja til lauslætis. Það
eru til hópar fólks víða um heim og hérlendis líka
sem eru almennt á móti bólusetningum. Þetta fólk
Hávar
Sigurjónsson
Læknablaðið 2007/93 125