Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 39

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISFRUMVARP nýtt kerfi um Iækningar á sjúkrahúsum. Það getur orðið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel valdið sjúklingum skaða,” sagði Páll Torfi Önundarson. Sigurður Björnsson var einn þeirra sem tók til máls og sagði að við lestur frumvarpsins vöknuðu spurningar um fyrir hvern heilbrigðisþjónustan á Islandi sé og hagsmuna hverra sé verið að gæta. Þar væru raktir tveir rauðir þræðir sem hnýttust í harðan hnút og langan tíma muni taka að leysa ef verða að lögunr. „Hér er ver af stað farið en heima setið,” sagði Sigurður. Þorbjörn Jónsson bar upp ályktun um frum- varpið sem samþykkt var samhljóða í lok fundar. Má lesa hana á www.lis.is Innanhúsvandi Landspítala að lögum Einar Oddsson spurði hverjir væru stiklusteinarnir í þjónustu við sjúklinga. „Það er öryggi, jafnræði, skilvirkni í þjónustunni, fagmennska og gæði. Er eitthvað um þelta í frumvarpinu? Ég sé það ekki.” Guðjón Ólafur Jónsson formaður heilbrigð- isnefndar Alþingis sagði frumvarpið samið af nefnd sem skipuð var 2003 og skilaði af sér sl. haust. „Nefndin skilaði sameiginlegri niðurstöðu og almennt var góð samstaða innan hennar. Það var þverpólitísk sátt um málið en í henni átti m.a. sæti formaður Læknafélags íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga o.fl. Þetla er ekki heil- agt frumvarp, það hefur verið sent yfir 100 aðilum til umsagnar og hafa borist svör frá um helmingi þeirra. Af þeim umsögnum sem við höfum fengið virðist mér vera almennt góð sátt um efni þess. Sumum finnst reyndar að vægi lækna sé of mikið í frumvarpinu en ýmsar aðrar heilbrigðisstéttir vilja koma að stjórn heilbrigðisstofnana. Mér heyrist einkum læknar á Landspítala hafa athugasemdir við frumvarpið og snúa þær að valdi forstjóra stofnunarinnar. Að hluta til held ég að þetta sé innanhúsvandamál Landspítala en ekki mál sem varðar almennt lög um heilbrigðisþjónustu í land- inu. Þó er umhugsunarefni að málefni spítalans séu afgreidd í einni málsgrein í frumvarpinu.” Guðjón Ólafur benti síðan á að innan stjórnsýsl- unnar almennt væri verið að auka vald og ábyrgð forstjóra ríkisstofnana og væru ákvæði þessa frum- varps í samræmi við það. Asta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki hafa þann skilning á frumvarpinu að þar væri verið að draga úr faglegri ábyrgð lækna. Hún sagði vel koma til greina að bæta inn í frumvarpið grein um faglega ábyrgð lækna á Landspítala. Hún kvaðst tilbúin til að koma á annan fund með læknum og fara yfir frumvarpið grein fyrir grein. „Til að sjá hverjir ágallarnir eru og hvort við höfum misskilið eitthvað áður en frumvarpið fer alla leið.” Magnús Karl Magnússon beindi máli sínu til þingmanna í salnum og sagði: „Ef vandi Landspítala er innanhúsvandi þá er með þess- um lögum verið að lögleiða þetta vandamál. Núverandi stjórn spítalans hefur brotið gildandi lög og með þessu frumvarpi er verið að leiða þá óstjórn í lög.” Fræðsludagur heimilislækna 3. mars 2007 Hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna verður haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Dagskrá hefst kl. 9.00. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca Þrátt fyrir breitt bros var Páll Torfi Ömmdarson ómyrkur í máli í skoðun sinni á frumvarpinu. Læknablaðið 2007/93 131

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.