Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 41

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Þórður Harðarson og Tómas Helgason. Hjónin Haukur Hjaltason og Þóra Steingrímsdóttir sem er í ritstjórn Lœknablaðins. ‘æða áfram lengi og stefnulaust’ (sl9 (OHR) og var rtú allt viðtal þeirra dagirtn og veginn (sl9 (Þús III, 122)) en nútímamyndin er frá upphafi 20. aldar (OHR). Lfkingin er óljós en orðatiltækið á trúlega rætur sínar að rekja til dönsku: have lige til dagen og vejen sem vísar til nauðþurfta líðandi stundar (NDO 1048).” Þá vitum við það. Við ættum raunverulega að vera að tala um þorramat þegar við erum að spjalla um daginn og veginn. Svona orðatiltæki á íslensku og reyndar í öllum málum geta vafist fyrir þeim sem þurfa að koma einu máli yfir á annað mál. Hvað skyldi t.d. „hitt og þetta“ vera á öðrum málum? Ditten og datten kannski á okkar fyrstu útlensku, dönskunni. Stund- um eru vinir mínir í útlöndum sem eru að þýða úr íslensku að hringja í mig og spyrja unt ólík- legustu hluti. Allt í einu eru þeir í vandræðum með orðin „rétt handan við bæinn“ - hvað er það langt frá bænum eða þá að þeir vita ekki hvar maður er staddur þegar hann er kominn „niður undir lækinn“. En alltaf eru orðaglímur skemmtilegar. Góður vinur minn, ntálsnjall þýðandi úr íslensku á ensku, sagði mér að hann hefði lengi legið yfir Klementínudansi sem sunginn er þindarlaust á út- flytjendaskipi í Paradísarheimt Halldórs Laxness: Litla smáin loftfáin, lipurtáin gleðinnar, ertu dáin út í bláinn eins og þráin sem ég bar. Hvernig í ósköpunum átti að þýða þetta á ensku? Þarna kvaldist þýðandinn yfir óleysanleg- um vanda - þar til allt í einu rann upp fyrir honum ljós: hann hafði í rauninni alltaf vitað hvað við var átt: þetta var leikur Halldórs Laxness að Oh my darling Clementine. Oh my darling, yes my darling, oh my darling Clementine... Tungumál, orðavalsvandinn - allt er það spenn- andi vegna þess að „oft má af máli þekkja, mann- inn hver helst hann er“ - eins og skáldið segir. Við tökum til máls og komum um leið upp um það, hver við erum og hvaða afstöðu við höfum til annarra manna og fyrirbæra heimsins um leið. Nú er að þrengja sviðið og spyrja: hvað láta læknar uppi um sjálfa sig þegar þeir taka til máls. Ég læt mér detta í hug að oft hafi þeir átt í vand- ræðum með að segja og nefna hluli á íslensku, á eigin máli. Þeir hafa í farteskinu læknalatínuna Gunnar Ármannsson framkvœmdastjóri LÍ, Tómas Zoega og Margrét Georgsdóttir. Víkingur Arnórsson og Tómas Helgason. Læknablaðið 2007/93 133

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.