Læknablaðið - 15.02.2007, Síða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR
Felix Valsson og Bjarni Torfason.
Runólfur Pálsson og Hannes Petersen.
sem nefnir parta líkamans og sjúkdómana með
þeirri afdráttarlausu nákvæmni sem læknar verða
að hafa í samskiptum hver við annan. Ég kom
lítillega að þessu sem barn þegar ég svaraði í síma
fyrir móður mína sem var formaður Hjúkrunar-
félagsins Líknar,sem tók við pöntunum um heima-
hjúkrun, og ég nóteraði samviskusamlega niður
í bók beiðnir um eitthvað sem mér fannst heita
„clysma“ (á sennilega að vera clyster eða hvað?
það segir franskan a.m.k.), sem ég seinna komst
að væri stólpípa, en átti í meiri vandræðum með
að sinna þyrfti sjúklingi sem væri með „ulcus ven-
triculi“\ kannski veit ég ekki hvað það er enn þann
dag í dag. Ég kann betur latneska talshætti eins og
nemo saltat sobrius - aldrei dansar neinn ófullur
- þó ég trúi því nú varla á Rómverja að þeir hafi
farið sérstaklega eftir því, eða þá degustibus non
disputandum aldrei er hægt um smekk að deila, og
er mikil viska.
Læknar þurfa að tala sín í milli - og þeir þurfa
að tala við sjúklingana og almenning. Og þá kemur
að þeim ágætu möguleikum íslenskrar tungu sem
tengjast því að við eigum öfluga hefð fyrir því að
mynda orð sem eru gagnsæ, sem leiða þann sem
heyrir þau í fyrsta sinn áfram til skilnings á fyrir-
bærinu. Það er vissulega allt annað fyrir okkur
að átta okkur á tæki eins og barómeter þegar það
hefur verið nefnt loftvog í okkar ungu eyru, hvert
barn skilur hvað átt er við.
Það hefur verið fagnaðarefni, hve duglegir
Lokaatriði Lœknadaga var undir stjórn Gunnars Guðmundssonar, Ólafs Samúelssonar og Ásmundar Jónassonar, klassísk spurningakeppni þar sem
spekingar svöruðu því m.a. hver væri líklegastur af jólasveinunum til að fá HIV og hversu mörg börn Barbapapi œtti. Pegar nóg var spurt var farið í
œsilegt reiptog!
134 Læknablaðið 2007/93