Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 43

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Ólafur Skúli Indriðason, Michael Clausen og Sigrún Hjartardóttir. Samúei J. Samúelsson, Kristján Sigurðsson, Einar Hjaltason og Ásgeir Theodórs. íslenskir raunvísindamenn hafa verið við að smíða orð yfir allt sem að þeirra fræðum snýr - og ekki síst verkfræðingar og læknar. Vilmundur Jónsson landlæknir var til dæmis stórsnjall orðasmiður. Man nokkur nú að það var hann sem bjó til orðið „tandurhreinn“ um pýro- genfrítt vatn? - frábært orð sem lagði síðan í langt og skemmtilegt ferðalag út úr sérfræðinni og til sterkrar áherslu á það sem alhreint er. Allir muna auðvitað að það var þessi orðsnjalli landlæknir sem skáldaði upp veiruna, á meðan Sigurður Nor- dal sem við skulum hér kalla lýtalækni erlendra slettuorða fann upp tölvu-orðið fyrir PC-ið og lét það ríma við hina dularfullu völvu, - og nú getum við tengt öll möguleg orð við orðið tölva, tölvu- leikir, tölvunámskeið, eða tölvu-idjót. Pað vildi ég óska að það hefði verið búið að finna upp i-pod- ið í tíð Vilmundar eða Sigurðar Nordal - okkur vantar svo gott orð yfir i-pod. (Og kannske er nú reyndar búið að því, þótt mér hafi ekki borist það til eyrna). Það eru alveg gríðarleg skilaboð í orðum ef þau eru góð ég tala nú ekki um ef um tækni er að ræða. Orðavalsvandinn er margskonar. Hann snýr að því, hvað hlutirnir eiga að heita, og hann snýr að samhengi hlutanna. Við vitum að á okkar sérhæf- ingartímum er það rnikil freisting að festa sig í tiltölulega lokuðum málheimi ákveðinna starfs- stétta - eins og unglingarnir festast í sínu slangi. Hvort sem að baki er meðvitaður tilgangur eða ekki þá verður niðurstaðan svipuð: öðrum er hald- ið fyrir utan umræðuna og samskiptin - „þið skiljið okkur ekki“, þið sem ekki eruð unglingar eða lögfræðingar eða hagfræðingar. Og þegar öðrum er haldið fyrir utan samtalið þá erum við komin í vafasamt valdatafl fyrr en varir. Sem er stundum spaugilegt. Eins og við sjáum á fjöldamörgum dæmum um það að menn leggja stóra lykkju á leið sína til að vera sem allra tyrfnastir í málfari. Hér er eitt dæmi sem að mér barst um daginn: - um viðgerðaráætlanir í fjölbýlishúsi: „Enda þótt enn geti brugðið til beggja vona um tímatafir og málalyktanir telur stjórnin tímabært að hefja umhugsun og undirbúning að þeirri um- gjörð félagslegrar, tæknilegrar og fjárhagslegrar stjórnunar sem korna þarf upp til að valda því vandasama verkefni sem verða mun framundan.“ Petta hljómar eins og áform um nýja Kára- hnjúkavirkjun að minnsta kosti, en þetta er nú ekki annað en saklaus orðsending til meðlima í húsfélagi hér í bæ. En það er hámenntaður sér- fræðingur sem hana skrifar. Eg efa ekki að þið kannist öll mætavel við skyld dæmi úr ykkar starfi og málnotkun ykkar kollega. A bak við þessar málfarsæfingar er ekki endilega gikksháttur, vitaskuld, -það skiljum við líka. Það er svo margt nýtt að gerast. Allt hefur alltaf verið á sama stað í mannslíkamanum sem þið rýnið í, en menn sjá alltaf lengra inn í líffærin og greina smærri einingar og finna alltaf ný og ný sambönd efna og það er stundum ekki nokkur leið að hafa við að smíða þau orð sem þarf um allt sem sést og verður til. Og mörgfyrirbæri eru svo sjaldgæf að þau komast aldrei út fyrir samskipti rnilli lækn- anna sjálfra. En við skulum nú samt gá að þessu hér: Það er í okkur flestum - læknum og heilbrigðisstétt- um sem öðrum - ákveðin togstreita. Annars vegar tilhneiging til að nota lokað mál sem vísar inn á við, til dæmis með því að læknar hristi saman latínuheiti, enskuslettur, spítalaslang og fleira. Og svo hins vegar hin góða barátta: að vilja tala skýrt og með gagnsæjum íslenskum orðurn um hvaðeina svo aðrir viti og skilji. Hið síðarnefnda er tengt metnaði sjálfstæðisbaráttunnar á sínum tíma, metnaði sem síðar varð mikils ráðandi í stefnu háskólamanna sem vildu gera allt og tjá allt á íslensku, sem auðvitað er ekki hægt frá degi Læknablaðið 2007/93 135

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.