Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FASTANEFND EVRÓPSKRA LÆKNA þær námsaðferðir sem þeir kjósa í samræmi við mat á námsþörf þeirra og framboð mennt- unartækifæra verður að vera nógu fjölbreytt til að það sé hægt. Einnig þarf að hvetja lækna til að þróa nýjar lærdómsleiðir og kynna sér hvernig er hægt að nýta sér sem best nýja tækni sem getur auðveldað læknismenntun. 6) Sérhver starfandi læknir verður að viðhalda þeim þáttum aukins starfsþroska sem eiga við um alla lækna, svo sem góð samskipti, teymisvinna, draga lærdóm af endurskoðun og rannsóknum. Á sama hátt verður sérhver læknir að sinna „sérhæfðum" þáttum við að auka starfsþroska fyrir hverja sérgrein eða undirsérgrein sem eiga við um sérsvið lækn- isins. 7) Sérstakri athygli verður að beina að vinnuum- hverfi læknisins til að tryggja að þar sé stuðn- ingur við að hann læri „í starfi". Þannig eru læknar hvattir til að hugsa um og læra af atrið- um sem eiga beint við um klínísk störf þeirra. Læknar eru mikilvægur hluti af teymum í heil- brigðiskerfinu og hvetja ætti þá til að styðja við fjölfaglega teymismenntun þar sem hún snertir umönnun sjúklinga. 8) Læknar ættu einnig að taka þátt í lækn- ismenntun utan vinnustaðar, svo sem með lestri, fjarnámi, námi í smáum hópum og klín- ískum ráðstefnum. Pannig er stutt við þróun menntunar með vísun til menntunarstaðla sem ákveðnir eru af utanaðkomandi aðilum. 9) Mikilvægt er að tryggja að menntun sé líka sinnt þegar vandi kann að hafa komið upp í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt því ætti að tengja menntun við klíníska endurskoðun, endurgjöf frá sjúklingum og öðrum læknum, sem og skýrslukerfi fyrir klínísk/alvarleg atvik, til að tryggja að slíkt stuðli að starfsmenningu þar sem unnið er að því að bæta gæði og ör- yggí- 10) Læknar ættu að hugsa um það sem þeir hafa lært og hvernig þeir geti beitt því í klínískum störfum sínum. Sérhver læknir ætti að fara reglulega yfir hvernig hann hefur aukið starfs- þroska sinn, helst með samtali við aðra lækna, og skoða hvaða sviðum þarf að huga að áður en næsta mat fer fram. Til að auðvelda þetta ættu læknar að halda yfirlit um starfsþroska sinn og helst þannig að tilgreint sé hvað þeir hafi lært. Slíkt kerfi sem byggir á endurskoðun settra markmiða við að auka starfsþroska og þeirra sem hefur verið náð, er einnig grund- völlur fyrir ábyrgt sjálfsmat, auk þess sem það styður góða menntun. 11) Til að tryggja að læknar viti að þeir taki þátt í að auka starfsþroska sinn með formlegum hætti sem uppfyllir viðeigandi háa gæðastaðla verður að beita gæðaeftirliti sem byggir á vott- un atvika til að auka starfsþroska og vottun veitanda. Yfirleitt er slíkt gert á landsvísu en hjá Evrópska vottunarráðinu fyrir símenntun lækna (EACCME) er einnig hægt að staðfesta vottun fyrir alþjóðlega fundi. 12) Til staðar verða að vera viðeigandi reglur um formlega starfsemi á sviði aukins starfsþroska. Allir þeir sem leggja til formlegar leiðir til að auka starfsþroska verða að fara eftir reglum, yfirleitt á landsvísu, sem tryggja að slík starfsemi verði laus við alla hlutdrægni. Fyrir verður að liggja skýr yfirlýsing frá skipuleggj- endum og fyrirlesurum um alla mögulega og raunverulega hagsmunaárekstra, sem og gegnsæi varðandi fjármögnun fræðslu. Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.