Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ
195
Aðstoðin er að berast!
í tveimur síðustu pistlum hefur verið beðið um at-
hugasemdir, aðrar hugmyndir eða rökstudda gagn-
rýni á ýmsar þær tillögur, sem settar hafa verið
fram í pistlum undanfarinna þriggja ára. Viðbrögð
hafa orðið nokkur, en fleiri góðir áhugamenn um
íslenskun læknisfræðiheita mættu gjarnan láta frá
sér heyra. Upptalningu á tilnefndum eldri verk-
efnum lýkur í þessum pistli og lýsing á nokkrum
viðbrögðum hefst.
Night terrors
I 160. pistli var minnst á svefnröskun hjá ungum
börnum, night terror eða night terrors. Stungið var
upp á að íslensku heitin yrðu næturógn, næturógn-
ir, svefnógn eða svefnógnir.
Erythema nodosum
Þetta fyrirbæri var rætt í 158. og 161. pistli, rauðir
bólguþrimlar, sem komið geta fram í húð og stafa
af ofnæmisviðbrögðum við vissum sýkingum og
lyfjum. Tilgreind voru í stafrófsröð heitin hnúta-
rós, hnútrós, rósahnútar, þrimlaroði, þrimlasótt
og þrimlaroðaþot. Undirritaður taldi að heitið
þrimlaroði dygði vel.
Reversibility test
Um er að ræða klínískt próf sem gert er hjá
astmasjúklingum og þeim sem grunaðir eru um
astma. Loftflæði er mælt með öndunarmæli fyrir
og eftir lyfjagjöf. Við umfjöllun í 162. pistli var
því lýst hvernig búa mætti til íslensk heiti með
beinni þýðingu: afturbatapróf, afturkræfnipróf,
afturkvæmnipróf, gagnhverfnipróf, uinhverfupróf
og viðsnúningspróf. Undirritaður stakk einnig upp
á heitunum bötunarpróf og meðferðarpróf.
Reynir Tómas Geirsson, prófessor, sagðist einnig
ánægður með það heiti, en vildi þó tryggja að heit-
ið væri gegnsætt fyrir sjúklinga með því að nota
heitið leghálssaumur um saum sem settur væri á
legháls.
Svæsni
Guðmundur Georgsson, prófessor emeritus, benti
réttilega á að oft væri hægt að þýða texta, þar sem
enska orðið severity kæmi fyrir, án þess að nota ís-
lenskt nafnorð. Dæmið: „The severity of her symp-
toms was such that she could not stay still.” yrði
þá þýtt þannig: „Einkenni hennar voru það svæsin
að hún gat ekki verið kyrr”. Að öðru leyti sagðist
Guðmundur ekki amast við nafnorðinu svæsni.
Mobilization
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Guðmundur var ekki sáttur við íslenska heitið
útleysing. Hann hnykkti enn fremur á því að í
íslenskum þýðingum úr ensku bæri að forðast
„nafnorðahröngl”. Hann leysti þannig úr tveimur
fyrstu notkunardæmunum í 194. pistli: 1. ferð (í
stað útleysing) frumna úr beinmerg, og 2. losun (í
stað útlosun) efna úr forðabúri í vefjum eða frum-
um í líffæri. í 3. og 4. dæmi vildi hann nota sagn-
orð í stað nafnorðanna virkjun og ræsing. Losun
samvaxta (5. dæmi) og liðkun liðamóta (6. dæmi)
sagðist hann geta sætt sig við.
Number needed to harm
Uggi Agnarsson, hjartalæknir, sendi tölvupóst og
sagðist sáttur við heitið skaðatala, en setti einnig
fram heitin miskatala og harmatala. Nefna má að
Islensk orðabók Eddu tilgreinir að nafnorðið miski
merkiríkflð/ eða tjón, samanber miskabætur.
Tól og tæki
í 162. pistli var rætt um áhöld, verkfæri, tól og tæki,
sem undirritaður vill aðgreina á hefðbundinn hátt.
Hann lagðist gegn því að spurningalistar og skrán-
ingargögn af ýmsu tagi væru nefnd tæki, á þeirri
forsendu að orðið tæki hefði verið notað um vélar
eða vélræn verkfæri. Hann lagði til að fyrrgreind
hjálpargögn nefndust rannsóknartól eða greining-
artól. Hér lýkur upptalningunni á eldri verkefnum
og viðbrögð taka við.
Cerclage
Hildur Harðardóttir, yfirlæknir, sendi tölvupóst
og sagðist greiða heitinu hringsaumur sitt atkvæði.
Number needed to treat
Uggi kom einnig með þá athyglisverðu tillögu að
nota mætti heitið fjöldaþörf um þann fjölda sjúk-
linga sem meðhöndla þarf til að tiltekinn árangur
náist. Spyrja má þá hvort samsetningin fjöldaþörf
til árangurs gefi ekki vísbendingu um sambærilega
lausn fyrir fyrra verkefnið: fjöldaþörf til skaða eða
miska.
Near-syncope
Loks vildi Uggi rifja upp nafnorðið ómegin.
íslensk orðabók Eddu segir frá því að orðið merki
magnleysi, öngvit, samanber það að líða eða falla
í ómegin.
Jóhann Heiðar er læknir
á Landspítala Hringbraut.
Læknablaðið 2007/93 147