Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 61
AUGLÝSINGAR
Deildarlæknar
Stöður deildarlækna við lyflækningadeildir Landspítala eru lausar til umsóknar frá 1. júlí
2007. Deildarlæknar hljóta þjálfun í almennum lyflækningum með störfum á öllum sérdeildum
Lyflækningasviða I og II ásamt bráðamóttöku og göngudeildum spítalans. Ráðning til allt
að þremur árum er í boði sem hluti af sérnámi í almennum lyflækningum og hentar þeim
sem hyggja á frekara sérfræðinám í lyflækningum eða skyldum greinum. Fjölbreytt tækifæri
gefast til þátttöku í rannsóknarverkefnum í samvinnu við sérfræðinga á lyflækningasviðum.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2007. Viðtöl eru liður í ráðningarferlinu. Umsóknum ásamt
náms- og starfsferilsskrá (curriculum vitae) og tveimur meðmælabréfum skal skila til Steins
Jónssonar, framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviða, Landspítala Fossvogi sem veitir
nánari upplýsingar steinnj@lsh.is ásamt umsjónardeildarlæknunum Birni Loga Þórarinssyni og
Steinunni Þórðardóttur í síma 543-1000.
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Sérfræðingar í barnalækningum
Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræðinga í barnalækningum við barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Umsækjendur skulu hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á barnadeild, þátttaka í kennslu
heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofn-
anir á Norður- og Austurlandi.
Stöðurnar veitast frá 1. júní 2007 eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt meðfylgjandi gögnum, skulu berast í tvíriti til Þorvaldar Ingvarssonar,
framkvæmdastjóra lækninga, FSA, 600 Akureyri, sími 463 0100, thi@fsa.is og gefur hann nánari upplýsingar ásamt
Andreu Andrésdóttur, yfirlækni barnadeildar í síma 463 0100 eða 860 0498.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sérfræðingar í barnalækningum
Óskað er eftir sérfræðingum í barnalækningum til afleysinga við barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á næsta
sumri. Umsækjendur skulu hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á barnadeild, þátttaka í
kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna.
Upplýsingar gefur Andrea Andrésdóttir, yfirlæknir barnadeildar í síma 463 0100 eða 860 0498.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
LANDSPÍTALI
HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Læknablaðið 2007/93 153