Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 19
FRÆÐiGREINAR
2. Hefur íhlutun í formi fyrsta stigs forvarna, svo
sem fræðslu og nýrra vinnutækja áhrif á vinnu-
stellingar, hávaða, sálfélagslegt vinnuumhverfi
og líkamlega líðan starfsmanna?
Efniviður og aðferðir
Um er að ræða framsýna íhlutunarrannsókn. Árið
2000 var lagður fyrir starfsmenn 16 leikskóla spurn-
ingalisti varðandi, vinnuumhverfi, líðan og heilsu.
Gert var vinnuumhverfismat og leikskólarnir
flokkaðir í fjóra flokka samkvæmt því. Efnivið
hefur verið lýst nánar áður (1). í framhaldi af því
fór fram íhlutun á vinnuumhverfi, sem fólst í að
ákveða og framkvæma endurnýjun á búnaði í sam-
ráði við yfirmenn leikskólanna, efla hávaðavarnir
og starfsmannafræðslu urn vinnuvernd. Hálfu ári
eftir að íhlutun hafði farið fram á vinnuumhverfi
leikskólanna var sami spurningalisti lagður fyrir
alla starfsmenn leikskólanna.
Niðurstaða vinnustaðamats og spurningalista
leiddi til úrbótalista sem innihélt um 40 þætti sem
betur mætti fara. Úrbótalistanum var forgangs-
raðað af verkefnisstjóra og yfirmönnum Leikskóla
Reykjavíkur og skipt í þrjá hluta. Úrbótum sem
verkefnið kostaði, meiriháttar úrbætur sem Fast-
eignastofa Reykjavíkurborgar fékk til úrlausnar
og úrbætur sem hver leikskóli þurfti sjálfur að
sjá um kostun og framkvæmd á. I þessari grein er
áhersla á íhlutun sem verkefnið kostaði.
Áður en íhlutunin var ákveðin nákvæmlega
fyrir hvern leikskóla var haldinn fundur með
deildarstjórum og leikskólastjóra á hverjum stað.
Fjallað var um tillögur að úrbótum við hvern skóla
út frá mati á vinnuumhverfi og samþykki starfs-
manna fengið til úrbótanna. Um leið var hugað
að viðhorfum starfsmanna til vinnuumhverfis og
eigin líðanar. Vinnutæki voru keypt inn á deildir
til að bæta vinnuhæð og minnka burð starfsmanna.
Starfsmenn fengu vinnustóla á hjólum, auk þess
sem lág borð og barnastólar voru endurnýjuð.
Stigar voru settir við bleyjuskiptiborð og borð
endurhönnuð. Aðbúnaður leikskólastjóra var
bættur, þar sem þörf var á því. Áhersla var lögð
á hávaðavarnir með því að kaupa 14 lampa, sem
kallaðir eru „eyra” (11). Lampinn lýsir með gulu
ljósi þegar hávaðinn er kominn í 80 dB (desibel)
og rauðu ljósi þegar hávaðinn er yfir 85 dB (mynd
1). Lampinn á að gera starfsmenn meðvitaðri um
hávaða í vinnurýminu. Hvatt var til teppa- og
gardínukaupa inn á deildar til að dempa hávaða.
Þegar endurnýjun á aðbúnaði var lokið voru
haldnir fræðslufundir í hverjum leikskóla um
hávaðavarnir, álagseinkenni, líkamsbeitingu, lík-
amsvitund og nýtingu nýrra vinnutækja. Rætt var
um mikilvægi þess að horfa á vinnuumhverfið út
frá starfsmanninum en ekki eingöngu út frá börn-
ununt eins og var ríkjandi hjá starfsmönnunum.
í maí árið 2002, um hálfu ári eftir að íhlutun
var lokið, lögðu starfsmenn Vinnueftirlitsins sama
spurningalista fyrir alla starfsmenn leikskólanna,
eins og gert hafði verið tveimur árurn áður. Til að
meta áhrif íhlutunar á líðan starfsfólks voru svör
við spurningum er varða óþægindi starfsmanna
síðustu sjö dagana áður en listinn var lagður fyrir
borin saman við svör við sömu spurningum árið
2000.
Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rannsóknarinnar
(00/020-Vl). Útreikningar eru gerðir í SPSS (12).
Ekki er um normaldreifingu að ræða í flokkunum
fjórum sem mynda vinnumatseinkunnina og því er
mismunur meðaltala metinn útfrá Kruskall-Wallis
prófi. Hlutföll eru metin með Kí-kvaðratprófi en
væntigildi fyrir 2002 reiknuð út frá dreifingu svara
við hverju atriði sem skoðað var árið 2000 þegar
samanburður er gerður milli þessara tveggja ára
(13). Ákveðið var í túlkun að miða marktækni við
p= 0,001, þar sem fjöldi tölfræðiprófanna er mikill
í samanburði í rannsókn sem þessari.
Niðurstöður
Heildarsvörun árið 2002 var 88% (n=267) en 90%
árið 2000. Töflur sýna samanburð milli ára innan
flokka annars vegar og hins vegar samanburð milli
flokka innan ára.
Þegar flokkarnir fjórir sem mynda vinnumats-
einkunnina eru skoðaðir milli ára kemur í ljós að
þar hafa orðið nokkrar breytingar (tafla I).
Tafla I fjallar almennt um starfsmannahópinn.
Milli ára er marktækur munur hjá starfsmönnum
sem segjast vinna aukavinnu og hafa skipt um starf
á síðustu fimm árum.
Fjöldi starfsmanna í flokkunum hefur jafnast
milli ára. Fæstir starfsmenn eru áfram í A og D en
flestir í B og C, eins og árið 2000.
/ HEILSUEFLING ■
Mynd 1. „Eyrað" er lampi,
sem lýsir með gulu Ijósi
við 80 dB hávaða, en
rauðit Ijósi við 85 dB.
www.soundear.dk
Læknablaðið 2007/93 191