Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING Tafla VI. Óþægindi vegna hávaða miðað við vinnumatsflokkana og út frá starfsatdri. Sett fram í fjölda starfsmanna, en hundraðstala í sviga. Flokkar leikskóla Tölfræðiprófun Hávaði A= Vinnu- umhverfi mjög gott B= Vinnu- umhverfi gott C= Vinnu- umhverfi nokkuð gott D= Vinnu- umhverfi sæmilegt N= fjöldi Samanburöur milli 2000 og 2002 p=.001 x2crit 24,3 Hávaði, oft eða stundum 2002 39 (93%) 81 (91%) 65 (93%) 50 (94%) 254 X II t-1 2000* 29(93%) 70 (99%) 78 (93%) 29 (78%) 223 Hávaöi, hjá starfsmönnum, sem starfaö hafa í 0-1 ár; oft 2002 6 (55%) 9 (45%) 5 (42%) 9 (69%) 56 X2- 46 2000 11 (92%) 22 (63%) 25(71%) 6 (67%) 91 Hávaði, hjá starfsmönnum sem starfað hafa lengur en 1 ár; oft 2002 19 (70%) 41 (59%) 39 (71%) 28(74%) 189 X2=63 2000 10 (56%) 24 (69%) 26(53%) 14(52%) 129 Marktækt, milli flokka innan árs: *p>0,05 hætti en búast mætti við. Gott rými, lægri aldur starfsmanna, minni fagmenntun tengist betri líkamlegri líðan en verri sálfélagslegri líðan. Fagmenntun kallar á aukna ábyrgð en tryggir góða sálfélagslega líðan og mjög jákvætt hugarfar. Þessi aukna ábyrgð leiðir hins vegar mögulega til þess að fagmenntað fólk leggur meira á sig líkamlega til að sinna störfum sínum og fær því frekar lík- amleg óþægindi. Þessu verður ekki svarað hér með óyggjandi hætti, en er mikilvægt rannsóknarefni í heilsueflingu og vinnuvernd. í upphafi verkefnisins var þáttur hávaða f vinnuumhverfi starfsmanna ekki talinn eins stór og mikilvægur og síðar kom í ljós. Mælingar á hávaða (1) og óþægindi af hans völdum sýndu að mikilvægt var að taka á hávaðanum. Kvartanir vegna hávaða minnkuðu ekki milli ára (tafla VI). Fleiri börn valda meiri hávaða, því leikur leik- skólabarna felur eðlilega í sér hljóðmyndun frá börnum, fullorðnum og leikföngum. Varnir gegn hávaða beindust bæði að fræðslu og nýju vinnu- tæki, svo kölluðu „eyra” (mynd 1), sem á að auka meðvitund starfsmanna og barna um hávaða (11). Fræðsla og umræða um hávaða fjallar um notkun raddar, dempandi dúka á borðum, teppi, lýsingu og skipulag til dæmis notkun rýma, fjölda barna í rými og útiveru (16-19). Meðvitund starfsmanna um hávaða hefur auk- ist milli ára (tafla VI). Það sést að tekið hefur verið á hávaðanum þar sem nýráðnir vinna, því að hávaði hefur minni áhrif á þá árið 2002 en árið 2000. Undantekning frá þessu er flokkur D, en þar varð mikil fjölgun á ófaglærðum starfsmönnum milli ára. Fleiri eldri og reyndari starfsmenn svara þannig árið 2002, að hávaði hafi valdið þeim óþæg- indum, en árið 2000. í fimmtu grein reglugerðar um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (nr. 921/2006) er kveðið á um að hávaði fari ekki yfir 65 dB (A) þar sem samræður eiga sér stað og ekki yfir 60 dB (A) í mat- og kaffistofum á meðan notkun stendur yfir (20). Því er ljóst að hávaði sem mælist um og yfir 85dB (A) á leikskólum þar sem verið er að vinna með og kenna börnum er allt of hár. Munurinn er „aðeins” 20 dB en hljóðstyrkur hópsins er í raun 120 faldur á við venjulegt samtal, vegna þess að kvarðinn er lógaritmískur. Það þýðir að hvort sem við förum upp eða niður á kvarðanum þá þýða 3 dB alltaf tvöföldun eða helmingun hávaðans, þó eyrað skynji það ekki svo (17, 21). Almennt var ánægja með „eyrað” ekki eins jákvæð og búast hefði mátt við. Skýringin er sú að hrópin eru numin af „eyr- anu” (80dB, gult ljós) en ekki skvaldur og eðlilegt tal barnanna sem er þreytandi til lengdar. Nú er búið að breyta lampanum á þann veg að hægt er að stilla gula ljósið frá 50-80 dB og það gefur meiri möguleika.Tryggja þarf að starfsmenn séu meðvit- aðir um neikvæð áhrif hávaða og vinni því stöðugt að því að lækka hávaða alla daga. Yfirvöld leikskóla verða að tryggja að við- urkenndar hljóðísogsplötur séu í loftum á leik- skólum og að endurkast sé innan marka bygg- ingareglugerðar eða að ómtími sé 0,6 sek (22). Erlendar rannsóknir og endurskoðun reglugerða og staðla f nágrannalöndum okkar benda til þess að 0,4 sekúndur séu í raun æskilegra markmið sem ómtími fyrir kennslustofur í leikskólum og grunn- skólum(23). Niðurstöður áhættumatsins árið 2000 voru kynntar fyrir stjórnendum á Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, sem sjá um allar meirihátt- ar breytingar og endurnýjun á leikskólum í Reykjavík. Óskað var eftir að tekið yrði tillit til þeirra við framkvæmdir og endurnýjun á næstu Læknablaðið 2007/93 197
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.