Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 33

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 33
YFIRLITSGREIN / NÝRNASJÚKDÓMAR Afleiðingar langvinns nýrnasjúkdóms Framrás yfir í lokastigsnýrnabilun er sú afleið- ing langvinns nýrnasjúkdóms sem flestir óttast. Meðferð langvinns nýrnasjúkdóms beinist því einkum að því að seinka eða koma í veg fyrir hnignun nýrnastarfsemi. Á síðustu árum hefur fjöldi rannsókna sýnt að hægt er að hafa áhrif á framrás langvinns nýrnasjúkdóms með góðri blóðþrýstingsstjórnun, sérstaklega notkun hemla angíótensínummyndunarensíms og/eða angíótens- ín II-viðtækisblokka. Vísbendingar eru um að ávinningur sé af því að lækka blóðþrýsting meira en almennt hefur verið sýnt fram á hjá sjúklingum með háþrýsting eða niður fyrir 130/80, einkum ef próteinmiga umfram 1 g á dag er fyrir hendi (27). Mikilvægt er einnig að meðhöndla undirliggjandi orsakir vel. Má þar helst nefna góða sykurstjórnun hjá einstaklingum með sykursýki og skjóta með- ferð stíflu í þvagvegum. Fylgikvillar nýrnabilunar, svo sem vökvasöfnun, háþrýstingur, blóðleysi og truflanir á kalsíum- og fosfatjafnvægi fara að koma fram þegar GSH er á bilinu 30-60 ml/mín./l,73 m2 (stig 3) og þarf að hyggja að meðferð þeirra á því stigi. Síðast en ekki síst þarf að huga að skömmtun lyfja sem eru útskilin um nýru. Á margan hátt er aukin áhætta á hjarta- og æða- sjúkdómum enn stærra vandamál en framrás yfir í lokastigsnýrnabilun meðal sjúklinga með lang- vinnan nýrnasjúkdóm. Athyglisvert er að það er allt að hundrað sinnum líklegra að þessir sjúkling- ar deyi úr hjarta- og æðasjúkdómum en að þeir fái lokastigsnýrnabilun (28) og fjölmargar rannsóknir benda til að bæði próteinmiga og skert nýrnastarf- semi séu sjálfstæðir áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma (29-32). Enn fremur eru sjúklingar með lokastigsnýrnabilun í margfalt meiri hættu á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en jafnaldr- ar þeirra (mynd 2) (33). Því er afar þýðingarmikið að greina og meðhöndla langvinnan nýrna- sjúkdóm snemma. Telja margir að með tímanlegri greiningu og meðferð megi stórlega minnka tíðni lokastigsnýrnabilunar og þannig draga úr sívax- andi útgjöldum vegna meðferðar hennar. Greining langvinns nýrnasjúkdóms Reiknaður GSH hefur verið að ryðja sér til rúms í klínísku starfi lækna austan hafs sem vestan og víða eru rannsóknarstofur farnar að gefa hann upp samhliða kreatíníngildum fyrir einstaklinga eldri en 18 ára. Það er fjögurra breytu MDRD-jafnan sem mestrar hylli nýtur því auk þess að vera eina jafnan sem hefur verið uppfærð fyrir staðlaðar kreatínfnmælingar, eru upplýsingar um aldur og kyn sjúklings undartekningarlítið aðgengilegar fyrir rannsóknastofurnar. Fastanum 1,21 fyrir svartan kynþátt verður hins vegar læknir sjúklings að bæta við þegar við á. Reiknaður GSH er gef- inn upp sem ml/mín./l,73 m2 líkamsyfirborðs. Utreikningur GSH er reyndar nokkuð ónákvæmur þegar GSH er hærri en 60 ml/mín./l,73 m2. Ástæða þess er meðal annars sú að stöðlunarskekkja við mælingu kreatíníns er hlutfallslega mest við efri viðmiðunarmörk þess (34). Auk þess var MDRD- jafnan upprunalega þróuð meðal einstaklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm og því ef til vill ekki hægt að yfirfæra hana á heilbrigða einstaklinga (35). Þess vegna er ráðlegt að gefa eingöngu upp að GSH sé hærri en 60 ml/mín./l,73 m2 ef hann reiknast yfir þessum mörkum. Fyrri hluta þessa árs mun rannsóknastofa í klín- ískri lífefnafræði á Landspítala fá vottun þess að aðferðin sem þar er notuð til mælinga á kreatíníni í sermi sé stöðluð samkvæmt nýjum alþjóðlegum leiðbeiningum. Samtímis því mun rannsóknastof- an byrja að gefa upp reiknaðan GSH (samkvæmt MDRD-jöfnu) fyrir alla einstaklinga sem eru yfir 18 ára aldri, til viðbótar við kreatíníngildið. Vonast er til að þessi nýbreytni muni auðvelda starf lækna og gera greiningu og meðferð langvinns nýrna- sjúkdóms markvissari. Reyndar finnst víða hug- búnaður til að nota við að reikna GSH og er auð- velt að nálgast forrit fyrir lófatölvur eða hægt er að finna slíka reiknivél á internetinu www.kidney. org/professionals/tools/ Þegar búið er að greina langvinnan nýrnasjúkdóm þarf að huga að orsök, öðrum mikilvægum sjúkdómum og áhættuþáttum, og stigi nýrnasjúkdómsins. Mynd 2. Dánartíðni af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma í almennu þýði (lokuð tákn) og meðal skilunarsjúklinga (opin tákn). Dánartíðni ersettfram á lógaritmakvarða. Eins og sjá má eru skilunar- sjúklingar 10-1000 sinnum líklegri til að deyja árlega úr hjarta- og œðasjúkdóm- um en jafnaldrar þeirra. Myndin erfrá Levey /15, et al. Am J Kidney Dis 1998; 32:853 (33) oghefur verið breytt lítillega. Hún er birt með góðfúslegu leyfi National Kidney Foundation. Ráðleggingar Hin nýja skilgreining á langvinnum nýrnasjúkdómi og notkun reiknaðs GSH er mikið framfaraskref sem leiðir vonandi til þess að sjúkdómurinn grein- ist fyrr og að viðeigandi meðferð verði beitt í ríkari Læknablaðið 2007/93 205

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.