Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 55

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Gengið á Möðru- dalsörœfum. Ljósm. Leifur Jónsson hversu honum hefur létt að sjá gömlu mennina fjallhrausta í fönninni. Hefði getað búist við flestu öðru. Hann kvaðst hafa sigið 80 metra eða á enda línanna (sem þeir höfðu tiltækar) en síðan klifrað aðra 80 metra í klettum áður en hann sá og heyrði til okkar. Við fórum nú að fikra okkur upp ísuga klettana á mjúkum gönguskíðaskónum. Fannst mér við hafa verið eilífðartíma í þessu brölti er við urðum aftur varir við Hallgrím fyrir vestan og ofan okkur. Hann kom bráðlega til okkar línuenda og var síðan öryggið haft í fyrirrúmi og allt klifur eins tryggt og við var komið. Hengjan á fjallsbrúninni slútti út yfir hyldýpið og nú vorum við á klettasyllu u.þ.b. 10 metrum undir brúninni. Hér námum við staðar augnablik og gerðum okkur þá grein fyrir því að 6 tímar voru liðnir frá því að ég sveif fram af. Allan þann tíma höfðu félagarnir setið uppi á brúninni í hífandi skafrenningi og raunar lítt vitað hvað var að gerast í neðra. Má nærri geta hversu líðan þeirra hefur verið. Nú var síðasti áfanginn eftir og var það mér til happs að ekki sást niður í 200 metra hamrabeltið (Hallgrímskirkjuturn 70 m) og traustir menn á brúninni.” Upp klifu þeir þremenningar og orðar Leifur það svo að þegar hann settist loks hjá félögunum uppi á brúninni voru „ekki viðhöfð mörg orð en handtakið var þétt”. Var síðan haldið til baka í skálann og gerði veður svo vont næstu daga að ekki reyndist unnt að sækja þá félaga fyrr en þremur dögum síðar sem kom þó ekki að sök segir Leifur, því „húsakynnin voru góð og nægur matur”. Áframhaldandi skíðaganga var afskrifuð þar sem Leifur hafði misst allan sinn búnað við hrapið. Höfðu þá félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík verið tæpa þrjá sólarhringa á leiðinni en ekkert komist vegna veðurofsans. „Björgunar- sveitarmennirnir voru að vonum vansvefta og þreyttir við komu og lögðu sig í þrjá klukkutíma. Svo var hinn ágæti Grímsvatnaskáli kvaddur og komið af jökli í Jökulheima eftir 6 tíma stapp. Á leiðinni hafði blaðamaður Morgunblaðsins samband við mig um farsíma og vildi ferðasögu. Eg sagðist ekki treysta blaðamanni til að fara rétt með gegnum síma og bauðst til að tala við hann er ég kæmi í bæinn. Blaðamaður taldi það of seint, enginn hefði áhuga á sólarhringsgamalli frétt og skildi þar með okkur.” Verða lesendur Lœknablaðsins að gera upp við sig hvort þeim þykir sagan í frásögur færandi þó nú sé hún orðin nær 18 ára gömul! Jöklar í fóstur Eitt af verkefnum Leifs sem félaga í Jöklarann- sóknarfélaginu hefur verið mæling á skriðjöklum og hann orðar það svo að hafa tekið tvo skrið- jökla Hofsjökuls í fóstur. Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.