Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL / Laugafelli 2006. Fimmmenningarnir óku yfir Hofsjökul til að minnast göngunnar 50 árum fyrr. Ljósm. Ólafur Hallgrímsson. „Þetta eru Arnarfellsmúlajökull eins og hann heitir fullu nafni og hinn heitir Nauthagajökull og eru upp af Þjórsárverum og þangað hef ég farið á nær hverju hausti í 30 ár að mæla sporða. Með mér í þessu hafa oftast verið kollegarnir Jón Þorsteinsson, Þorvaldur Veigar Guðmundsson og Sigmundur Magnússon. Hin síðari ár hefur Vigfús Magnússon læknir einnig verið með í för og svo alls konar viðhengi, afkvæmi, skyldmenni og kunn- ingjar og oft hefur þetta verið talsverður hópur. Magnús fóstri minn og verkfræðingur var byrjaður á þessum mælingum áður en ég kom inn í myndina og aðrir á undan honum.” Keyrið þið þá alla leið inn að Hofsjökli? „Já, við höfum gert það en þegar ég var að byrja á þessu átti ég Landrover og þá fór maður nú ekki lengra en að Nautöldu og síðan fór heill dagur í að ganga með jöklunum því mælingastaðirnir eru nokkrir.Við eigum svolítinn kofa í Nautöldunni og maður miðaði við að vera kominn aftur í kofann fyrir myrkur. Yfirleitt höfum við verið á ferðinni í lok september því þá er farið að sjatna verulega í ám.” Hin seinni ár hefur Leifur verið betur akandi, á fullbreyttum Toyota Landcruiser 80 sem einnig hefur reynst vel í jöklaferðunum að hans sögn. Loks verður að nefna annað áhugamál Leifs sem hann hefur lagt drjúgan skerf til en það eru skálabyggingar Ferðafélagsins Utivistar og Jöklarannsóknarfélagsins en þar hefur hann sann- arlega verið betri en enginn að sögn þeirra sem til þekkja. Þeir sem gera sér ferð inn í Þórsmörk komast varla hjá því að njóta handverks Leifs og félaga en göngubrúin við lónið, yfir Steinholtsá og aðrar fyrir innan Bása eru þeirra verk. Hið sama má einnig segja um skálann á Fimmvörðuhálsi. Það er ekki annað hægt en spyrja hvernig Leifur hafi fundið tíma í allar þessar ferðir og verkefni samhliða því að stunda mikla og krefjandi vinnu sem læknir. „Þegar ég var að vinna hafði ég tíma til alls en nú þegar ég er hættur að vinna má ég aldrei vera að neinu. Þetta er furðulegur andskoti.” Læknablaðið 2007/93 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.