Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 67

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 196 Comorbidity Kristófer Porleifsson, geðlæknir, sendi beiðni um að leitað yrði að góðu, lýsandi heiti á comorbidity. Hann sagði hugtakið mikið notað í geðlæknisfræði, til dæmis þegar sjúklingur er samtímis með kvíða og þunglyndi. Kristófer stakk sjálfur upp á að tala mætti um samhliða sjúkdóma, en undirritaður vildi fremur tala um samfara, samferða eða samfarandi sjúkdóma. Samför, samferð Fræðiheitið comorbidity er myndað úr forskeytinu co-, a) með, saman, í sameiningu, gagnkvœmt, b) í sama mœli; og latneska nafnorðinu morbiditas: 1. sóttarfar. 2. sjúkdómsástand. 3. sjúkrahlut- fall. Comorbidity er þannig skilgreint í læknis- fræðiorðabók Stedmans: samfara en óskyldar meinsemdir eða sjúkdómsfyrirbœri; oftlega notað í faraldsfrœði til að gefa til kynna samferð tveggja eða fleiri sjúkdóma. Lýsingarorðið comorbid finnst í læknisfræðiorðabók Dorlands: á við um sjúkdóm eða sjúkdómsferil sem kemur fyrir sam- tímis öðrum. Samkvæmt tillögu undirritaðs gæti nafnorðið comorbidity fengið þýðinguna samför eða samferð. Einnig má tala um að sjúkdómsfyrirbæri fari saman, hafi samfylgd, eða séu samstiga eða sam- stíg. Gaman væri að fá fréttir af öðrum nýtilegum hugmyndum. Workshop Kristófer hringdi nokkru seinna og spurði um gott íslenskt heiti á workshop. Parna er ekki um læknisfræðilegt heiti að ræða, þó óneitanlega sé það mikið notað í tengslum við læknisfræðilegar ráðstefnur og þing. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir þýðingarnar 1. verkstœði. 2. smiðja; málstofa, námskeið o.þ.u.l. þar sem unnið er sam- eiginlega að tilteknu verkefni eða úrlausnarefni. Leit í öðrum heimildum gaf til kynna að nafn- orðið workshop væri notað um ýmis fyrirbæri, allt frá litlum viðgerðar- eða vinnustöðum til umræðu- og vinnufunda af ýmsu tagi. Hvað fundina varðar er heitið notað til að leggja áherslu á samskipti og þátttöku allra viðstaddra og að verkefnið eða umræðuefnið sé afmarkað. Oft er um að ræða æf- ingu eða þjálfun í tiltekinni aðferð eða tækni og oft er markmiðið það að finna lausnir í tengslum við fyrirfram skilgreind verkefni. Undirritaður bætti þá við heitunum: vinnubúð- ir, vinnufundur, vinnusmiðja og vinnustofa. Luma lesendur á fleiri tillögum? Panel I tengslum við ofanritað kom upp umræða um heiti á hópi manna sem valinn hefur verið til að taka þátt í opinni umræðu fyrir framan áheyr- endur, oft nefnt panel á ensku og umræðan panel discussion. Undirritaður setti fram hugmyndirnar umræðuhópur og hópumræða. Rétt er að vekja athygli á því að oft er talað um pallborðshóp og pallborðsumræðu. Þau heiti leggja áherslu á að einstaklingarnir, sem valdir hafa verið í hópinn, eru gjarnan látnir koma sér fyrir uppi á sviði (palli) til að vera öllum áheyrendunum sýnilegir meðan umræðan fer fram. Nafnorðið panel mun hafa komið inn í mið- aldaensku úr frönsku, en þar merkti það upphaf- lega hluti af einhverju. I fornu, bresku lagamáli var orðið notað sem heiti á hópi manna sem var að- skilinn frá öðrum, til dæmis kviðdómur eða hópur manna sem hafði verið dreginn fyrir dóm. Samstæða Um svipað leyti var spurt hvaða íslenskt heiti væri notað í stað panel þegar verið er að vísa í tiltekinn flokk rannsókna eða efna sem notuð eru við rann- sóknir. Parna má nota orðið samstæða eða sett. Pað síðarnefnda er að finna í íslenskri orðabók Eddu og hefur því náð viðurkenningu í íslensku máli: 1. samstœða afe-u, 2. lota, törn. Gaman væri að fá fregnir af öðrum lausnum sem fram hafa komið. Disease cluster Frá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins barst fyrirspurn um íslenskt heiti fyrir hugtakið disease cluster. Um er að ræða óvenjulega mörg tilfelli af sama sjúkdómi á sama stað og sama tíma. Enska nafnorðið cluster merkir samkvæmt Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs: 1. klasi. 2. þyrping. Hin mikla alfræðiorðabók Websters geymir sambærilegar lýsingar: 1. fjöldi hluta af sömu tegund, sem va.xa eða haldast saman. 2. hópur nálœgra hluta eða einstaklinga. Samheitaorðabók Svavars Sigmundssonar birtir aðeins nafnorðin köngull og þyrping sem samheiti fyrir klasi, en öllu fleiri fyrir þyrping: fjöldi, hjörð, hnappur, hópur, hvirfing, klasi, safn, stóð, sveimur, torfa, kös, þröng, þvaga, samhlaup, samsafn. Undirritaður stakk upp á heitinu sjúkdómaklasi. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2007/93 239

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.