Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 76
SÉRLYFJATEXTAR / TILKYNNING
m
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
SÉRFRÆÐINGUR Á
MYNDGREININGARDEILD
Staða sérfræðings á myndgreiningardeild FSA er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu með vaktaskyldu og
þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta. Umsækjendur skulu hafa lækningaleyfi á íslandi og fullgild réttindi í myndgreiningu
(röntgen/geislagreiningu).
Næsti yfirmaður er forstöðulæknir myndgreiningardeildar.
Myndgreiningardeild veitir fjölþætta þjónustu og nær þjónustusvæðið til Norður- og Austurlands. Auk almennra
röntgentækja eru á deildinni tölvusneiðmyndatæki (CT) og nýtt segulómtæki (MR). Þá eru gerðar ísótóparannsóknir,
brjóstamyndatökur (hópskoðanir), beinþéttnimælingar og ómskoðanir á deildinni. Deildin er algjörlega stafræn (filmu-
og pappírslaus).
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2007 og staðan veitist frá 1. apríl 2007 eða eftir samkomulagi.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands.
Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Orri Einarssonar, forstöðulæknir, í síma 4630100 eða 8600528 og tölvupósti
orrie@fsa.is
í umsóknum skal gerð grein fyrir náms- og starfsferli, rit-, kennslu- og stjórnunarstörfum svo og sérstökum áhugasvið-
um faglegs efnis.
Umsóknum skal skilað í tvíriti á þar til gerðum eyðublöðum, www.heilbrigdisraduneyti.is/media/Starfsrettindi_laekna/
Umsokn_laekningaleyfi.doc auk fylgiskjala, til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækninga, Eyrarlandsvegi,
600 Akureyri.
Öllum umsóknum verður svarað.
248 Læknablaðið 2007/93