Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR
Ólafur
Baldursson
olafbald@landspitali. is
Ólafur Baldursson
lungnalæknir
lektor lyfjafræðideild HÍ,
aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
lækninga
Landspítala,
Eiríksgötu 5,
101 Reykjavík.
Medical Education -
up to date?
Ólafur Baldursson MD,
PhD
Internist/Pulmonologist
Associate Chief Medical
Executive
Landspitali University
Hospital
Eiríksgata 5
101 Reykjavik
Menntun lækna -
í takt við tímann?
Lengi frameftir síðustu öld var nám við lækna-
deild Háskóla Islands viðamesti þátturinn í
menntun lækna. Með tímanum færðist í vöxt að
læknar sæktu viðbótarnámskeið í útlöndum en
smám saman kusu fleiri ungir læknar að stunda
formlegt framhaldsnám erlendis og þar kom
að slíkt var talið nauðsynlegt. Nú er svo komið
að sumir læknar verja sjö til níu árum til fram-
haldsnáms sem er mun viðameira en hið sex ára
grunnnám í læknadeild. Athygli vekur að þessi
þróun spratt úr grasrótinni hjá læknum sjálfum
án afskipta yfirvalda. Enn í dag gætir misræmis
þar sem þjálfun og sérhæfing lækna hefur vaxið
hraðar en lagabálkar sem ætlað er að fjalla um
hana. Þó svo að krafturinn í útrás lækna til náms
sé mjög verðmætur hafa menn með tímanum
gert sér grein fyrir því að erlendar stofnanir eru
misjafnlega í stakk búnar til að mennta og þjálfa
lækna. Með heimkomu sífellt fleiri lækna úr námi
berast straumar og stefnur sem við getum nýtt
okkur hér heima. Kjark og sjálfstæði þarf til þess
að spyrja hvers konar menntun og þjálfun sé eft-
irsóknarverð á hverjum tíma og taka þátt í að
móta hana í stað þess að vera aðeins þiggjendur.
Þó svo að læknisstarfið og menntunin séu, og
eigi að vera sígild, munu fræðin og beiting þeirra
halda áfram að breytast. Það er því ráðlegt að end-
urskoða menntastefnu lækna reglulega, allt frá
grunnmenntun til símenntunar. Slík endurskoðun
hefur nýlega farið fram á námsskrá læknadeildar
en samtímis er unnið að þróun framhaldsnáms á
Landspítala og í heilsugæslunni.
Breytingar á námsskrá læknadeildar hafa kost-
að fyrirhöfn kennara og nemenda en vel hefur tek-
ist til undir forystu Kristjáns Erlendssonar. í viðtali
hér í blaðinu rekur Kristján merkar nýjungar í
náminu svo sem vandamiðaða nálgun, kennslu
í fagmennsku, stjómun, úttekt erlendra stofnana
og bandarískt próf við útskrift. Erlendar úttektir
og próf eru verðmætar aðferðir til þess að meta
styrkleika og veikleika námsins og vísa veginn til
umbóta. Þannig fara saman kröfur um mikla fag-
lega þekkingu og ítrustu fagmennsku hvað varðar
samskipti, vinnuskil og framkomu við sjúklinga
og aðstandendur. Þetta er góð þróun en ekki má
gleyma að umbætur sem þessar krefjast aukinnar
vinnu starfsmanna læknadeildar, nemenda og
lækna á Landspítala. Taka þarf tillit til þessarar
framþróunar við allt skipulag og rekstraráætlanir.
Viðtöl við aðra framámenn í kennslumálum hér í
blaðinu eru einnig athyglisverð og minna okkur á
mikilvægi kennslu í samskiptafræði, viðtalstækni
og klínískri færni. Við erum minnt á að vinnutíma-
tilskipanir kalli á nýtt skipulag framhaldsnáms
en þetta er vel þekkt vandamál víða erlendis og
hefur hvergi verið leyst með fullkomnum hætti.
I Bretlandi hefur verið bent á að sé vinnutímatil-
skipunum fylgt til hins ítrasta muni taka 15 ár fyrir
æðaskurðlækni að ná sérfræðingshæfni. Ýmsar
lausnir eru til umræðu svo sem að efla þjálfun í
hermi- eða fæmibúðum og tímabundinn aðskiln-
aður náms og vinnuráðningar.
í fyrrgreindu viðtali bendir Kristján á lyk-
ilhlutverk Landspítala í menntun lækna. Hafa ber
hugfast að mun fleiri sérfræðingar í læknisfræði
starfa á Landspítala en hjá læknadeild og þar er
endurnýjun lækna með nýjustu þekkingu mun
hraðari. Þróirn akademískra nafnbóta fyrir starfs-
mertn Landspítala er skref í rétta átt en stíga ætti
skrefið til fulls og opna læknadeild meira fyrir
læknum sem bera slíka nafnbót. Þetta skyti styrk-
um stoðum undir metnaðarfulla vísindastefnu HÍ
og Landspítala og fjölgaði leiðbeinendum fyrir
meistara- og doktorsnema. Landspítali nýtur þess
einnig að eiga samvinnu við aðra háskóla hérlend-
is og erlendis en slíkt samstarf færist í vöxt.
Framundan eru verðug verkefni og ýmsum
spurningum er ósvarað. Er raunhæft að ætla aðeins
sex ár til læknanáms með vaxandi kröfum á öllum
sviðum? Kæmi til greina að gefa kost á mismun-
andi námsleiðum, til dæmis „klínískri leið" (MD)
og lengri „vísindalegri leið" (MD, PhD)? Einnig
þarf að fjalla um kostnað við menntun lækna og
tengja þá umræðu stefnumótun yfirvalda um
mannafla. Hér þarf þó að stíga varlega til jarðar
og hlífa grasrótinni því að úr henni hefur sérfræði-
kunnátta íslendinga í læknisfræði sprottið með
frelsi til athafna. Fagna ber opinberri fjármögnun
náms í heimilislæknisfræði sem opnar möguleika
annarra greina til hins sama. Þrátt fyrir framfarir í
grunnnámi og framhaldsnámi hefur lítið borið á
skipulagi símenntunar. Fræðsludagskrár lækna-
deildar, Landspítala og læknafélaganna sýna að
mikil símenntun býðst en skipulega skráningu
vantar.
Nú glittir í nýjan háskólaspítala með tilheyr-
andi endurskoðun á verklagi. Brýnt er að nýta þau
tímamót til að tryggja að menntun lækna verði í
stöðugri endurskoðun - í takt við tímann.
LÆKNAblaðiö 2008/94 361