Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 12

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 12
FRÆÐIGREINAR RISTILBÓLGA Mynd 1. Bandvefsristilbólga (CC). Hvíta örin bendir á verulega pykknað lag kollagens undir yfirborðsþekju slímhúðar. Svarta örin sýnir hrörnaða yfirborðsþekju sem losnað hefurfrá undirliggjandi vef. (Stækkun er x300) merki væru notuð til greiningar (13). Fyrrgreind rannsókn náði yfir alla sem greindust með MC yfir fimm ára tímabil, frá 1995-1999. í rannsókn- inni greindust 125 manns með MC, þar af 71 með CC og 54 með LC. Meðaltalsnýgengi CC var 5.2 og LC 4.0 á hverja 100.000 íbúa á ári. Þetta er eina rannsóknin á smásærri ristilbólgu svo vitað sé sem tekur til heillar þjóðar. Báðir sjúkdómarnir eru algengari í konum en körlum. CC hefur mælst allt að 15 sinnum algeng- ari í konum en körlum en að meðaltali er hann um 4-5 sinnum algengari (2). Minni kynjamunur er í LC og hafa sumar rannsóknir ekki sýnt fram á neinn kynjamun. Að meðaltali er LC þó um 2-3 sinnum algengari í konum en körlum (14). Algengi beggja sjúkdóma eykst með hækkandi aldri. Meðalaldur sjúkdómanna tveggja er í flest- um rannsóknum milli 60-70 ár (2). í íslensku rann- sókninni var meðalaldur fyrir CC 66 ár og fyrir LC 69 ár, en það er heldur hærri aldur en aðrar rann- sóknir hafa sýnt. Báðir sjúkdómar hafa greinst í börnum en það er þó afar sjaldgæft (15). tvo tiltölulega nýja sjúkdóma (CC og LC) sem eru ein algengasta ástæða langvinns niðurgangs, sér- staklega meðal eldra fólks. Faraldsfræði Smásæ ristilbólga var áður sjaldgæf en er nú allalgeng orsök langvinns niðurgangs, ekki síst hjá eldra fólki, einkum á Vesturlöndum. Hún er talin orsaka á bilinu 4-13% langvinns niðurgangs en hlutfallslegt algengi hennar er mun hærra meðal eldra fólks (2). Nýgengi CC og LC hefur farið mjög hækkandi á síðustu árum eins og sést vel í faralds- fræðilegum rannsóknum frá Örebro í Svíþjóð og Olmstead-sýslu í Minnesóta þar sem nýgengið hefur verið kannað reglulega frá árunum 1984-85 þar til nú (11). Hækkaði nýgengi LC í Olmstead- sýslu úr 0,5 á hverja 100.000 íbúa á ári á tímabilinu 1985-88 upp í 12,9 á tímabilinu 1997-2001 sem er hæsta nýgengi sem hefur verið birt (12). I Svíþjóð jókst nýgengi CC frá 0,8 á hverja 100.000 íbúa á ári tímabilið 1984-1988 í 6,1 tímabilið 1996-1998 (1, 4). Nýgengi MC mælist í sumum löndum nú hærra en nýgengi sáraristilbólgu og Crohns sjúkdóms (1, 11). En eins og með marga aðra sjúkdóma er óvíst hvort um raunverulega aukningu nýgengis sé að ræða eða aukna vitund um sjúkdóminn og betri greiningu. Ekki eru til miklar heimildir um faraldsfræði MC þegar kemur að heilum þjóðum en rannsókn sem gerð var á íslandi og náði til alls landsins sýndi nýgengi sem er með því hæsta sem mælst hefur, þrátt fyrir að ströng meinafræðileg skil- Meinafræði Greining á smásærri ristilbólgu byggir á útliti sýna frá ristilslímhúð við smásjárskoðun (2), enda er meðal skilgreiningaratriða bæði bandvefsristil- bólgu og eitilfrumuristilbólgu að slímhúð ristilsins sé innan eðlilegra marka þegar hún er skoðuð með berum augum eða í gegnum speglunartæki. Smásjárgreining bandvefsristilbólgu (mynd 1) byggist á því að veruleg þykknun komi fram á grunnhimnu (basement membrane) svæði undir yfirborðsþekju slímhúðar. Þannig kemur fram bandvefsþykknun (kollagen-útfellingar) á grunn- himnusvæði sem nemur að minnsta kosti 10 mic- rona þykkt, en í sumum tilvikum er skilgreiningin miðuð við 15 microna þykkt. Jafnframt hefur fjölg- að bólgufrumum í eiginþynnu slímhúðar, einkum eitilfrumum og plasmafrumum. Yfirborðsþekja slímhúðar getur verið innan eðlilegra marka en gjarnan koma fram hrörnunarbreytingar í yfir- borðsþekju með losi þekju frá undirliggjandi eig- inþynnu eða grunnhimnu og byrjandi yfirborðs sármyndun (16-18). Smásjárgreining eitilfrumuristilbólgu (mynd 2) byggir að hluta til á svipuðu útliti og sést í bandvefsristilbólgu. Þar kemur fram aukning bólgufrumna í eiginþynnu, einkum eitilfrumna og plasmafrumna en minna af kleyfkirndum bólgu- frumum. Einnig er gjaman til staðar hrörnim á yfirborðsþekju og jafnvel losnar yfirborðsþekjan frá undirliggjandi eiginþynnu slímhúðar. Hins vegar sést ekki þykknun á grunnhimnu slímhúðar undir yfirborðsþekju á sama hátt og í bandvefs- 364 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.