Læknablaðið - 15.05.2008, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR
RISTILBÓLGA
mótefni gegn Yersinia voru algengari en í viðmið-
unarhóp (31-32). Einnig hafa verið sett fram tengsl
milli Clostridium difficile og Campylobacter jejuni
og CC (33-36). Algengast er þó að hægðaræktanir
séu neikvæðar hjá sjúklingum með MC og er því
orsakasamhengið við ofannefndar bakteríur
óljóst.
Gallsaltavan-frásog
Algengt er að gallsaltavan-frásog sé meðfylgjandi
smásærri ristilbólgu og geri einkennin verri fyrir
vikið. Gallsaltavan-frásog hefur fundist hjá á milli
27-44% sjúklinga með CC og hjá 9-60% sjúklinga
með LC (37-38). Breytingar sjást í lokahluta
dausgarnar (ileum) sem geta útskýrt gallsalta-
van-frásogið (38-40). Einnig hafa rannsóknir með
svokölluðu SeHCAT prófi sýnt fram á gallsalta-
van-frásog (38, 41). Til að styðja þessa kenningu
enn frekar hefur meðferð með gallbindandi lyfjum
á borð við cholestýramín verið sérstaklega virk
fyrir þá sem hafa gallsaltavan-frásog en athygl-
isvert er að hún hefur einnig gagnast vel fyrir
þá sjúklinga sem ekki hafa frásogsvandamálið,
sem gæti skýrst af bindingu þess við óæskilega
holrúmsþætti, samanber að ofan.
Áhriflyfja
Talsvert af rannsóknum, sérstaklega tilfellarann-
sóknum (case studies), hafa sett fram hugmyndir
um orsakasamhengi milli ýmissa lyfja og MC.
Til að reyna að nálgast viðfangsefnið nánar hafa
Beaugerie og Pardi sett fram matskerfi til að meta
áhrifin (42). Með aðferð sinni töldu þeir sig kom-
ast að því að um 17 lyf hefðu sterk eða meðalsterk
tengsl við smásæja ristilbólgu. Þau lyf sem þeir
töldu hafa sterk tengsl voru: akarbósi, aspirín,
lanzaprazól, bólgueyðandi gigtarlyf, ranitidín,
sertralín og ticlídópín. Þau sem höfðu meðalsterk
tengsl voru karbamazepín, flútamíl, lísínópríl,
levódópa, oxetórón, paroxetín, simvastatín, tar-
dýferón, og vinbúrnín (42).
Sérstaklega hefur verið haldið fram tengslum
við bólgueyðandi gigtarlyfjaflokkinn (43-48).
Rannsóknir hafa getað sýnt fram á að til muna
dragi úr einkennum við það að hætta inntöku
lyfjanna og jafnvel hefur verið sýnt fram á að
meinafræðibreytingar minnki (43, 49-50). Einnig
hafa rannsóknir sýnt fram á versnun einkenna
þegar inntaka gigtarlyfjanna er hafin að nýju (51).
Ekki hafa þó allar rannsóknir getað sýnt fram á
þessi tengsl og í íslenskri rannsókn er bíður birt-
ingar var ekki um bein tengsl á milli gigtarlyfja-
inntöku og einkenna MC (22, 52). Að vissu leyti
gerir það túlkun rannsókna erfiða að sjúklingar
með smásæja ristilbólgu hafa gjaman liðverki af
ýmsum orsökum og þurfa því á gigtarlyfjum að
halda.
Nitric oxíð (NO)
Nitric oxíð er aukið til muna í ristilslímhúð
sjúklinga með smásæja ristilbólgu. Orsakast það
af fjölgun á nitrít oxíð synthetasa (iNOS) í ristil-
slímhúðinni (53-55). Magn NO í ristlinum hefur
reynst í réttu hlutfalli við meinafræðilegar breyt-
ingar og alvarleika einkenna (53). Óvíst er þó
hvort NO sé skaðvaldur eða endurspegli aðeins
sjúkdómsvirknina.
Tengsl við aðra sjúkdóma
Glúteinsjúkdómur
Ymsir höfundar hafa haldið fram tengslum milli
MC og glútein (Celiac) sjúkdóms (56-57). Um
10% sjúklinga með MC hafa glúteinsjúkdóm og
um 25% sjúklinga með glúteinsjúkdóm hafa MC.
Vegna þessa telja ýmsir að rétt sé að rannsaka
alla nýgreinda sjúklinga með MC með tilliti til
glúteinóþols. Þessu til stuðning hefur allt að þriðj-
ungur sjúklinga með glúteinóþol meinafræðilegar
breytingar sem gætu samrýmst smásærri rist-
ilbólgu (2). Því verður að hafa smásæjar ristilbólg-
ur í huga hjá sjúklingum með glúteinóþol einkum
þeim sem ekki svara glúteinsnauðu fæði. Til þess
að flækja málið enn frekar mælast ekki antigliadin,
antiendomysial og anti-tissue transglutaminase
mótefni í marktækt auknum mæli hjá sjúkling-
um með MC í samanburði við almennt þýði
(58-60). Því eru tengsl þessara sjúkdóma nokkuð
umdeild.
Sjálfsofnæmissjúkdómur
Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort
smásæ ristilbólga geti verið sjálfsofnæmissjúkdóm-
ur þar sem sjúklingarnir hafa sjúkdóma á borð við
skjaldkirtilssjúkdóma, glúteinóþol, sykursýki, ikt-
sýki, astma og ofnæmi oftar en búast mætti við (11,
61-63). Þessu til stuðnings hefur verið sýnt fram á
að sjálfsmótefni mælast í allt að 40-50% sjúklinga
þótt þau séu ósértæk. Gigtarþáttur (rheumatoid
factor), antinuclear, antimitochondrial og ANCA
mælast öll heldur oftar hjá þessum sjúklingum en
samanburðarhópi. Sjálfsmótefni eru þó algengari í
CC (53%) en í LC (26%) (63-64). Smásæ ristilbólga
er líkt og sjálfsofnæmissjúkdómar yfirleitt algeng-
ari í konum. Auk þessa eru frásagnir um hjöðnun
sjúkdóms á meðgöngu sem gæti stutt sjálfsofnæm-
istilgátuna enn frekar.
Hér hafa verið tíundaðar nokkrar kenningar
366 LÆKNAblaðið 2008/94