Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 19

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 19
_______FRÆÐIGREINAR BANDVEFSSJÚKDÓMAR Tengsl magnakerfis við algenga bandvefssjúkdóma - yfirlit Ágrip Guðmundur Jóhann Arason ónæmisfræðingur Lykilorð: magnakerfi, bólga, fléttusjúkdómar. Sterk tengsl hafa greinst milli magnakerfis og algengra bandvefssjúkdóma, svo sem rauðra úlfa og Henoch Schönlein Purpura. Þetta hefur leitt til hugmynda um að galli í virkni magnakerfis geti átt þátt í meinferli slíkra sjúkdóma, og er þá einkum litið til hlutverks kerfisins í eyðingu mót- efnafléttna. Til að varpa Ijósi á málið var þróað próf sem mælir getu blóðvökva til að halda mót- efnafléttum í lausn. Þessu prófi hefur verið beitt á ýmsa hópa íslenskra sjúklinga og reyndist gölluð meðhöndlun mótefnafléttna algeng í rauðum úlfum og herslismeini. Vantjáð afurð C4A-gens (C4A*Q0) nægir ekki til að skýra þennan galla því hann finnst ekki í sjúklingum með sykursýki, glútenóþol eða skjaldkirtilssjúkdóm, þrátt fyrir háa tíðni C4A“Q0 í þessum hópum. Gallinn hefur á hinn bóginn sterka fylgni við hækkuð mótefni gegn Clq. Frekari rannsókna er þörf til að skera úr um hvort mótefni gegn Clq geti átt þátt í meinþró- un sjúkdómsins. Inngangur Magnakerfið (complement) er einn af homstein- um vamarkerfis mannsins (1). Sameindir þess hvarfast hver við aðra í nærvem sýkla og mynda afurðir sem stuðla að útrýmingu sýklanna með áhrifum sínum á æðar og mastfrumur (bólguáhrif) og á átfrumustarfsemi (áthúðun sýkla, efnatog, tjáning viðloðunarsameinda á æðaþeli). Sameindir kerfisins geta líka borað gat á frumuhimnu sýkils- ins og sprengt hann beint, án hjálpar frá frumum varnarkerfisins. Áhrif kerfisins voru lengi talin tengjast sýkla- drápi einvörðungu, en síðar kom í ljós að kerfið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að halda mót- efnafléttum í lausn og stuðla að eyðingu þeirra í lifur. Þegar mótefni bindast lítilli sameind eða ónæmisvaka er yfirleitt talað um mótefnafléttu (immune complex). Slík flétta er í eðli sínu leysan- leg í líkamsvökvum. En mótefni hafa yfirleitt tvö eða fleiri bindiset, og sama gildir um mótefnavaka, og með víðtækri krossbindingu getur myndast löng og jafnvel greinótt keðja eða grind, þar sem skiptast á mótefni og mótefnavakar. Magnakerfið hindrar þetta með því að bindast inn í grindina og breyta bindieiginleikum mótefna (2). Fléttur haldast þá litlar og leysanlegar og samanstanda líklega oftast af einum mótefnavaka og einu mót- efni, auk Clq, C4, C2 og C3 úr magnakerfi (3). Hægt er að ræsa magnakerfið eftir þrem leið- um, langferli, lektínferli eða stuttferli (1). Það sem fyrst vísaði á mikilvægi magnakerfis í eyðingu mótefnafléttna voru athuganir á einstaklingum með algeran skort á einni af sameindum langferlis (Cl, C4, C2). Skortur á fyrstu þáttunum (Cl, C4) tengist gigtsjúkdómi (rauðum úlfum eða áþekk- um einkennum) í 56 af 70 einstaklingum sem greinst hafa með slíkan galla (4), og sama gildir um þriðjung þeirra fjölmörgu sem skortir C2 (5). Sterkar vísbendingar eru um að magnaþátturinn fB geti komið í stað C2 þegar síðari sameindin er ENGLISH SUMMARY Ónæmisfræðideild, Landspítala Hringbraut Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðmundur Jóhann Arason, ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík garason@lsh.is Arason GJ The association of complement with common connective tissue diseases - a review A strong association has been found between complement and common connective tissue diseases, such as systemic lupus erythema and Henoch Schoenlein Purpura. This has led to the notion that the pathogenesis of such diseases may involve a defect in the safe disposal of immune complexes, which is mediated by complement. To bring further light on this subject, a sensitive assay was developed to measure the ability of serum to prevent immune precipitation. This assay was then employed to study various lcelandic patient groups, and a defect in this function of complement was found to be common in patients with systemic lupus erythematosus and systemic sclerosis. Partial deficiency in complement C4A (C4A*Q0) can not account for this defect, as it was not observed in patients with diabetes, gluten- sensitive enteropathy or autoimmune thyroiditis, in which C4A‘Q0 is common. The defect is strongly correlated with anti-C1 q antibodies. Further studies are needed to test the possible role of anti-C1q antibodies in the pathogenesis of immune complex disease. Key words: complement, inflammation, immune complex disease. Correspondence: Guðmundur Jóhann Arason, garasontjlsh.is LÆKNAblaðið 2008/94 371

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.