Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 31

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 31
_______FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Halla Viðarsdóttir1 unglæknir Runólfur Pálsson23 nýrnalæknir Tómas Guðbjartsson1-3 brjóstholsskurðlæknir Sjötugur karlmaður með tveggja ára sögu um blöðruhálskirtilskrabbamein leitar á bráðamót- töku Landspítala vegna nokkurra daga sögu um sérkennilegan lit á þvagleggspoka. Frá greiningu krabbameinsins hefur hann verið með þvaglegg vegna þrengsla í blöðruhálsi. Á mynd 1 sést þvag- leggspoki mannsins við komu á bráðamóttöku og eru pokinn og slangan sem við hann er tengd greinilega fjólublá að lit. Að öðru leyti hefur hann verið einkennalaus og hefur neytt hefðbundinnar fæðu. Lyf sem hann hefur tekið undanfarið eru atenólól, nífedipín, rabeprazól, metóklópramíð, parasetamól og tramadól. Blóðrannsóknir sýna eðlilegan blóðhag, elektrólýta og kreatínín og vægt hækkað CRP (17 mg/L). Þvagrannsókn leiðir í ljós pH 6,5,1+ prótein, 3+ blóð og 2+ hvít- kornaesterasa og við smásjárskoðun sjást 50-100 rauð blóðkom, 25-50 hvít blóðkom og talsvert af bakteríum. Frá þvagi ræktast Morganella morganii og kóagulasa-neikvæður stafýlókokkur í miklum mæli og lítið magn af corynebacterium. Hver er sjúkdómsgreiningin og helstu mismuna- greiningar? Case of the month; purple urine bag syndrome (PUBS) ’Skurðlækningasviö og 2lyflækningasvið Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands Bréfaskipti: Halla Viðarsdóttir, skurðlækningasviði Landspítala hallavi@landspitali. is Mynd 1. Þvagleggspoki sjúklings. LÆKNAblaðið 2008/94 383

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.