Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 38

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 38
UMRÆÐUR O G FRETTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA Hátækni með mikla snertingu „Nám í læknisfræði á íslandi hefur á undanförnum áratugum þróast úr því að vera embættismannaskóli sem útskrifaði lækna yfir í að vera nám í læknavísindum á það breiðum grundvelli að við lok kandídats- prófs búi læknakandídatinn yfir nýjustu þekkingu í læknisfræði, hafi tileinkað sér fagmannlega afstöðu til starfs síns og sjúklinga sinna og hafi öðlast færni til að hagnýta þekkingu sína til hagsbóta fyrir skjól- stæðinga sína. Þeir skulu geta tekist á við frekari þjálfun sem læknar og/eða vísindamenn með skipulagðri leiðbeiningu og eftirliti og hafa ekki glatað neinum möguleikum hvað varðar val á framhaldsnámi," segir Kristján Erlendsson, formaður kennsluráðs læknadeildar HI, um grunnnám í læknisfræði en fyrstu kandídatar, sem frá upphafi náms síns hafa numið eftir hinni nýju kennsluskrá sem tók gildi árið 2002, útskrifast í vor. Kristján gegnir jafnframt stöðu framkvæmda- stjóra sviðs kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala og hefur því góða sýn yfir alla þætti læknanámsins. Hávar Sigurjónsson Kristján segir að við endurskoðun kennsluskrár- innar hafi verið litið til margra þátta en bendir sérstaklega á aukna áherslu sem lögð er á kennslu í samskiptafræði og fagmennsku. „Menn eru almennt sammála um að það þurfi að leggja aukna áherslu á að kenna læknum fagmertnsku. Inn í það tengist samskiptafræðin en strax á 1. ári er byrjað að kenna nemendum almenn samskipti og þegar komið er á annað ár er kennt hvernig nýta megi þessa færni til að ná trúnaðarsambandi við skjólstæðinga með það að markmiði að safna saman upplýsingum og búa til sjúkraskrá. Þær upplýsingar eru einnig nothæfar til rannsókna þannig að á 3. ári eru nemendur tilbúnir til að takast á við nokkuð viðamikið rannsóknarverk- efni. Rannsóknarverkefni 3. árs nema hafa vaxið að umfangi og orðið æ vandaðri og nú á seinni árum hafa mörg þeirra verið birt og kynnt bæði hér heima og erlendis og vakið verðskuldaða athygli." Hvaðfelst ígóðrifagmennsku? „Fyrir utan klínísk vinnubrögð þá er í fyrsta lagi grundvallaratriði eins og heiðarleiki og ráð- vendni í hvívetna, ekki síst í samskiptum við sjúklinga en einnig í samskiptum lækna á milli og um þetta er til orðið talsvert mikið lesefni sem við notum okkur. Það má benda á grein landlæknis, Góðir starfshættir lækna. Læknisstarfið hefur í rauninni verið að taka miklum breytingum og sér- staklega inni á sjúkrahúsum þar sem teymisvinna heilbrigðisstarfsfólks verður æ mikilvægari. Þar skiptir miklu máli að læknirinn hafi tileinkað sér hæfni til góðra og faglegra samskipta. Allstaðar í kringum okkur er verið að tala um þetta, kenna þetta og prófa í þessu og jafnvel refsa fyrir ef nemendur standa sig ekki á þessu sviði. Við höfum einnig tekið þetta inn í inntökuprófið í læknadeildina en 10% af prófinu fjallar um sið- fræði og siðferðileg vandamál sem nemandinn á að tjá sig um. Þar er ekkert endilega eitt rangt eða rétt svar en þetta gefur góða hugmynd um hver afstaða nemandans er til slíkra hluta." Kristján segir að læknadeild njóti þess bæði og líði fyrir hversu lítil hún er. „Hún er lítil sam- anborið við hina stóru læknaskóla út í heimi og þetta setur okkur í ákveðinn vanda við að meta gæði þeirra breytinga sem við erum að innleiða. Svigrúmið til vísindalegra rannsókna á gæðum námsins er takmarkað. Á hinn bóginn er nándin milli kennara og nemenda meiri en tíðkast víða erlendis og þetta gefur okkur tækfæri til að ein- staklingsmiða námið og fylgjast með hverjum og einum nemanda. Það er ótvíræður kostur. Við teljum að það hafi orðið mjög jákvæð brey ting við að leggja niður numerus clausus og taka upp inn- tökupróf í deildina." Tölvulíkön, brúður og leikarar Þegar Kristján er beðinn að nefna fleiri nýjungar og breytingar sem orðið hafa á kennsluskránni stendur ekki á svörunum. 390 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.