Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 41

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 41
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA leitt okkur í þeim efnum. Það er ávallt nokkrum vandkvæðum bundið að kenna læknanemum stjómun. Fyrir það fyrsta hafa þeir takmarkaðan áhuga á stjómun á þessu stigi þar sem þeir eru ekkert famir að stjóma sjálfir og hugur þeirra flestra beinist að öðru. Við höfum því notað þetta tækifæri til að upplýsa þá um kerfið sem þeir vinna í á spítölunum, til að fara yfir lyfjafyrirmæli og þverfaglega samvinnu. Kosturinn við þetta er svo ótvírætt sá að það er sama fólkið sem kennir þetta í læknadeild og sem tekur á móti kandídötum hér á Landspítala. Við höfum því notað tækifærið og farið aftur yfir þessa sömu hluti og sérstaklega er þetta mikilvægt varðandi lyfjafyrirmælin sem verða að vera nákvæm og þurfa stöðugrar áminn- ingar og ítrekunar við." Frábær árangur íslenskra læknanema Á sjötta ári hefur nemendum nú í tvígang verið boðið upp á þriggja mánaða valtímabil þar sem þeir hafa í rauninni getað stundað nám í hverju því fagi eða grein sem þeir geta rökstutt að muni nýtast þeim í áframhaldandi námi eða starfi. „Þetta þarf alls ekki að tengjast læknisfræði og nemendur hafa farið yfir mjög víðan völl í vali sínu. Langflestir velja þó eitthvað sem snýr beint að náminu og þetta hefur gengið alveg glimr- andi vel undir stjórn Tómasar Guðbjartssonar og nemendur hafa verið að sækja læknaskóla og spítala víða um heim. Þá njótum við þess að kenn- arar okkar hafa persónuleg sambönd við marga af bestu skólum vestan hafs og austan eftir sérnám þar áður." Kristján kveðst óneitanlega stoltur af árangri nemenda læknadeildar og segir að mörg þeirra hafi fengið tilboð um starf og framhaldsnám eftir valtímann á 6. ári. „Það hefur einnig gerst að nem- endur á 3. ári sem unnið hafa rannsóknarverkefni erlendis hafa fengið tilboð. En þegar við skoðum hvert kandídatar fara í framhaldsnám héðan eru það nánast undantekningarlaust bestu stofn- anirnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Það segir okkur talsvert um hvar við stöndum í kennslunni. Þess má einnig geta að sem hluti af lokaprófum í maí í fyrra gengust 6. árs læknanemar í fyrsta sinn undir staðlað og þrautreynt bandarískt próf sem hannað er og lagt fram af National Board of Medical Examiners í Philadelphia. Próf þetta heit- ir Comprehensive Clinical Science Examination (CSE) og hefur árangur á því náið forspárgildi fyrir árangur á hinum klíniska hluta USMLE (United States Medical Licensing Examination step2) sem er hluti af því prófaferli sem ganga þarf í gegnum til að fá að stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum. Eftir sérstaka yfirferð með prófa- höldurum liggur fyrir að íslensku nemendurnir stóðu sig með afbrigðum vel og sums staðar betur en bandaríski samanburðarhópurinn sem prófið miðast við. Þannig fengu tveir nemendur 98 og tveir aðrir yfir 90 sem er afburða árangur. Þessi árangur gefur óræka vísbendingu um gæði þeirrar klínísku kennslu sem nemendumir hafa hlotið. Þar eiga langmestan hlut að máli starfsmenn Landspítala sem jafnframt eru kenn- arar læknadeildar, sem og sá mikli fjöldi annarra starfsmartna spítalans sem hafa komið með einum eða öðrum hætti að kennslu og handleiðslu þess- ara nemenda og sem skapað hafa það andrúmsloft kennslu og vísinda sem einkennir góðan háskóla- spítala. Þetta prófahald er nú komið til að vera/' segir Kristján. „Það er skref í átt að því að sækjast eftir mati utanaðkomandi aðila, þ.e. erlendra, á námi og kennslu í læknisfræði hérlendis og bera saman við viðurkennda staðla. Auk þess er um að ræða undirbúningsvinnu að formlegum erlendum viðurkenningum. í framhaldinu verður unnið að því að koma á sams konar mati á grunngreinum læknisfræðinnar með CBSE prófi (Comprehensive Basic Science Examination)." Sérfræðingar kenna sínar greinar Kristján segir að stúdentaskiptin séu hluti af því alþjóðlega samstarfi sem læknadeildin taki þátt í og grunnurinn að því sé rannsóknarstarf kennaranna, hinna starfandi vísindamartna og sérfræðinga, sem stundi kennslu, lækningar og rannsóknir jöfnum höndum og þá oft í samstarfi við erlenda vísindamenn og stofnanir. „Gæði kennslu haldast í hendur við hversu góða sér- fræðinga og vísindamenn úr læknastétt við höfum fengið til að sinna kennslunni við læknadeildina en því er ekki að neita að einmitt þess vegna þarf að skipuleggja kennsluskrána gríðarlega vel. Við röðum niður um 3000 fyrirlestrum á ári og það er fyrir utan verklega tíma sem fara að miklu leyti fram á spítölunum og heilsugæslustöðvunum. Við höfum valið þá leið að fá sérfræðingana til að kenna sína grein. Vissulega væri hægt að hugsa sér að lyflæknir á hvaða sérsviði sem er ætti að geta kennt allar greinar lyflækninga í grunnnámi lækn- isfræði en okkar skoðun er sú að klínísk reynsla á sérsviði og rannsóknarvirkni sé eftirsóknarverð við kennslu hverrar greinar. Við erum því með fjölmarga kennara í hlutastarfi og það er kostur en kallar á meira skipulag. Ef litið er inn á deild- arfund læknadeildar þar sem sitja ríflega 100 kennarar eru um 70 starfsmenn Landspítala svo þeirra þáttur er býsna stór. Einmitt þess vegna er mjög mikilvægt að samstarf læknadeildar og Landspítala sé mjög vel skilgreint og við vinnum LÆKNAblaðið 2008/94 393

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.