Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 47
var í rauninni algerlega undir hælirtn lagt hvort
nemarnir lærðu góð eða slæm samskipti af þeim
fyrirmyndum," segir Bryndís.
Samstarf víða um heim
Bryndís segir að þarna kvikni umræðan fyrir
alvöru um mikilvægi þess að leggja áherslu á
læknislistina í sinni víðtækustu merkingu. „Menn
fóru að skilja þarna á milli og talað var um lækna-
vísindin sem hluta af læknislistinni en ekki á hinn
veginn. Þegar þessi umræða er komin af stað er
því velt fyrir sér hvernig eigi að kenna þennan
þátt og það var mjög gaman að fá tækifæri til að
taka þátt í því mótunarstarfi hér við læknadeild
HI. Við vorum alls ekki ein á báti því kennarar
við læknaskóla á Norðurlöndum stóðu í sömu
sporum en árið 1997 hittust kennarar við norræna
læknaskóla í fyrsta sinn og stofnuð voru sam-
tökin Nordic Network for Education in Medical
Communication. Þessi samtök voru mjög virk
fyrstu árin og haldnir samráðsfundir reglulega,
en eftir því sem kennslan hefur mótast og fest í
sessi hefur þörfin minnkað, fundum fækkað og nú
hittumst við annað hvert ár og skiptumst á upp-
lýsingum."
Bryndís var formaður samtakanna árið 2003 og
segir að nú séu orðin til Evrópusamtök kennara á
þessu sviði og miklar upplýsingar og gagnkvæm
samskipti séu nú á milli læknaskóla bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum. Bryndís fór í rannsóknaleyfi
árið 1999 og kynnti sér kennslu í samskiptafræði
við læknaskóla í Portland í Bandaríkjunum og
kennslan við læknadeild HÍ hefur tekið mið af
bæði norrænni fyrirmynd og bandarískri. Hún
lýsir því þannig að í upphafi hafi kennslan verið
fólgin í örfáum kennslustundum á 2. ári læknis-
fræðinnar og þá eingöngu verið í fyrirlestraformi.
Færnimiðuð þjálfun
„Nú er kennsla í samskiptum læknis og sjúklings
orðið með stærri námskeiðum á fyrsta og öðru
námsári. Ahersla er lögð á færnimiðaða þjálfun í
litlum hópum. Námið byggist á umræðuhópum og
verkefnavinnu nemenda þar sem viðhorf til lækn-
isstarfsins og samskipti við sjúklinga eru rædd,
t.d. fagmennska, hvað þarf til að verða góður
læknir og leiðir til að ná árangri með læknisvið-
talinu svo eitthvað sé nefnt. Siðfræði og sálfræði
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
FRAMHALDSNÁM LÆKNA
er fléttað inn í umræðumar. Ræddar eru leiðir
til að ná þessum markmiðum og samskiptatækni
sem hefur sýnt sig að vera gagnleg í þeim tilgangi
þjálfuð. Til að byrja með æfa nemendur sig hvert
á öðru í stórum hópi. Seinna eru hóparnir minnk-
aðir, samtöl þeirra tekin upp á myndbönd. Þannig
vinna tveir til þrír nemendur með einum kennara.
Hver nemandi fær síðan persónulega handleiðslu
reynds læknis á heilsugæslustöðvum sem hann
fer reglulega til. Þar eru þjálfuð samskipti við
raunvemlega sjúklinga með hjálp myndbanda.
Auk færniþjálfunar í viðtölum er þjálfuð líkams-
skoðun. Þetta er þjálfað í færnibúðum fyrst, þar
sem þeir vinna saman fjögur í hóp með einum
kennara en seinna fá þeir persónulega handleiðslu
reynds læknis á heilsugæslustöð. Kunnátta nem-
enda í viðtalstækni og líkamsskoðun er prófuð
með stöðvaprófum í lok 2. árs þar sem aðaláhersl-
an er lögð á færnikunnáttu. Siðfræði og sálfræði er
prófuð munnlega.
Ný kennsluskrá tók gildi 2002 svo í vor eru
fyrstu nemendurnir að útskrifast sem lært hafa
samkvæmt henni frá upphafi. Það verður að
segjast að kennslustjórn læknadeildar undir for-
ystu Kristjáns Erlendssonar hefur sýnt mikla fram-
sýni og þor með því að gera róttækar breytingar
á kennsluskránni, m.a. að auka svo hlut þessarar
greinar irrnan námsins því reynslan frá löndunum
í kringum okkur hefur sýnt að erfiðlega gengur að
breyta kennsluskrám í gömlum rótgrónum lækna-
skólum í takt við nýjar hugmyndir um innihald og
kennsluaðferðir."
Bryndís segir að þrátt fyrir að námið í klínískri
færni og samskiptum læknis og sjúklings hafi
fengið aukið vægi þá sé enn óunnið talsvert starf
við að finna því réttan farveg innan læknanáms-
ins. Það sé í rauninni óheppilegt að setja þetta
allt á fyrsta og annað ár námsins þar sem þarfir
nemenda breytist og ýmislegt sem kennt er á
seinni árum læknanámsins kalli á nýja þætti þjálf-
unar og kumráttu í klínískri færni og samskiptum.
Samskipti þurfi að þjálfa samhliða kennslu í klín-
ískum fögum gegnum allt læknanámið. Það þurfi
að byggja ofan á grunnkunnáttuna sem nemendur
öðlast á fyrstu árunum, þjálfa sérhæfð samskipti
og gera auknar kröfur eftir því sem líður á námið.
Það sé markmið þessarar fræðigreinar að fá sam-
vinnu við allar klínískar fræðigreinar við að þjálfa
samskipti læknis og sjúklings.
LÆKNAblaðið 2008/94 399