Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 48

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 48
Auknar kröfur gerðar til samskiptahæfni lækna Engilbert Sigurðsson,yfirlæknir á geðsviði Landspítala og sviðsstjóri á Skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig auka þurfi kennslu í viðtalstækni og klínískri færni læknanema. Lovísa Björk Ólafsdóttir er læknanemi á 6. ári sem varði þriggja mánaða valtíma sínum á geðsviði til að öðlast aukna færni í viðtalstækni og hugrænni atferlismeðferð auk þess sem hún kynnti sér hvatningarviðtöl, göngudeildarvinnu og sat námskeið í siðfræði heilbrigðisvísinda í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Hávar Sigurjónsson „Þróunin í námi í grunnnámi læknisfræðinnar hefur verið þannig að tími til klínískrar þjálfunar hefur dregist saman þar sem áherslur hafa breyst. Aukinn tími gefst nú til að mynda til vísindaþjálf- unar, bæði á 12 vikna rannsóknatímabili á 3ja ári og aftur á 12 vikna valtímabili á 6. ári. Á sama tíma hefur þróunin verið í þá átt að sjúklingar og að- standendur gera auknar kröfur til samskiptahæfni lækna, enda eru vandamál tengd samskiptum við lækna algengasta ástæða þess að þeir eru kærðir samkvæmt mörgum rannsóknum," segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, sem jafnframt hefur gegnt starfi kennslustjóra í fram- haldsnámi í geðlækningum þar til nýverið að Páll Matthíasson tók við af honum. Engilbert segir að breytingar á vaktafyrir- komulagi og vinnutíma unglækna og kandídata í október 2005 hafi einnig haft í för með sér að við- vera þeirra á dagvinnutíma í klínísku sérnámi hafi á mörgum deildum minnkað um 25-40%. „Þetta er enginn smátími sem um er að ræða þótt segja megi að kandídatarnir séu betur vakandi þegar þeir eru á staðnum nú þegar sólarhringsvaktir eru aflagðar. Verst er þó að tíminn sem dettur út er alltaf á dagvinnutíma sem er einmitt tíminn þegar sérfræðingar eru til staðar og ætti að vera hægt að nýta til færniþjálfunar í klínískri nálgrrn. Það er einföld staðreynd að til að tökum á klínískum vinnubrögðum þarf tíma í beinni fæmiþjálfun. Við þurfum að spyrja okkur þeirrar grundvall- arspurningar hvaða fæmi, fagmennsku og víðsýni við viljum að læknar framtíðarinnar öðlist í námi sínu. Við þurfum síðan í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í grunnnáminu og á vinnutíma þeirra í sémámi að spyrja okkur hvernig við ætlum að ná þeim árangri sem stefnt er að í menntun læknanna okkar." Breytt nálgun er óhjákvæmileg Engilbert segir lykilatriði í klínískri þjálfun vera að gefa læknanemum tækifæri til að æfa sig. „Ná líkamlegri færni í ákveðnum aðgerðum og einn- ig að öðlast þjálfun og kunnáttu í viðtölum við sjúklinga, vita hvernig á að spyrja og hvemig á að hlusta. Þetta lærir fólk ekki með því að sitja undir fyrirlestrum um efnið. Það verður að fá tækifæri til að gera þetta sjálft. Þetta er einungis hægt með því að kenna einstaklingum og litlum hópum undir handleiðslu sérfræðinga og það krefst meiri tíma og annarrar nálgunar á seinni stigum námsins og hjá kandídötum og unglæknum en nú tíðkast. Það má reyndar nýta aðra sérfræðinga en lækna í þessu samhengi og ég nefni að við höfum átt mjög gott samstarf við sálfræðinga geðsviðsins um kennslu í hugrænni atferlismeðferð. Þarna þarf nýja nálgun sem kostar eflaust lítið eitt meiri pen- inga, aðallega breytta nálgun. Ég tel breytta nálg- un óhjákvæmilega ef við ætlum að mennta lækna sem standa undir þeim kröfum sem almenningur á íslandi gerir í vaxandi mæli til samskiptahæfni þeirra sem fagmanna." Vildi fá meiri þjálfun Lovísa Björk valdi að verja þriggja mánaða val- tíma sínum á 6. ári á undir handleiðslu sérfræð- inga geðsviðsins til að fá meiri þjálfun í viðtals- tækni við sjúklinga. Hún segist þó ekki hafa valið þessa leið vegna sérstaks áhuga á geðlækningum, heldur telji hún einfaldlega að þetta sé þjálfun sem komi sér vel í þeirri sérgrein sem hún muni á end- anum velja sér. „Ég vildi fá meiri þjálfun í viðtals- tækni og hugrænni atferlismeðferð og kynnast hvatningarviðtölum. Mér finnst að í náminu í læknadeildinni hafi ég öðlast góða þekkingu í að greina sjúkdóma og leggja til grunnmeðferð, en það hafi vantað upp á að sjá sjúklinginn líka, ekki bara sjúkdóminn, og ná með því meiri árangri í starfinu í framtíðinni. Ég sé fyrir mér að talsverður hluti af mínu starfi verði að fást við sjúklinga með alls kyns lífsstílssjúkdóma og þá er mikilvægt að hafa þjálfun í að leiðbeina þeim um að taka lyfin sín reglulega og stunda hreyfingu, breyta lífsstíl sínum, sem er eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við. Félagslega samhengið sem sjúklingurinn er í 400 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.