Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 49

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 49
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA Engilbert Sigurðsson, sviðsstjóri og yfirlæknir. Lovísa Björk Ólafsdóttir, læknanemi á 6. ári. skiptir svo miklu máli þegar kemur að lífs- stílsbreytingum og maður verður að átta sig á því ef árangur á að nást. Efnahagur, búseta, atvinna og menntun eru lykilþættir sem taka verður tillit til þegar læknirinn er að átta sig á því með hvaða hætti er best að haga samstarfi um meðferð við sjúkling- • _ // ínn. Samstarf við sjúklinginn Engilbert segir gott samstarf við sjúkling- inn vera lykilatriði og fyrir lækninn sé mikilvægt að hafa þá samskipta- og viðtalstækni á valdi sínu að geta beint sjúklingnum inn á réttar brautir. „Það hefur almennt lítinn tilgang að skipa sjúkling- num fyrir, hóta honum eða hræða hann. Fæstir kunna því vel að láta segja sér fyrir verkum. Hvatningarviðtöl byggjast á því að virkja sjúklinginn þar sem hann er stadd- ur og fá hann til að trúa því að hann geti breytt hlutunum þó farið sé rólega af stað. Hvatningarviðtöl eiga uppruna sinn í með- ferð sjúklinga með vímuefnavanda þar sem árangurinn byggist algjörlega á því að fá viðkomandi til að breyta atferli og viðhorf- um. Á síðustu 10-15 árum hafa menn svo áttað sig á því að þessi viðtalstækni gefst mjög vel í meðferð sjúklinga með lífsstíls- sjúkdóma." Engilbert segir að með breyttri kennslu- skrá í læknadeild hafi verið lögð aukin áhersla á kennslu í samskiptum og klín- ískri fæmi. „Samskiptanámið er mest hóp- kennsla á fyrsta og öðru ári læknanámsins er ágætt svo langt sem það nær en til að ná fullnægjandi árangri þyrfti að bæta við markvissri einstaklingsþjálfun og hóphand- leiðslu á seinni stigum læknanámsins og meðal unglækna. Það er eitt verkefna minna á Skrifstofu kennslu vísinda og þróunar og sem kennslustjóra grunnnámskeiðsins í geðlæknisfræði að vinna að umbótum á þessu sviði í samvinnu við kennslustjóra í öðrum klínískum greinum og kennsluráð læknadeildar HÍ." LÆKNAblaðið 2008/94 401

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.