Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 50

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 50
UMRÆÐUR 0 G SJÚKRASKRÁR F R É T T I R Óviðunandi ástand Umræður og undirbúningur að heildstæðri rafrænni sjúkraskrá hafa staðið árum saman. Skýrslur hafa verið skrifaðar, ráðstefnur haldnar og kerfi hafa verið sett upp en staðan í dag að áliti þeirra lækna sem Læknablaðið hefur rætt við er einfaldlega óviðunandi. „Erum allt að áratug á eftir í þróun þessara mála/' segir einn viðmælanda Læknablaðsins. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafræna sjúkraskrá liggur nú fyrir og má búast við að það verði lagt fram í haust. Aðgangur og skráning sjúkraupplýsinga um sjúklinga á helstu sjúkrastofnimum landsins er í ólestri. Rafræn kerfi í notkun í eru mörg og aðgangur á milli þeirra þunglamalegur en þó er ekki nema hluti upplýsinga á rafrænu formi því enn eru í mörgum tilfellum færðar skýrslur á pappír. Þetta eykur líkur á því að mikilvægar sjúkraupplýsingar um sjúklinga komist ekki til skila þegar ákvarðanir um meðferð eru teknar. Rafræn samskipti milli heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna eru lítil og aðgangur að sjúkrarskrárupplýsingum á milli þessara tveggja stærstu aðila í heilbrigðiskerfinu er mjög svo takmarkaður. Sjúkraskrárkerfið Saga sem verið hefur í þróun um nokkurra ára skeið hefur alls ekki staðið undir væntingum. í umræðu undanfarin misseri um rafræna sjúkraskrá og aðgang að upplýsingum um sjúklinga hefur persónuvernd skipað verðugan sess en að áliti þeirra sem Læknablaðið ræddi við hefur sú umræða tafið framgang málsins og spurt er hvort ekki sé mikilvægast að læknar hafi greiðan aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum þegar á þarf að halda. Frá því í fyrra hefur nefnd á vegum heilbrigðisráðherra unnið að samningu nýs frumvarps um rafræna sjúkraskrá og var jafnvel búist við að það yrði lagt fram á yfirstandandi þingi. Dögg Pálsdóttir er formaður nefndarirtnar og sagði hún í samtali við Læknablaðið að nefndin hefði lokið störfum og skilað af sér frumvarpinu til heilbrigðisráðherra fyrir tveimur vikum. Ólíklegt verður að telja að frumvarpið verið lagt fram í vor þar sem samkvæmt þingsköpum skulu stjórnarfrumvörp lögð fram fyrir 1. apríl. Líklegra verður að telja að frumvarpið verði lagt fram í haust. Hávar Sigurjónsson Birna Jótisdóttirformaður Læknafélags íslands. Trúnaður milli læknis og sjúklings „í umræðu um rafræna sjúkraskrá er mér umhug- að um að halda mig við grundvallaratriðin og það sem ég tel mikilvægast er að tryggja að aðgangur að upplýsingum í rafrænni sjúkraskrá sé takmark- aður við heilbrigðisstarfsmenn og hagsmunir sjúklinga ráði ferðinni," segir Bima Jónsdóttir formaður Læknafélags íslands. „Við læknar verðum að gera okkur grein fyrir því að endanlegar ákvarðanir um þetta eru ekki í okkar höndum, heldur stjórnmálamannanna, og ég ber ugg í brjósti um að stjómvöld myndu fá óviðráðanlega þörf til að valsa um með þessi gögn til að draga út úr þeim upplýsingar í nafni „hag-og heilbrigðisstjórnunar". Bæði læknar og sjúklingar verða að geta treyst því að sjúkraskráin sé trúnaðargagn á milli þeirra og engra annarra. Trúnaður lækna er fyrst og fremst við sjúklingana og við verðum að gæta að því að þeir sem selja sjúkraskrárkerfin og þeir sem kaupa þau eru hvorki læknar né sjúklingar heldur sölumenn og stjórnmálamenn. Ég hef orðið vitni að svo gegndarlausri sölumennsku á þessu sviði að mér hefur orðið um og ó, ekki síst vegna þess að sölumennskan gengur öll út á að stjóm- málamennirnir eiga að spara svo og svo mikið með því að kaupa þetta kerfið en ekki hitt. Þama verðum við sem fagmenn og gæslumertn trúnaðar við sjúklinga að gæta vel að okkur og láta ekki þyrla moldryki í augu okkar og missa sjónar á að- alatriðinu." Bima segir að grundvallarreglan eigi að vera sú að allar upplýsingar eigi að fara í sjúkraskrá og hún eigi að vera aðgengileg fagfólki í heilbrigð- isstéttum. Sjúklingur verði hins vegar að hafa rétt til að neita því að ákveðnar upplýsingar fari í sjúkraskrána. „Upplýsingar um geð- og kynheilsu eru við- kvæmar fyrir þorra fólks og því þarf að ganga mjög varlega um þær. Mín skoðun er engu að síður sú að til þess að rafræn sjúkraskrá nái til- gangi sínum þurfi hún að vera opin og aðgengileg læknum og öðm fagfólki í heilbrigðisþjónustunni. Engu að síður verður að virða ákvörðunarrétt sjúklingsins til að neita því að ákveðnar upplýs- ingar fari í sjúkraskrá. Flann verður að hafa fullan rétt til þess en hann þarf að hafa fmmkvæði að því," segir Birna Jónsdóttir. 402 LÆKNAblaöið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.