Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 52

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 52
UMRÆÐUR O G SJÚKRASKRÁR F R É T T I R Mikilvægt að hafa greiðan aðgang að upplýsingum Sigurður E. Sigurðsson yf- irlæknir gjörgæslu á FSA. „Fyrstu tölvumar voru teknar í notkun á heilsu- gæslustöðvunum uppúr 1970 þannig að biðin eftir rafrænni sjúkraskrá er orðin ansi löng," segir Sigurður E. Sigurðsson, yfirlæknir gjörgæsludeild- ar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. „Þetta mál lá þó í rauninni niðri þar til á 10. áratugnum að menn byrjuðu að safna hver í sínu horni upplýs- ingum í tölvur og voru orðnir meðvitaðir um kosti þess að hafa þessar upplýsingar rafrænar. Það er svo árið 2000, þegar heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið setur í gang vinnslu rafrænnar sjúkraskrár með Sögukerfinu að formlegur skriður kemst á þetta mál," segir Sigurður. „Valið á Sögukerfinu helgaðist í rauninni af þeirri einföldu staðreynd að ekkert annað kerfi var til staðar á þeim tíma sem talið var tilbúið til þessarar notkunar. Sögukerfið var að mörgu leyti lengra komið en önnur kerfi en ágallarnir voru einnig ýmsir og sérstaklega bentu sjúkrahús- læknar á að kerfið væri upphaflega hannað fyrir heilsugæsluna og það hefur allar götur síðan verið kerfinu nokkur fjötur um fót. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að í þetta verkefni hafa ekki verið settir nægilega miklir peningar til að þróa kerfið eins og þurft hefur. Það er hins vegar ekkert hlaup- ið að því að skipta um kerfi eins og sumir hafa kallað eftir og það tekur einhver ár þannig að hver sem þróunin verður munum við halda áfram með Sögukerfið í að minnsta kosti nokkur ár í viðbót." Sigurður nefnir tvennt sérstaklega sem gerir Sögukerfið óhentugt í notkun. „Inni á sjúkrahús- unum eru mörg kerfi í gangi þar sem læknar skrá upplýsingar um sjúklinga, sjúkraskrárupplýs- ingar, aðgerðalýsingar, lyfjafyrirmæli og fleira og hugmyndin er sú að Sagan hafi tengsl við öll hin kerfin og læknirinn geti nálgast allar þessar upp- lýsingar í gegnum Sögu. Þessi tengsl eru greinilega mjög erfið tæknilega séð og fyrir lækni sem vill fá greinargott yfirlit yfir rartnsóknamiðurstöður, röntgenmyndir, hjartalínurit, þá þarf að fara úr einu kerfinu í annað því Sagan ræður ekki við að tengja þetta saman. Þetta er einfaldlega ekki eins gott og menn vita að þetta getur verið, þetta er tæknilegur galli sem hefur verið leystur annars staðar og því ergilegt að ekki skuli vera hægt að leysa hann hér. í öðru lagi þá er skráningin á hjúkr- uninni ekki enn komin inn í Sögukerfið og það sér það auðvitað hver maður hversu mikilvægt það er að hafa þetta saman. Hjúkrunarskrárnar eru enn að miklu leyti skráðar á pappír og við emm því að vinna með bæði pappírsskrár og tölvuskrár sem eru síðan ekki aðgengilegar í gegnum eitt kerfi. Þessar hindranir verður að fjarlægja svo hægt sé að þróa sjúkraskrárkerfið eðlilega." Loks nefnir Sigurður að lagaumhverfið sé lækn- um fremur andsnúið hvað varðar aðgang að upp- lýsingum um sjúklinga. „Það er til dæmis mjög flókið að nálgast upplýsingar á milli stofnana þar sem lögin heimila ekki rafrænan aðgang lækna að upplýsingum á öðrum stofnunum. Þessar upplýs- ingar þurfa í dag að fara á milli lækna í formi skrif- aðs læknabréfs. Vonandi breytist þetta með nýjum lögum um sjúkraskrá sem eru í smíðum. Það er mikilvægt að hafa í huga að heildstæð rafræn sjúkraskrá er fyrst og fremst vinnutæki fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn til hagsbóta fyrir sjúklinginn. Eftir því sem sjúkraskráin er heild- stæðari, aðgengilegri og öruggari verður hún betra vinnutæki fyrir okkur lækna og tryggir að hægt sé að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð. Um leið verðum við að umgangast sjúkraskrána af fyllstu virðingu fyrir persónuréttindum sjúklings- ins og öryggismál verða að vera í fullkomnu lagi. Það er ekki hægt að veita neinn afslátt af því ef almenningur á að fallast á að taka þátt í þessu og leyfa aðgang að persónulegum upplýsingum. Við megum reyndar ekki gleyma því að þessar upp- lýsingar hafa verið skráðar um árabil á pappír og eru til staðar þó þær séu dreifðar og misjafnlega aðgengilegar. Heildstæð rafræn sjúkraskrá heldur utan um þessar upplýsingar og veitir betri yfirsýn og hraðari aðgang til hagsbóta fyrir sjúklinginn og læknana sem annast hann." 404 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.