Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 53

Læknablaðið - 15.05.2008, Síða 53
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTI SJÚKRASKRÁ Sagan styður ekki við mína vinnu „Sögukerfið er að mínu viti meingallað. Það er stirt í vinnslu og býður upp ekki uppá góða yfirsýn og skipulagningu eftirlits og meðferðar langvinnra sjúkdóma/' segir Helga Hansdóttir öldrunarlæknir. „Sagan er hugsuð út frá notkun í bráðatilfell- um en ekki meðhöndlun langvinnra sjúkdóma. Það er því erfitt að fylgja slíkum sjúklingum eftir með sjúkraskránni þar sem yfirsýnin er mjög lítil. Kerfið fylgir í rauninni ekki þeirri meginbreytingu sem orðið hefur á læknisfræði á undanförnum árum þar sem meðferð langvinnra sjúkdóma er orðin fyrirferðarmest," segir Helga. Hún nefnir einnig að það valdi erfiðleikum að aðgangur lækna sé takmarkaður að upplýsingum og stærsti þröskuldurinn sé aðgangur lækna að sjúkraskrám annarra heilbrigðisstofnana en að- gangur sé einnig takmarkaður milli deilda innan sömu stofnunar. „Ég hef að vísu nokkuð opinn aðgang innan kerfis Landspítalans þar sem ég starfa á öldr- unarsviði en læknaritararnir hafa ekki aðgang og geta því ekki fundið til gögn fyrir okkur lækna. Hjúkrunarfræðingar fá ekki aðgang að skýrslum sálfræðinga og félagsráðgjafa og þetta er sérlega bagalegt þar sem sívaxandi hluti vinnunnar fer fram í teymum ýmissa starfsstétta á spítalanum og allir vinna með sömu sjúklingana. Þetta rýfur teymisvinnu og heildarsýn um meðferð hvers sjúklings." Helga lýsir þunglamalegri vinnslu Sögukerfisins og hversu erfitt sé að flytja upplýsingar á milli án þess að þurfa að slá þær inn aftur. „Sannleikurinn er sá að það fer svo mikill tími í þetta að ég hef eiginlega gefist upp á þessu og handskrifa sjúkra- skýrslur mikið til til að spara tíma." Hvað vill Helga sjáfyrirframan sig þegar hún opnar sjúkraskrána í tölvunni sinni? „Ég vil fá upp forsíðu þar sem ég sé sjúkdóms- greiningalista, lyfjalista, skiptingu milli virkra og óvirkra vandamála og aðgerða og viðvaranir hvers konar um ofnæmi, persónulegar upplýsing- ar um óskir sjúklingsins um meðferð og upplýs- ingar um aðstæður hans. Þetta vil ég hafa allt fyrir framan mig þegar ég opna sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. I dag er vanþroskuð yfirsýn og illa grunduð forsíðu þar sem litlir möguleikar bjóðast til að búa til langtíma sjúkdómsgreiningalista sem er hægt að fylgja eftir og bæta við og fella úr eftir því sem vandamálin leysast eða bætast við." Helga nefnir bandarískt kerfi sem vakið hefur talsverða athygli og nefnist Vista. „Þar eru allar upplýsingar aðgengilegar um hvem sjúkling og nær á milli stofnana og fylkja þannig að sjúkra- skráin fylgir sjúklingnum og læknir á hverju stað getur séð hvað gert hefur verið fyrir viðkomandi áður og annars staðar. Kerfið er pappírslaust, öll fyrirmæli, lyfjaupplýsingar og rannsóknarnið- urstöður eru í kerfinu. Einnig geta heilbrigðisyf- irvöld séð af þessu kerfi hvernig tiltekinni stofnun eða tilteknu fylki hefur tekist upp í meðhöndlun ákveðinna sjúkdóma. Það hefur sýnt sig að með- ferð ákveðinna langvinna sjúkdóma hefur batnað eftir að þetta kerfi komst í gagnið. Ég skal ekki segja hvort Vista-kerfið sé endilega það sem hent- ar okkur best en það er alveg ljóst að Sögukerfið hefur marga galla sem ekki virðist séð fyrir end- ann á. Einn vandinn er að hér á Landspítala eru mörg kerfi í notkun og Sagan er hugsuð þannig að hún myndi eins konar „brýr" á milli kerfa sem er satt að segja flókið og erfitt að eiga við. Mér skilst einnig að grunntækni Sögunnar sé takmarkandi, hún er gömul og ekki líklegt tæknilega að hægt sé að þróa það í samræmi við þarfir nútímans. Við erum í millibilsástandi sem ég tel mjög hættulegt. Við erum að nota hvort tveggja, pappírskýrslur og rafrænar skýrslur, og satt að segja hjálpar Sagan mér ekki við það sem rafrænt kerfi ætti að gera, þ.e. skipulag og yfirsýn yfir flóknar upplýsingar, þannig að það létti daglega vinnu og auki ör- yggí-" Helga Hansdóttir yfirlæknir öldrunarsviðs Landspítala. LÆKNAblaðið 2008/94 405
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.