Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Járn var mælt með RA-XT efnamæli frá upphafi til nóvember 2000 en síðan með Hitachi 912 efnamæli. Prófefni og stýrilausnir frá viðkomandi framleiðendum voru notaðar. Báðar aðferðirnar voru staðlaðar gagnvart sama alþjóðlega staðli og jafngildar. Járnbindigeta var mæld með RA-XT efnamæli frá upphafi til nóvember 2000 en síðan var mælt transferrín með Hitachi 912 efnamæli. Prófefni og stýrilausnir frá viðkomandi framleiðendum voru notaðar. Báðar aðferðirnar voru staðlaðar. Niðurstöður úr mælingum á transferríni í g/L voru margfaldaðar með 25,1 til að fá saman- burðarhæfan mælikvarða á járnbindigetu í pmól/ L. Mettun járnbindigetu var reiknuð samkvæmt annarri hvorri formúlunni: (a) mettun jámbindi- getu (%) = S-Járn (pmól/L)-100/S-Járnbindigeta (pmól/L) eða (b) mettun járnbindigetu (%) = S- Járn (pmól/L) • 4/S-Transferrín (g/L). Ferritín var mælt með Elecsys 2010 efnamæli (Roche Diagnostics, Þýskaland) samkvæmt for- skrift framleiðanda. Prófefni og stýrilausnir frá framleiðanda tækisins voru notaðar. sTfR var mælt með prófefnasamstæðunni Quantakine® IVD Soluble Transferrin Re- ceptor ELISA (R&D Systems Europe, Eng- land) samkvæmt forskrift framleiðanda með Multiscan RC 6.0 míkróplötumæli og Wellwash 4 míkróplötuþvottavél (Labsystems OY, Finn- land). Mælingin byggist á mótefnatækni með samlokuaðferð og Ijósmælingu í míkróplötu- bollum. Tvö einstofna mótefni gegn TfR eru notuð. Annað er bundið í bollunum og bindur sTfR í sýninu á meðan önnur efni eru þvegin í burtu. Hitt mótefnið er með áfestan peroxíðasa og binst við sTfR í bollanum. Óbundið mótefni er þvegið í burtu. Peroxíðasavirkni í bollanum er síðan mæld með ljósmælingu og stendur hún í beinu hlutfalli við sTfR í sýninu. Notaðar voru stýrilausnir og eftirlitssýni frá framleiðanda prófefnasamstæðunnar. Mæling á hverju sýni var tvítekin og meðaltal niðurstaðna notað. Breytistuðull (CV) mælingarinnar reyndist 6,7% innan atrennu við sTfR 28 nmól/L, reiknað út frá mismun milli tvítekninga. Breytistuðull milli daga reyndist 11,5% við sTfR 27 nmól/L, reiknað á sama hátt. sTfR-ferritín-vísir (sTfR-F-index) var reiknaður samkvæmt formúlunni: sTfR-ferritín-vísir (nmól/ log pg) = sTfR(nmól/L)/log10 ferritín(pg/L). Næmi (sensitivity) er sá hundraðshluti af járnlausum þátttakendum sem tilgreindar for- sendur greina rétt sem járnlausa. Sértæki (specificity) er sá hundraðshluti af þátttakendum með járn í merg sem tilgreindar forsendur greina rétt sem ekki járnlausa. Járnbirgöir samkvæmt smársjárskoöun 40 35 30 _ 25 1 20 =2 15 10 5 0 - i i n ~n 0 1 2 3 4 5 6 Stig Mynd 2. Dreifing járnbirgða í stigum samkvæmt smásjárskoðun. Skilvirkni (efficiency) er sá hundraðshluti af þátttakendum sem tilgreindar forsendur flokka rétt sem járnlausa eða ekki járnlausa. Mælikvarði Youdens (Youden index) var reiknaður samkvæmt formúlunni: mælikvarði Youdens = næmi (%)/100 + sértæki (%)/100 -1. Mergrannsóknir: Mergstrok til mats á jámbirgðum voru lituð með prussian-blue aðferð og mótlituð með safranínlit.19 Járnbirgðir voru metnar af öðrum höfundi (VÞ) án vitneskju um niðurstöðu úr mælingu á sTfR. Járnbirgðir voru metnar í stigum frá 0 til 6 samkvæmt forskrift Gales og félaga.20 í stuttu máli eru forsendur stigunarinnar þessar: 0 stig Ekkert sjáanlegt jám í mikilli stækkun. 1 stig Litlar jámörður greinanlegar í mikilli stækkun. 2 stig Litlar jámörður sjáanlegar á mörgum svæðum í minni stækkun. 3 stig Margar litlar jámörður um allan merginn. 4 stig Stærri jámörður um allan merginn með tilhneigingu til að renna saman í klumpa. 5 stig Þéttir, stórir jámklumpar um allan merginn. 6 stig Mjög mikið af jámklumpum, innan og utan frumna, sem skyggja á mergfrumur. Önnur mergstrok voru lituð með May-Grunwald- Giemsa lit. Tölfræðiforritið SPSS (SPSS Inc., BNA) var notað við tölfræðiúrvinnslu. Tölfræðilegt mark- tæki var fundið með t prófi og miðað við p<0,05. Siðanefnd læknaráðs FSA og Tölvunefnd samþykktu þessa könnun. Niðurstöður Dreifing járnbirgða í merg samkvæmt stigun með smásjárskoðun á járnlituðum mergstrokum kemur fram á mynd 2. Ekkert járn sást í mergnum hjá 15 þátttakendum (17%) níu konum og sex körlum. I töflu II koma fram meðaltöl og staðalfrávik þeirra breyta sem skoðaðar voru í þessari körtnun, annars vegar hjá sjúklingum án járns í merg (stig 0) og hins vegar hjá sjúklingum með járn í merg (stig 1 til 6) ásamt tölfræðilegu marktæki á LÆKNAblaðið 2010/96 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.