Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Kristinn Sigvaldason1 svæfinga- og gjörgæslulæknir Friðrik Þór Tryggvason2 læknanemi Guðrún Pétursdóttir3 lífeðlisfræðingur Hilmar Snorrason4 skólastjóri Halldór Baldursson5 tryggingalæknir Brynjólfur Mogensen26 bráöalæknir Lykilorð: slys, sjómenn, fiskiskip, banaslys, áverkastig. ’Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Stofnun Sæmundar fróða og hjúkrunarfræðideild HÍ, 4Slysavarnaskóla sjómanna, Rannsóknarnefnd sjóslysa, 5Tryggingastofnun ríkisins, 6slysa- og bráðadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Kristinn Sigvaldason svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Sími: 543 1000. krisig@landspitali. is Slys meðal sjómanna á íslandi árin 2001-2005 Ágrip Tilgangur: Sjómennskan er eitt hættulegasta starf samfélagsins. Árin 1966-1989 létust 89/100.000 sjómenn/ári á Islandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna í forvarnarskyni aðdraganda og umfang slysa á sjó við ísland á árunum 2001-2005. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru til- kynningar til rannsóknarnefndar sjóslysa og Tryggingastofnunar ríkisins og yfirfarin NOMESCO slysaskrá á bráðamóttöku Land- spítala. Þar eru upplýsingar um orsakir slyss, áverka, starfsreynslu hins slasaða, veðurlag, sjólag, tegund veiða, tegund skips og fleira. Metin var áverkaskor innlagðra (Injury Severity Score). Niðurstöður: Á tímabilinu urðu 17 banaslys, þar af 14 starfstengd, sem jafngildir 54/100.000 sjómönnum/ári. Tryggingastofnun bárust 1787 tilkynningar, að meðaltali 357 á ári (7% starfandi sjómanna). Alls voru 223 metnir til varanlegrar örorku (meðaltal 14,7%). Til slysa- og bráðadeildar Landspítala leituðu 826, 52 voru lagðir inn og var áverkaskor þeirra að meðaltali 5,5 (1-16). Flest slysin (87%) urðu á fiskiskipum, þar af 51% á togurum. Slysin urðu oftast í góðu veðri, við dagsbirtu og hjá reyndum sjómönnum. Algengastir voru áverkar á útlimum, sérstaklega á höndum. Ályktun: Slys eru tíð meðal sjómanna en banaslysum hefur fækkað talsvert síðustu áratugi. Flest slys verða á fiskiskipum við góðar aðstæður hjá reyndum sjómönnum sem bendir til þess að huga þurfi að vinnuaðferðum um borð. Inngangur Fiskveiðar eru ein af undirstöðuatvinnugreinum íslendinga þar sem sjávarafurðir voru 42% af útflutningsverðmætum þjóðarinnar árið 2007.1 Sjómannsstarfið er því þjóðhagslega afar mikil- vægt þar sem umfangsmiklar fiskveiðar eru stundaðar við ísland auk þess sem miklir rnilli- landaflutningar eiga sér stað allt árið um kring. Um 2000 skip og bátar eru skráð á íslandi, flest fiskiskip, en um 5000 manns hafa atvinnu á sjó hér á landi, auk íslenskra kaupskipasjómanna sem sigla að og frá landinu á erlendum skipum. Samkvæmt erlendum rannsóknum er sjómannsstarfið talið það hættulegasta í samfélaginu, þar sem skráð tíðni banaslysa er oftast hæst í þeirri starfssétt eða um 100-400 af hverjum 100.000 sjómönnum sem starfa við fiskveiðar.2-4 Tíðni banaslysa á kaupskipum er mun lægri eða 37-45 af hverjum 100.000 starfandi sjómönnum á ári.5'6 Samkvæmt íslenskri rannsókn tímabilið 1966-1986 létust 89 af hverjum 100.000 sjómönnum árlega við störf sín og sjómönnum er einnig hættara en öðrum starfsstéttum við að bíða bana í slysum eftir að í land er komið.7 Slysavarnir hafa þó borið árangur þar sem banaslysum fækkaði á tímabilinu 1980- 2005 úr 15 í 2,4 á ári.8 Tíðni vinnuslysa, annarra en banaslysa, er einnig mun hærri hjá sjómönnum en í flestum öðrum starfsgreinum.9 Samkvæmt skýrslu frá Evrópusambandinu er tíðni vinnuslysa sem leiða til meira en þriggja daga vinnutaps hæst við fiskveiðar eða um 2,4 sinnum algengari en hjá verkamönnum í byggingarvinnu sem talin er hættulegasta starfsgreinin í landi.10 Slys um borð í fiskiskipum verða oftast við meðhöndlun veiðarfæra.2'9 Ekki hafa verið birt gögn um slys önnur en banaslys hjá íslenskum sjómönnum. Þegar þessi rannsókn var gerð voru slys á sjó skráð skipulega á þremur stöðum á Islandi. Skylt er samkvæmt lögum að tilkynna öll slys á sjó til rannsóknarnefndar sjóslysa (RNS). Bótaskyld vinnuslys þarf að tilkynna til Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þá þurfa að fylgja með upplýsingar um aðdraganda og aðstæður slyssins. Á slysa- og bráðadeild Landspítala eru allar komur vegna slysa skráðar samkvæmt norræna slysaskráningarkerfinu (NOMESCO) en þar er að finna sérstakan íslenskan undirflokk fyrir slys á sjó þar sem ýtarlega er greint frá orsök, aðdraganda og ytri aðstæðum er slysið varð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang slysa á sjómönnum hér á landi árin 2001- 2005 með því að yfirfara þessar skráningar, afla sem bestra upplýsinga um orsakir og við hvaða aðstæður slysin urðu og hvaða afleiðingar þau höfðu í för með sér. Slíkar upplýsingar mætti nýta í forvamarstarfi til að auka öryggi sjófarenda. LÆKNAblaðið 2010/96 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.