Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
greindust 55 stúlkur á fyrra tímabilinu, nýgengi
11,9 af 100.000 (95% CI; 8,7-15,0) og 68 á síðara
tímabilinu, nýgengi 13,7 af 100.000 (95% CI; 10,4-
16,9). Heildarnýgengi krabbameina hjá drengjum
var 16,1 af 100.000 (95% CI; 13,6-18,6) og hjá
stúlkum 12,8 af 100.000 (95% CI; 10,5-15,0) en
munurinn reyndist ekki marktækur..
Æxli í miðtaugakerfi (78 tilvik) og hvítblæði (72
tilvik) voru algengustu krabbameinstegundimar,
samtals 150 tilvik af 288 eða 52,1% tilvika (mynd
2). Bráðaeitilfrumuhvítblæði var algengasta
hvítblæðistegundin, 58 af 72 tilvikum, en síðan
kom bráðamergfrumuhvítblæði, 12 af 72. í
þremur tilvikum að auki var ekki hægt að flokka
á milli bráðaeitilfrumu- og mergfmmuhvítblæðis.
Þrjú tilvik af langvinnu hvítblæði greindust
og tvö af myelodysplastic syndrome (MDS). Eitil-
fmmukrabbameinin (32 tilvik) skiptust nokkuð
jafnt á milli Hodgkins og Non-Hodgkins gerða, 18
af 32 og 14 af 32. Æxli í miðtaugakerfi greindust hjá
78 einstaklingum og af þeim voru stjarnfrumna-
æxli (astrocytoma) algengust 38 af 78. Níu af 78
æxlum í miðtaugakerfi voru í undirflokknum
Intracranial and intraspinal embryonal tumors en
af þeim voru sex primitive neuroectodermal
tumor (PNET) og þrjú mænukímfrumnaæxli
(medulloblastoma). Tólf tilvik greindust af tauga-
kímfrumnaæxlum, fimm sjónukímfrumnaæxli
og 11 æxli í nýrum, öll nýrnakímfrumnaæxli.
Tvö tilvik greindust af lifrarkrabbameini, eitt
lifrarþekjuvefsæxli (hepatocellular carcinoma) og
annað lifrarkímfrumnaæxli (hepatoblastoma). Af
18 tilvikum með illkynja krabbamein í beinum
voru 13 með beinsarkmein (osteosarcoma) og
fimm með Ewing's sarkmein. Mjúkvefjasarkmein
greindust í 21 tilviki, 13 með rákvöðvasarkmein
(rhabdomyosarcoma) og af þeim voru níu af
embryonal gerð, tvö af alveolar gerð en í tveimur
tilvikum var ekki greint á milli embryonal
og alveolar gerðar. Þrettán tilvik greindust af
kímfrumuæxlum (germ-cell neoplasms) og 24 af
þekjufrumuæxlum. Ekkert tilvik greindist i ICCC-
3 flokki XII „Other and unspecified malignant
neoplasms".
Góðkynja æxli í kynkirtlum og beinum voru
24 talsins og voru undanskilin frá rannsókninni.
Að auki voru tvö meðferðartengd MDS tilvik ekki
tilkynnt til Krabbameinsskrár íslands. Almennt
var samræmi milli Krabbameinsskrár íslands og
sjúkraskráa sjúkrahúsanna mjög gott.
A mynd 3 má sjá nýgengi krabbameina
eftir ICCC-3 flokkum og kynjaskiptingu þeirra.
Þar sést að drengir greinast marktækt oftar
með eitilfrumukrabbamein en stúlkur. Nýgengi
eitilfrumukrabbameina hjá drengjum var 2,5
af 100.000 (95% CI; 1,5-3,4) en hjá stúlkum var
nýgengið 0,5 af 100.000 (95% CI; 0,1-0,9). Ekki
var marktækur munur á milli kynja hjá öðrum
krabbameinstegundum.
Krabbamein voru algengust á aldrinum 1-2 ára
og 16-17 ára. Nýgengið í aldurshópnum 0-4 ára var
17,3 af 100.000 (95% CI; 13,8-20,7), 5-9 ára 10,2 af
100.000 (95% CI; 7,6-12,9), 10-14 ára 12,4 af 100.000
(95% CI; 9,5-15,4) og 15-17 ára 19,6 af 100.000 (95%
CI; 14,8-24,3). Yngstu börnin voru með hæsta
nýgengið af hvítblæði, taugakímfrumnaæxlum,
sjónukímfrumnaæxlum og nýrnaæxlum. Hins
vegar var nýgengi eitilfrumukrabbameina,
illkynja krabbameina í beinum, kímfrumuæxla og
þekjufrumukrabbameina hæst hjá unglingunum
(mynd 4).
Nýgengi var flokkað eftir búsetu við greiningu.
Vegna smæðar þýðisins reyndist ekki mögulegt
Mynd 3. Aldursstaölaö
nýgengi illkynja sjúkdóma
hjá börnum (miðaö við
100.000 börn <18 ára)
í heild og eftir kynjum
samkvæmt aðalflokkum
ICCC-3.
I
s
E
|
1
>
1
5
|
I
S
1
£
I
1
1
5
Mynd 4. Aldursstaðlað nýgengi illkynja sjúkdóma hjá börnum (miðað við 100.000 börn <18
ára) eftir aldurshópum, 0-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára og 15-17 ára.
LÆKNAblaðið 2010/96 23