Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla III. Tölfræðilega marktækur munur á næmi, sértæki, skilvirkni eða mælikvarða Youdens hjá þeim sem hafa CRP <6 mg/L og þeim sem hafa CRP 26 mg/L. Allir þátttakendur, 89 Án tillits til CRP 60 þátttakendur CRP 26 mg/L 29 þátttakendur CRP <6 mg/L Næmi Sértæki Skilvirkni Mælikvarði Næmi Sértæki Skilvirkni Mælikvarði Næmi Sértæki Skilvirkni Mælikvarði % % % Youdens % % % Youdens % % % Youdens Ferritin <20 pg/L 60 97 91 0,57 50 96 90 0,46 67 100 90 0,67 MCV <84 fL 60 89 84 0,49 83 87 87 0,70 44* 90 76 0,34 CHr <23 pg 43 99 89 0,42 43 99 89 0,42 33 100 79 0,33 sTfR >25,0 nmól/L 80 80 80 0,60 67 76 75 0,43 89* 90 90 0,79 sTfR-ferritín-vísir >18 80 92 90 0,72 67 89 87 0,56 89* 100 96 0,89 Mettun járnbindigetu 60 80 76 0,40 67 72 72 0,39 56 100* 86 0,56 <12% Tómasartafla 93 82 84 0,75 100 69 73 0,69 86 100 94 0,86 Hún byggist á því að mæla samtímis sTfR, ferritín, CHr og CRP, reikna sTfR-ferritín-vísi og skipta sjúklingunum í fjóra flokka eins og kemur fram á mynd 1. í flokki 1 er meirihluti sjúklinga með blóðleysi vegna bólgusvörunar (anemia of chronic disorder, anemia of infection) og einnig sjúklingar með blóðleysi af ýmsum öðrum orsökum, til dæmis sumir sjúklingar með krabbamein, nýrnabilun og innkirtlasjúkdóma. í flokki 2 eru þeir sem hafa engar eða hverf- andi litlar járnbirgðir en mynda enn eðlileg rauð blóðkorn, hvort sem þeir eru nýlega búnir að tapa járnbirgðum en hafa enn nægilegt jám til að mynda blóðrauða eða hafa járntekju sem dugar til myndunar blóðrauða en ekki til að byggja upp járnforða. I flokk tvö lenda ennfremur sjúklingar sem hafa nægar járnbirgðir en aukna myndun rauðra blóðkorna, til dæmis vegna blæðingar eða blóðrofs, og líka konur í síðari hluta meðgöngu. í flokki 3 eru sjúklingar með dæmigert járnskortsblóðleysi. í flokki 4 eru sjúklingar með blóðleysi vegna ófullnægjandi framboðs af járni til rauðkornskím- frumna þó að járnbirgðir séu nægar. Það ástand hefur verið nefnt starfrænn járnskortur (functional iron deficiency) og stafar einkum af truflun á flutn- ingi járns úr járnbirgðum til rauðkornskímfrumna. Sjúklingar í þessum flokki hafa oft gagn af járngjöf- um, með eða án epóetíns. Honum tilheyra sumir sjúklingar með blóðleysi vegna bólgusvörunar eða nýrnabilunar og sumir sjúklingar sem fá lyfjameð- ferð gegn krabbameini. Miðjarðarhafsblóðleysi (thalassemia) tilheyrir einnig þessum flokki. Mælt hefur verið með járngjöf hjá öllum sjúk- lingum í flokki 3, hjá öðrum í flokki 2 en þung- uðum konum, sjúklingum með fjölgun á net- frumum og sjúklingum með mergrangvaxtarheil- kenni (myelodysplastic syndrome) og hjá þeim sjúklingum í flokki 4 sem fá epóetín til þess að bæta úr blóðleysinu.6'8 Árangur af jámgjöf getur komið fram í því að CHr eykst og/eða að sTfR- ferritín-vísir lækkar þannig að hnit sjúklingsins hliðrast upp á við og/eða til vinsri á mynd 1, jafn- vel á milli flokka og flytjast þá í flokk með hærra CHr eða lægri sTfR-ferritín-vísi. Ef hnit sjúklings sem fær epóetín hliðrast í gagnstæða átt getur það bent til þess að starfrænn jámskortur sé til staðar og þá gæti betri árangur fengist með því að auka jámgjöf eða bæta henni við meðferðina.7'8 I vafatilvikum má hafa gagn af mælingu á CHr til að greina á milli blóðleysis af völdum járnskorts og blóðleysis af öðrum orsökum með því að gá hvernig CHr breytist við jámgjöf.25 Þá er CHr mælt fyrir jámgjöf og aftur nokkru síðar. Ef marktæk hækkun verður á CHr staðfestir það jámskort og gefur tilefni til frekari járngjafar. Þessa nálgun má ef til vill nýta sér við orsakagreiningu blóðleysis og byrja á því að mæla CHr. Ef niðurstaðan er <21 pg telst raunverulegur járnskortur staðfestur (ef sjúklingurinn er af erlendum uppmna þarf fyrst að útiloka Miðjarðarhafsblóðleysi). Sé niðurstaðan >28 pg virðist járnskortur ekki vera orsök blóð- leysis.6'8 Ef CHr er 21-28 pg gæti Tómasartafla komið að gagni við að greina á milli starfræns og raunverulegs járnskorts. Eirtnig mætti gefa járn og mæla CHr aftur eftir til dæmis 2-4 daga eftir járngjöf í æð eða 1-2 vikur eftir járngjöf um munn. Ef CHr mælist þá eðlilegt eða að minnsta kosti 2 pg hærra en áður bendir það til járnskorts en greinir ekki á milli starfræns og raunverulegs járnskorts. Notagildi þessarar aðferðar þarf að sannreyna áður en hægt er að fullyrða hve mikið það er. Nokkur atriði draga úr gildi þessarar könnunar. Þátttakendur voru tilltölulega fáir og vægi niðurstaðna þar af leiðandi minna en ella. Mat á jámbirgðum í merg með smásjárskoðun er háð skoðanda og æskilegt hefði verið að fleiri en einn hefði rannsakað mergstrokin með tilliti til járnbirgða. Ekki var í öllum tilvikum athugað 1 6 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.