Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 3
JlœknaCíaiid áóficvt Ccöeiidum gícdiCega cvn acj þaá/icvi ianiikiptin á Cídnu cvá Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins í byrjun desember síðastliðnum urðu manna- breytingar í ritstjórn Læknablaðsins, Þóra Stein- grímsdóttir kvensjúkdómalæknir hætti en við tók Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir. Þóra hefur setið í ritstjórn blaðsins frá 1. desember 2005 og um leið og henni eru færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins þennan tíma býður Læknablaðið Önnu velkomna til starfa. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Málverkin á forsíðu Læknablaðsins eru eftir Erlu Þórarinsdóttur (f. 1955). Þau kallast Different Diamond Cuts (mismunandi demantsskurður) og eru frá árinu 2009. Hvert verk er 180 cm á hæð og 80 cm á breidd, málað með olíulit á striga. Tilvísun Erlu í demanta er af margræðum toga, bæði er um að ræða sérstakan náttúrulegan efnivið og háþróað handverk sem á sér langa sögu en einnig tengingar við form- og fagurfræði. Að auki vísar litaval og málunartækni listamannsins til markvissrar samræðu við málverkið sem miðil í sjálfu sér, sögu þess og möguleika. Erla talar um að verkin hafi sprottið fram í þeirri óreiðu sem ríkt hefur á íslandi og að í þeim felist ákveðin þrá eftir fasta eða kjarna. Málverkin voru til sýnis í haust á sýningunni Mandala í Gerðarsafni en þar voru sýnd verk nokkurra íslenskra listamanna sem hafa unnið með ólíkar birtingarmyndir hring- og kristalformsins. Þar var gengið út frá þeirri hugmynd að maðurinn leiti síendurtekið í samhverfuna því þar felist birtingarmynd innra jafnvægis. Verk Erlu áttu vel heima í því samhengi, því hún vinnur í sinni myndlist með samband efnis og anda. ( þrívíðum verkum sýnir Erla abstraktform sem þó kunna að hafa tengingu við eitthvað lífrænt eða líkamlegt. Þetta eru oft á tíðum granítskúlptúrar sem eru sýndir á gólfi. Málverk Erlu byggjast á einföldum abstraktformum og hreinum litum. Hún notar iðulega blaðsilfur og nýtir sér eiginleika málmsins til að skapa áferð og dýpt á flötu yfirborði. Þá nær hún með þessari tækni að kalla fram sérstaka birtu í verkunum sem gæðir þau dulúð og krafti. Það er athyglisverð upplifun að njóta þeirra í eigin persónu, þau kallast í hlutföllum á við mannslíkamann og bregðast við hreyfingu áhorfandans. Endurvarpið breytist eftír því hvar maður stendur og þau virkja rýmið í kring á hljóðlátan en spennandi máta. Erla sem er búsett hér á landi hefur einnig dvalið töluvert í Kína en menning Austurlanda fjær hefur heillað hana um langa hríð og má greina áhrif þaðan leynt og Ijóst í verkum hennar. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 - 564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarþhéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.