Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR AFENGISMEÐFERÐ Kemur áfengismeðferð heimilislæknum ekki við? Eyjólfur Guðmundsson heimilislæknir í heilsugæslu i Hlíðum eyjolfur.gudmundsson@ heilsugaeslan.is Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann (SÁÁ) eru öflug baráttusamtök og yfirstandandi herferð þeirra um mikilvægi þess að draga ekki úr fjárveitingu til meðferðarþjónustu á krepputímum hefur skilning og samúð flestra. „Stöndum vörð um þá sem minna mega sín" og „Hver hlustar á veikan alkóhólista" eru meðal annars slagorð samtakanna. Það kostar hins vegar enga baráttu eða herferð hjá SÁÁ að betrumbæta þjónustu við alkóhólista með bættri samvinnu við heilsugæsluna. Sambandsleysi heilsugæslunnar við áfengismeðferð SÁÁ í gegnum árin hefur torveldað mjög eðlilegan stuðning við alkóhólista og aðstandendur þeirra. Brýnt er að stórbæta starfsumhverfi heimilislækna þegar kemur að áfengissjúkum og fíklum. Heimilislæknar eiga ekki að þurfa að starfa í myrkri við að sinna alkóhólistum og vímuefnafíklum. Sem áhuga- maður um áfengis- og vímuefnavandann og starfandi heimilislæknir í Reykjavík hef ég áður vakið máls á mikilvægi samvinnu heilsugæslunnar og SÁÁ í meðferð og endurhæfingu áfengissjúkra en það vekur undrun mína og vonbrigði hversu forráðamenn SÁÁ hafa tekið málaleitan minni fálega. Hjá SÁÁ virðist því miður ríkja það viðhorf að áfengismeðferð sjúklinga komi heimilislækn- um þeirra ekki við. Almennt eru þó áfengissjúk- lingar, aðstandendur þeirrra og heimilislæknar á öðru máli og upplýstir skattgreiðendur örugglega líka. Eðlileg samskipti heilsugæslunnar við SÁÁ yrðu til að efla alla þjónustu við áfengissjúka og aðstandendur þeirra en að lokinni áfengis- meðferð tekur við endurhæfingarferli þar sem iðulega kemur til kasta heimilislækna. f öllu endurhæfingarferlinu er heimilislæknirinn mikil- vægur hlekkur, en vímuefnasjúklingar eru tíðir gestir í heilsugæslunni með líkamlegar og sálrænar kvartanir auk þess sem þeir þurfa á ýmsum vottorðum að halda. Á vegum SÁÁ er rekin mikilvæg fagleg áfengismeðferð en SÁÁ rekur ekki alhliða heilsugæslu með almennri sjúklingamóttöku, ungbamaeftirliti, mæðraeftirliti og skólaheilsu- gæslu. Þó að göngudeild SÁÁ sé mikilvæg starf- semi með góðri og ómissandi sérfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf og eftirmeðferðarþjónustu er starfsemin ekki alhliða heilsugæsla. Jafnmikilvæg og meðferðin er á hún ekki að vera lokaður útkjálki innan heilbrigðiskerfisins og eftirlitið má ekki byggja á naflaskoðun þar sem eigið ágæti er tíundað. Sjúkrahúsið Vogur er undir eftirliti landlæknis og á að fara að tilmælum hans þegar embættið bendir á mikilvægi læknabréfa til heilsugæslunnar. Ef SÁÁ kýs að hunsa til- mæli landlæknis telja samtökin sig hafin yfir regluverkið. Eðlilegt er að samvinna sé milli þeirra stofnana sem stunda áfengismeðferð og heilsugæslunnar með eðlilegu upplýsingaflæði í formi læknabréfa eins og lögboðið er milli sjúkrahúsa og heilsugæslu. Sjúkrahúsið Vogur er ekki undanskilið þeim lögum og reglum sem gilda um sjúkrahús almennt á íslandi og samskipti þeirra við heilsugæsluna. Áfengissjúklingar og aðkoma heilbrigðisþjónustunnar að málefnum þeirra er ekki einkamál SÁÁ. í raun er það ekki SÁÁ sem ákveður eða hefur eitthvað um það að segja hvort þörf sé á læknabréfum til heilsugæslunnar - um það er skýrt ákvæði í heilbrigðisreglugerð. Fjárveitingar af almannafé til reksturs meðferðarstöðva ætti að skilyrða kröfu um skipulagða samvinnu við heilsugæsluna í landinu. Á það hefur verið bent að færst hefur í vöxt að einstaklingar komnir yfir miðjan aldur fari í áfengismeðferð en þessir sjúklingar eru oft í eftirliti hjá sínum heimilislækni vegna áhættuþátta eins og sykursýki, hyperlipidemiu og háþrýstings. Eðlileg samskipti meðferðar og heilsugæslu gerði allt eftirlit með þennan sjúklingahóp markvissara og mundi spara verulegan sjúkrahúskostnað og fækka komum á bráðamóttökur. Sjúklingar sem koma veikir í afvötnun á Vog eiga oft erfitt með að gera grein fyrir heilsufari sínu, hvaða lyf þeir taka og fyrri rannsóknum og heilsufarssögu. Að sjálfsögðu eiga þessar upplýsingar að koma fram í vandaðri tilvísun auk þess sem slík tilvísun gerði alla forgangsröðun biðlista í meðferð markvissari. Það fyrirkomulag að sjúklingar í þörf fyrir áfengismeðferð leiti ekki til heilsugæslunnar og heimilislæknar fái ekki læknabréf frá SÁÁ var skiljanlegt fyrir 32 árum síðan við stofnun SÁÁ meðan brautryðjendastarf samtakanna stóð yfir en á alls ekki við nú. Heilbrigðiskerfið á að taka á vandamálum áfengis og vímuefnasjúklinga á heildrænan hátt, sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum til hagsbóta. LÆKNAblaðið 2010/96 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.