Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LANDSPÍTALINN Þetta er árangur sem ekki má gleyma en það má heldur ekki missa hann niður. Við verðum að viðhalda orðstír okkar sem leiðandi rannsóknarsjúkrahús." Á undanfömum vikum hefur Bjöm verið ötull við að kynna rekstraráætlunina fyrir næsta ár og hverju starfsfólk megi eiga von á. „Það er mikilvægt að halda öllum upplýstum því fyrir starfsfólk er óvissan versti þátturinn í þessu ferli. Að vita ekki hvaða breytingar eiga að verða. Ég hef lagt mig fram um að halda fundi með starfsfólki og ræða við það, heyra hugmyndir þess um sparnað og aðhald, ásamt breytingum á rekstri einstakra deilda og þetta hefur verið mér mjög gagnlegt. Það er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að halda uppi jákvæðu andrúmslofti og innanhúskannanir okkar hafa sýnt að starfsánægja er nokkuð góð og við viljum halda því við." Björn segist vera vel meðvitaður um líkurnar á atgervisflótta sem kreppuástandið skapar. Vandinn er margþættur því auk sérfræðinga sem hverfa utan til starfa leita unglæknar fremur í sérnám erlendis og íslenskir sérfræðingar búsettir ytra koma ekki hingað til starfa við þessar aðstæður. Björn vill þó ekki kannast við að brostinn sé flótti í lið lækna þótt dæmi séu um að þeir hafi brugðið búi og flust erlendis. Eftirspurn eftir læknum á Norðurlöndunum er einnig mikil. „Eftirspurnin er vel meint því kollegar okkar á Norðurlöndunum telja sig vera að hjálpa upp á sakimar með því að bjóða íslenskum læknum vinnu. Til lengri tíma skapar þetta ófyrirséðan vanda þegar kemur að eðlilegri endurnýjun í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar." Hvernig bregðast á við þessu er annað mál og í rauninni stjórnvalda að leysa það en Björn segir að samfélagið geti ekki brugðist við nema á einn hátt. „Við verðum að geta boðið okkar vel menntaða og sérhæfða starfsfólki samkeppnishæf laun, sambærilega vinnuaðstöðu og viðunandi félags- legar lausnir í samfélaginu eins og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Stjórnvöld hafa skilning á þessum vanda en ég get ekki sagt að ég heyri margar tillögur til lausnar." Spítali allra landsmanna Bjöm hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að sparnaður í heilbrigðiskerfinu sé að mörgu leyti í skötulíki því samhliða því að sjúkrastofnunum sé gert að draga úr kostnaði sé haldið úti sólarhringsvöktum á fæðingar- og skurðdeildum á sjúkrahúsunum í kringum Reykjavík án sýnilegs tilgangs. „Það þarf að ræða sparnað í heilbrigðiskerfinu í heild og koma sér niður á verkaskiptingu irtnan þess. Það liggja fyrir mjög skýrar hagkvæmnisathuganir á rekstri sjúkrahúsanna á suðvesturhorninu og allir sem vilja geta kynnt sér hversu óhagkvæmt fyrirkomulagið er. Landspítalinn er í öllum tilfellum endastöð þegar koma upp alvarleg tilfelli og þrátt fyrir fæðingardeildir og skurðstofur með sólarhringsvakt allt í kringum Reykjavík dettur engum annað í hug en senda sjúklinginn hingað ef eitthvað bjátar á. Þessar sólarhringsvaktir veita falskt öryggi og var reyndar aldrei ætlað neitt öryggishlutverk heldur var þetta launauppbót til starfsmanna í formi stöðugra bakvakta. Sjúklingar í krísu enda hér og þetta vita allir. Þetta er sársaukafull umræða og snertir marga fleti, ekki síst sjálfsmynd þeirra stofnana sem um ræðir." I lok samtals ræðir Björn um áform um byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut. „Eins og komið hefur fram hafa fyrri tillögur um byggingu verið endurskoðaðar og eru að mínu mati komnar niður á jörðina. í stað þess að byggja algerlega nýtt sjúkrahús verða byggðir mun færri nýir fermetrar en eldra húsnæði verður nýtt til hins ítrasta. Þetta verður engu að síður nýr spítali og skiptir miklu máli í rekstri sjúkrahússins að ná bráðaþjónustunni á einn stað í stað tveggja eins og nú er. Það liggur fyrir viljayfirlýsing stærstu lífeyrissjóðanna í landinu um að koma að fjármögnun byggingarinnar og á næsta ári verður lokið við undirbúning og hönnun og vonast til að framkvæmdir geti hafist snemma árs 2011. Áætlun gerir ráð fyrir að spítalinn verði tilbúinn árið 2016." Aðspurður um Landsímapeningana og hvort þeir séu til staðar hristir Bjöm höfuðið. „Þeir peningar eru horfnir en hluti þeirra nýttist þó til undirbúnings þessa verkefnis." Þegar fjálglegast var rætt um nýtt sjúkrahús fyrir nokkrum árum var hamrað á orðaleppnum „hátæknisjúkrahús". Björn segir það orð ekki heyrast lengur í umræðunni heldur sé talað um háskólasjúkrahús. „Hér stendur til að byggja nýtt háskólasjúkrahús sem verður spítali allra landsmanna." LÆKNAblaðið 2010/96 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.