Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
á blóðgjöf, lengdar sængurlegu, hita í sængurlegu
eða sýkingar í skurðsári, legi eða þvagfærum. Ekki
var marktæk fylgni með hækkandi þyngdarstuðli
samhliða hækkandi aldri þó viss tilhneiging væri
í þá átt (p=0,055).
Fylgjufæöing. Þegar fylgjan var látin fæðast
sjálfkrafa voru meiri líkur á sýkingu í skurðsár
(3,1%, n=12) samanborið við þau tilfelli þar sem
fylgjan var sótt (0,3%, n=l), p=0,02. Þegar fylgjan
var sótt voru oftar gefin sýklalyf samanborið við
þann hóp þar sem fylgjan var látin fæðast sjálf-
krafa, p=0,0043 og gæti það skýrt þennan mun að
einhverju leyti. Ekki kom fram marktækur munur
á blóðtapi, þörf á blóðgjöf eða sýkingu í legi eftir
því hvernig fylgjan fæddist.
Meðhöndlun legs. Hjá 28,1% kvennanna var leg
tekið út úr kvið á meðan það var saumað. Ekki
var tölfræðilega marktækur munur á hita í sæng-
urlegu (p=0,68), sýkingu í skurðsári (p=0,55) eða
legi (p=0,52), þvagfærasýkingu (p=0,34), áætluðu
blóðtapi (p=0,10), blóðtapi alOOOml (p=0,07) eða
lækkun í blóðrauða (p=0,58) eftir því hvort leg var
tekið út í aðgerð eða ekki.
Enduraðgerð. Þær konur sem þurftu að fara í
enduraðgerð lækkuðu meira í blóðrauða heldur
en aðrar konur (p=0,02) og þurftu frekar á blóðgjöf
að halda (p<0,01). Það kemur ekki á óvart í ljósi
þess að blæðing sem ekki stöðvaðist sjálfkrafa var
helsta ástæða enduraðgerðar. Ekki var tölfræði-
lega marktækur munur á áætluðu blóðtapi í
upphaflegri aðgerð (p=0,96) samanborið við aðrar
konur né heldur voru fleiri sem voru taldar blæða
>1000ml (p=0,99) í aðgerð.
T-skurður í leg. Þegar T-skurður var gerður í
leg (n=7) var aðgerðartími lengri (p=0,03). Einn
sjúklingur fékk sýkingu í skurðsár en þar sem um
fáa einstaklinga er að ræða er vart hægt að reikna
tíðni né marktækni. Konur sem hlutu T-skurð í
leg voru með tölfræðilega marktækt hærri líkams-
þyngdarstuðul en aðrar konur (p<0,01). Ekki var
tölfræðilega marktækur munur á meðgöngulengd
Tafla III. Tíðni fylgikvilla við keisaraskurði.
Fjöldi / heildarfjöldi Tíðni (%)
Blóðtap &1000 ml 124 / 733 16,9
Hiti í sængurlegu (2 38°C) 89 / 729 12,2
Rifa frá legskurði niður 55 / 759 7,2
Þörf á blóðgjöf 33 / 761 4,3
Sýking í skurðsári 14/729 1,9
Höfuðverkur í kjölfar mænudeyfingar 12/730 1,6
Enduraðgerð 11/734 1,5
Garnalömun (ileus) 7/730 1
T-skurður (leg 7/730 1
Sýking í legi 7/729 1
Þvagfærasýking 4/729 0,5
Væg garnalömun (subileus) 2/730 0,3
Lungnabólga 2/730 0,3
Legnám eftir aðgerð 1 /730 0,1
Skaði á þvagblöðru 1 /730 0,1
Sumar konur luku sængurlegu annars staðar en á Landspítala og einnig kom fyrir að aðgerðarlýsingu eða
svæfingarblað vantaði, því eru mismunandi nefnarar eftir því hversu margar konur höfðu fullnægjandi gögn
til að meta viðkomandi fylgikvilla. Vert er að hafa í huga að hver kona getur haft fleiri en einn fylgikvilla.
(p=0,21) eftir því hvort gera þurfti T-skurð í leg
eða ekki.
Lengd aðgerðar. Aðgerð tók lengri tíma hjá
þeim konum sem höfðu áður farið í keisaraskurð
en meðalaðgerðartími var 37,5 mínútur en 33,9
mínútur hjá þeim sem fóru í sinn fyrsta keisara-
skurð. (Kendall's fylgni marktæk við 0,01 stig),
hjá þeim konum sem fengu rifu niður frá leg-
skurði (Kendall's fylgni marktæk við 0,01 stig) og
hjá þeim sem þurftu á blóðgjöf að halda í kjölfar
aðgerðar (KendalTs fylgni marktæk við 0,05 stig).
Legnám. Ein kona í rannsókninni þurfti að fara í
legnám í kjölfar keisaraskurðar. Stjómlaus blæðing
varð í aðgerðinni sem leiddi til storkutruflana
sem kröfðust blóð- og blóðhlutagjafa og reyndist
legnám óhjákvæmilegt til að stöðva blæðingu.
Segavörn. Engin kona í rannókninni fékk
bláæðasega. Alls fengu 744 konur af 761 (97,8%)
blóðþynningu eftir aðgerðina.
Tafla IV. Tíðni fylgikvilla eftir flokkum keisaraskurða.
Valaðgerð n=274 (36,0%)* Aðgerð á 1. stigi fæðingar n=424 (55,7%)* Aðgerð á 2. stigi fæðingar án tilraunar til áhaldafæðingar n=36 (4,7%)* Aðgerð á 2. stigi fæðingar eftir tilraun til áhaldafæðingar.n=20 (2,6%)* Neyðar aðgerð n=7 (0,9%)* p-gildi
Blóðgjöf 2.6% (n=7/274) 4,5% (n=19/424) 5,6% (n=2/36) 20.0% (n=4/20) 14,3% (n=1/7) 0,003
Hiti í sængurlegu 3.5% (n=9/257) 16,8% (n=69/410) 19.4% (n=7/36) 15,0% (n=3/20) 16,7% (n=1/6) <0,001
Rifa frá legskurði 2.6% (n=7/273) 8,3% (n=35/423) 22.2% (n=8/361 20,0% (n=4/20) 14,3% (n=1/7) <0,001
Meðallækkun í blóðrauða (g/L) 12.6 16,5 23,3 24.2 17,7 <0,001
Blóðtap 21000 ml 15,2% (n=41/270) 17,9% (n=72/403) 11,8% (n=4/34) 26,3% (n=5/19) 28,9% (n=2/7) 0,842
Enduraðgerð 1,5% (n=4/261) 1,7% (n=7/411) 0% (n=0/36) 0% (n=0/20) 0% (n=0/6) 0,9
Marktækur munur var á þeim flokkum þar sem undirstrikað er.
Fyrir neðan tíðnitölu viðkomandi fylgikvilla sést hversu margir fengu hann af þeim fjölda þar sem upplýsingar um gang í aðgerð og sængurlegu lágu fyrir.
*Tíðni viðkomandi flokks af heildarfjölda keisaraskurða.
LÆKNAblaðið 2010/96 39