Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 55
U M R Æ Ð U R O G L Æ F R É T T I R K N A L E Y F I Nýjar reglur um erlenda lækna í Bretlandi Katrín Fjeldsted katrinf@simnet.is Ákveðnar hafa verið nýjar reglur fyrir þá erlendu lækna sem starfa vilja í Bretlandi og tóku þær gildi 16. nóvember 2009. Frá og með þeim tíma verða læknar að vera a) með lækningaleyfi (registered) hjá General Medical Council þar í landi og b) vera með starfsleyfi (licence to practice) frá sömu stofnun ef þeir hyggjast starfa í landinu sem læknar. Mér sýnist óljóst hvort þetta hafi nokkur áhrif á þá íslenzku lækna sem vilja starfa í Bretlandi, þar sem EES-samningurinn nær yfir starfsleyfi og gagnkvæma viðurkenningu á lækningaleyfi eins og gildir milli Evrópusambandsríkjanna. I tilkynningu frá GMC kemur fram yfirlit yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á kröfum til lækna og hvaða upplýsingar, skjöl og þjónustu hægt er að nálgast hjá GMC og til frekari glöggvunar vísað á intel@gmc-uk.org og heimasíðuna www.gmc-uk.org. Nýjar reglur um starfsleyfi eru fyrsta skrefið í átt að endurmati sem hefur ekki verið fyrir hendi í Bretlandi. Markmiðið er að tryggja sjúklingum að læknar sem meðhöndla þá hafi fylgzt með í fagi sínu og séu færir um að starfa. Fyrsta endurmat mun ekki fara fram fyrr en árið 2011. Lagabreyting þessi táknar að starfsemi sem áður var takmörkuð við lækna með lækningaleysi verður nú takmörkuð við lækna með lækningaleyfi og starfsleyfi. Þetta innifelur leyfi til að skrifa lyfseðla, gera dánarvottorð og líkbrennsluvottorð og ráða sig í vissar stöður, svo sem innan heilbrigðisþjónustunnar, National Health Service, NHS. Eftirfarandi gildir um þá lækna sem uppfylla ofannefnd tvö skilyrði: • Þeir mega starfa sem læknar í Bretlandi. • Þeir mega takast á hendur verkefni svo sem að skrifa lyfseðla og undirrita dánarvottorð. • Verða að sæta því að undirgangast endurmat þegar reglur taka gildi. • Þeim er skylt að fylgja gæðareglum GMC eins og þær birtast í Good Medical Practice. • Þeir heyra undir þær reglur sem GMC beitir til að meta hvort þeir séu hæfir til að starfa sem læknar. Eftirfarandi gildir um lækna með lækningaleyfi en ekki starfsleyfi: • Þeir hafa ekki lögformlegt leyfi til að starfa sem læknar í Bretlandi. • Þeir hafa ekki leyfi til að skrifa lyfseðla, dánarvottorð eða taka að sér verkefni sem takmarkast við lækna með lækningaleyfi. • Þeim er ekki skylt að undirgangast endurmat þegar það tekur gildi. • Þeir þurfa að fylgja gæðareglum GMC: Good Medical Practice • Þeir heyra undir þær reglur sem GMC beitir til að meta hvort þeir séu hæfir til að starfa. Rekstrarnámskeið lækna 1. Mismunandi rekstrarform a. Tekið tillit til nýlegra breytinga á lögum um tekjuskatt 1. Einkahlutafélag ii. Samlagsfélag iii. Praktískt atriði/Skattalegur mismunur b. Faersla einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag 2. Að hefja rekstur og bókhaldsleg atriði: a. Tilkynningar til yfirvalda við upphaf rekstrar b. Reiknað endurgjald c. Arðgreiðslur/úttekt úr rekstri d. Tengsl rekstrartekna og útgjalda/rekstrarkostnaður. 3. Fyrirspurnir Námskeiðið er haldið hjá Deloitte hf. Smáratorgi 3, 9. hæð, föstudaginn 8. janúar kl. 16:30 (áætlaður tími er 2 tímar). Þátttöku skal tilkynna í síma 580 3000. Þátttökugjald kr. 4.000- LÆKNAblaðið 2010/96 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.