Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Trausti Óskarsson læknir1 Ólafur Gísli Jónsson barnalæknir1’2 Jón R. Kristinsson barnalæknir12 Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir1-2 Jón Gunnlaugur Jónasson meinafræðingur2'3'4 Ásgeir Haraldsson barnalæknir1-2 Lykilorð: börn, krabbamein, faraldsfræði, nýgengi. ’Barnaspítali Hringsins, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4Krabbameinsskrá íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000. asgeir@!andspitali. is Krabbamein hjá börnum á íslandi árin 1981-2006 Ágrip Inngangur: Krabbamein er næst algengasta dánarorsök bama á eftir slysum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna nýgengi krabbameina hjá börnum á Islandi. Aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð og náði til allra <18 ára sem greindust með krabbamein á íslandi frá upphafi árs 1981 til ársloka 2006. Upplýsingum var safnað frá Krabbameinsskrá Islands og úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Allsgreindust288krabbameinstilfelli á tímabilinu hjá 279 börnum. í 10 tilvikum var um meðferðartengd krabbamein að ræða. Árlegt aldursstaðlað nýgengi hjá drengjum var 16,1 af 100.000 (95% CI; 13,6-18,6) en hjá stúlkum 12,8 af 100.000 (95% CI; 10,5-15,0) en ekki var marktækur munur á nýgengi milli fyrri og seinni hluta rannsóknartímabilsins. Fyrir aldursbilið 0-14 ára var árlegt aldursstaðlað nýgengi 13,6 af 100.000. Miðtaugakerfisæxli og hvítblæði voru samanlagt 52,1% allra krabbameinstilvika. Algengasta grein- ingin var bráða eitilfrumuhvítblæði (17,9%) og stjarnfrumnaæxli (13,l%)næstalgengust. Nýgeng- ið var hæst hjá aldursbilunum 0-4 ára (17,3 af 100.00) og 15-17 ára (19,6 af 100.000). Tíu böm voru með þekkta meðfædda áhættuþætti. Ályktun: Nýgengi krabbameina hjá börnum á Islandi er sambærilegt við nágrannalöndin. Mikilvægt er að fylgja vel eftir börnum sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð og þeim sem hafa þekkta meðfædda áhættuþætti. Inngangur Krabbamein er algengasta sjúkdómstengda dánar- orsökin hjá börnum og unglingum á Vestur- löndum.12 Árlegt aldursstaðlað nýgengi er hins vegar aðeins um 13-17 af 100.0002'6 og hefur það lítið breyst á síðustu áratugum.7 Mikill munur er á krabbameinum hjá börnum og fullorðnum. Krabbamein greinast mun sjaldnar hjá bömum, þau eru oftar á hærri stigum við greiningu en horfur eru almennt betri en hjá fullorðnum. Að auki greinast böm gjarnan með aðrar krabbameinstegundir. Fullorðnir greinast oftast með þekjufrumuæxli en hjá börnum eru bráðahvítblæði og æxli í miðtaugakerfi orsök rúmlega helmings allra krabbameinstilvika.2 Margar tegundir krabbameina er nær eingöngu að finna hjá börnum, eins og til dæmis nýrnakímfrumnaæxli (nephroblastoma, Wilms æxli), taugakímfrumnaæxli (neuroblastoma) og sjónkímfrumnaæxli (retinoblastoma).8 Orsakir krabbameina hjá börnum eru að mestu óþekktar og oftast af öðrum toga en hjá fullorðnum þar sem ákveðnir lífsstílstengdir áhættuþættir eru vel þekktir eins og reykingar, alkóhól og ákveðið mataræði. Þekktir eru meðfæddir sjúkdómar og heilkenni sem auka hættuna á krabbameinsmynd- un hjá börnum en þeir eru sjaldgæfir. Dæmi um þá eru taugatrefjaæxlager (neurofibromatosis), Downs heilkenni, tuberous sclerosis, Li-Fraumeni heilkenni og Fanconi blóðleysi.8 Hins vegar er vel þekkt að böm sem fengið hafa krabbameinsmeð- ferð eru í aukinni hættu á að greinast aftur síðar á lífsleiðinni með krabbamein sem oft má rekja til krabbameinslyfja- eða geislameðferðarinnar. Geta meðferðartengd krabbamein greinst allt að 20 árum eftir meðferð.9-10 Ýmis önnur vandamál kunna að fylgja krabbameinsmeðferð eins og vanstarfsemi í skjaldkirtli og heiladingli, truflun á vexti og þroska, heyrnartap og skerðing á starfsemi hjarta og nýrna.11-12 í eftirfylgd er því mjög mikilvægt að skima fyrir langvinnum fylgikvillum krabbameinsmeðferðar. Líkt og hjá fullorðnum hafa öll krabba- meinstilfelli sem greinst hafa hjá börnum verið skráð hjá Krabbameinsskrá íslands frá árinu 1954. Þar er skráð staðsetning frumæxlis og ICD-10 (International Classification of Disease, lO.útgáfa) greining auk einfaldra bakgrunnsupplýsinga. ICCC-3 flokkunarkerfið (International Classi- fication of Childhood Cancer, 3. útgáfa)13 var hannað með krabbamein í börnum og ung- lingum í huga og eru krabbamein flokkuð eftir vefjagerð frekar en staðsetningu eins og í ICD-10 flokkunarkerfinu. Hentar það kerfi mun betur við rannsóknir á krabbameinum í börnum og í samanburði milli landa. Rannsókn þar sem nýgengi krabbameina hjá börnum á íslandi er kannað hefur ekki verið birt áður. Afar mikilvægt er að upplýsingar um faraldsfræði krabbameina séu áreiðanlegar og sem nákvæmastar. Auðveldar það samanburð og áætlanir um þjónustu fyrir þennan sjúklingahóp, þar með talið markvisst eftirlit. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna LÆKNAblaöið 2010/96 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.