Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 57
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR LYFJASTOFNUN Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar rannveig.gunnarsdottir@ lyfjastofnun.is Jóhann M. Lenharðsson sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar johann. m. lenhardsson@ lyfjastofnun.is Enn eitt lyfið afskráð! „gamalt, gott og ódýrt“ Þeir eru margir draugamir í íslenska samfélaginu og nú þegar unnið er að því að kveða fjármála- draugana niður mætti nota tækifærið og láta einn lyfjamáladrauginn fylgja með. Sá draugur hefur reynst erfiður viðfangs og virðist endrum og sinnum sækja hressilega í sig veðrið. Draugur þessi hefur þá birtingarmynd að Lyfjastofnun beri alfarið ábyrgð á afskráningum lyfja, biðlistum og jafnvel lyfjaskorti í landinu. A heimasíðu Lyfjastofnunar1 er raunar saman- tekt um þetta efni: „Af hverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður (lyf afskráð) eða lyf tekin af markaði?"2 Lyfjastofnun hvetur lækna til að kynna sér samantektina - hún er stutt. Skráningar og afskráningar Með samningi um Evrópskt efnahagssvæði yfir- tók ísland lyfjalöggjöf Evrópusambandsins að mestu leyti og sem betur fer segja margir því öryggi í lyfjamálum er mikið hér á landi, meðal annars vegna löggjafarinnar. Lyfjaskráningar eiga sér hins vegar almennt ekki stað nema fyrir tilstilli lyfjafyrirtækja sem sækja um markaðsleyfi fyrir lyf sín. Lyfjastofnun gefur síðan út markaðsleyfi, ef gögn um lyfið uppfylla settar kröfur að mati stofnunarinnar um gæði, öryggi og verkun. Umsækjandi um markaðsleyfi verður þar með markaðsleyfishafi lyfs að skráningu lokinni. Þá er það og forsenda markaðssetningar í flestum tilvikum að lyfjagreiðslunefnd fallist á verð lyfjanna. Niðurfelling markaðsleyfa - afskráning - á sér nánast alltaf stað að frumkvæði markaðs- leyfishafanna. Afskráning að frumkvæði Lyfja- stofnunar heyrir til undantekningar og kemur vart til nema fram komi upplýsingar um að gæðum lyfja sé ábótavant eða að lyfið uppfylli ekki lengur kröfuna um að ætlaður ávinningur af notkun þess vegi þyngra en möguleg áhætta. Slíkar afskráningar falla að mestu í tvo flokka. í fyrri flokknum eru oft ný eða nýleg lyf sem um gildir að til dæmis alvarlegar aukaverkanir koma í ljós þegar þau fara í almenna notkun og slíkar aukaverkanir geta vegið svo þungt að lyfin eru afskráð. Slíkt gerist þá nánast alltaf með þeim hætti að lyfin eru afskráð í öllum ríkjum EES. Sem dæmi um slík lyf má nefna Vioxx og Raptiva. í seinni flokknum eru til dæmis lyf sem hafa verið lengi á markaði, jafnvel áratugum saman. Með tilkomu nýrra meðferðarúrræða, eða jafnvel nýrra upplýsinga um aukaverkanir eða milliverkanir, breytist mat á hlutfalli ávinnings og áhættu þessara lyfja og jafnvel svo mjög að lyfin eru afskráð. Sem dæmi má nefna lyf sem innihalda virka efnið tioridazin (Melleril) og virka efnið carisoprodol (Somadril). Langsamlega flestar afskráningar lyfja hér á landi má hins vegar rekja til þess að markaðsleyfishafi telur sér ekki fjárhagslegan hag í að hafa lyfin á markaði eða að ekki er lengur þörf fyrir lyfin. Þegar Lyfjastofnun berst ósk um afskráningu lyfs og stofnunin metur það svo að afskráningin geti haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir sjúklinga, er oft haft samband við markaðsleyfishafann og óskað eftir að hann hætti við afskráninguna. Sumir bregðast vel við slíkri beiðni, aðrir ekki. í sumum tilvikum er staðan raunar einnig sú að framleiðslu lyfsins hefur hreinlega verið hætt og það hverfur því ekki bara af markaði á íslandi heldur einnig á markaðssvæðum sem telja mætti ábatasamari. Lyfjastofnun situr ekki auðum höndum ef afskráð er lyf sem talin er veruleg þörf fyrir, heldur leitar til annarra lyfjaframleiðenda og óskar eftir að þeir sæki um markaðsleyfi hér á landi. Sumir bregðast vel við slíkri beiðni, aðrir ekki. Raunar er Island ekkert einsdæmi því trúlega býr ekkert land svo vel að öll lyf séu þar skráð. Nefna má dæmi þess að hér á landi séu skráð lyf sem til dæmis eru ekki skráð í Danmörku eða Bretlandi, en vissulega eru dæmin fleiri þar sem lyfin eru ekki skráð hér á landi en skráð í öðrum ríkjum innan EES. Rétt er að hafa í huga að þótt oft takist að fá fyrirtæki til að sækja um markaðsleyfi hér á landi og slíkt ferli taki stundum aðeins fáeinar vikur er miklu algengara að þetta taki nokkra mánuði. Lyfjaskráningar lúta ákveðnum reglum og því eru takmörk sett hve hægt er að sveigja þær og beygja. Einmitt af þessari ástæðu hefur Lyfjastofnun óskað eftir því við markaðsleyfishafa að þeir upplýsi Lyfjastofnun í tæka tíð ef fyrirhugað er að afskrá lyf sem veruleg þörf er fyrir.3 Þannig gefst stofnuninni svigrúm til að bregðast við fyrirsjáanlegum vandræðum ef hægt er. Af framansögðu er vonandi ljóst að Lyfjastofnun stjórnar ekki afskráningum lyfja, heldur beitir stofnunin sér gegn þeim eftir því sem mögulegt er. LÆKNAblaðið 2010/96 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.