Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR LANDSPÍTALINN „ Við verðum að geta boðið okkar vel menntaða og sérhæfða starfsfólki samkeppnishæflaun, sambærilega vinnuaðstöðu og viðunandi félagslegar lausnir í samfélaginu einsog tíðkast í löndunum í kringum okkur, “ segir Björn Zoéga forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. þar kemur fram að 90% lækna á Landspítala sjá möguleika á sparnaði í sínu nánasta starfsum- hverfi. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar og segja okkur að kostnaðarvitund lækna og þeirra sem ráðstafa fjármunum stofnunarinnar þurfi alltaf að vera vakandi. Með því er hægt að ná fram ítrustu hagkvæmni án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu. Við verðum í lengstu lög að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinganna. Það er okkar hlutverk." A undanförnum árum hefur margt verið sagt og skrifað um yfirstjórn Landspítala. Margir læknar hafa gagnrýnt æðstu stjórnendur harkalega og meðal annars sagt þá hafa takmarkaða þekkingu á lækningum, enda með annars konar menntun. Björn Zoéga er bæklunarskurðlæknir og starfaði við sérgrein sín um tíu ára skeið við sjúkrahús erlendis áður en hann réðst til starfa á spítalann. Hann segist ennþá taka einn skurðdag í viku og sinna göngudeildarsjúklingum hálfan dag. „Þetta gerir vinnudaginn í forstjórastólnum vissulega lengri en ella en ég tel þetta algerlega nauðsynlegt til að halda tengslum við fagið og samstarfsmenn." Leiðandi rannsóknarsjúkrahús Hann vitnar í rannsóknir í Bandaríkjunum þar sem sýnt hefur verið fram á að læknar treysti almennt betur stjórnendum sem komi úr hópi lækna og starfi áfram sem læknar meðfram stjórnarstarfinu. Aðspurður hvort hann telji að gerð hafi verið mistök við stjórnun spítalans á undanförnum árum svarar hann því til að sameining sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík hafi gert ákveðnar kröfur um stjórnun. „Nú er sá kafli að baki og Landspítalinn er ein stofnun og mikilvægt að sem best traust ríki um stjórnun hennar." Síðastliðið vor voru gerðar gagngerar breytingar á stjórnkerfi stofnunarinnar, sviðstjóralagið tekið út og dregið úr yfirstjórn. Bjöm segir að um áramótin verði kynntar enn frekari breytingar þar sem yfirlæknum og deildarstjórum verið falin meiri rekstrarleg ábyrgð en áður. Þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð bendir Björn á að Landspítali sé öflug rannsóknarstofnun enda sé eitt meginhlutverk hennar að standa undir nafni sem háskólasjúkrahús. „Á Landspítala eru skrifaðar nær 40% af öllum birtum ritrýndum vísindagreinum. ísland er í fararbroddi hvað varð- ar fjölda vísindarannsókna miðað við íbúatölu. LÆKNAblaðið 2010/96 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.