Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 47

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 47
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR LANDSPÍTALINN „ Við verðum að geta boðið okkar vel menntaða og sérhæfða starfsfólki samkeppnishæflaun, sambærilega vinnuaðstöðu og viðunandi félagslegar lausnir í samfélaginu einsog tíðkast í löndunum í kringum okkur, “ segir Björn Zoéga forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. þar kemur fram að 90% lækna á Landspítala sjá möguleika á sparnaði í sínu nánasta starfsum- hverfi. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar og segja okkur að kostnaðarvitund lækna og þeirra sem ráðstafa fjármunum stofnunarinnar þurfi alltaf að vera vakandi. Með því er hægt að ná fram ítrustu hagkvæmni án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu. Við verðum í lengstu lög að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinganna. Það er okkar hlutverk." A undanförnum árum hefur margt verið sagt og skrifað um yfirstjórn Landspítala. Margir læknar hafa gagnrýnt æðstu stjórnendur harkalega og meðal annars sagt þá hafa takmarkaða þekkingu á lækningum, enda með annars konar menntun. Björn Zoéga er bæklunarskurðlæknir og starfaði við sérgrein sín um tíu ára skeið við sjúkrahús erlendis áður en hann réðst til starfa á spítalann. Hann segist ennþá taka einn skurðdag í viku og sinna göngudeildarsjúklingum hálfan dag. „Þetta gerir vinnudaginn í forstjórastólnum vissulega lengri en ella en ég tel þetta algerlega nauðsynlegt til að halda tengslum við fagið og samstarfsmenn." Leiðandi rannsóknarsjúkrahús Hann vitnar í rannsóknir í Bandaríkjunum þar sem sýnt hefur verið fram á að læknar treysti almennt betur stjórnendum sem komi úr hópi lækna og starfi áfram sem læknar meðfram stjórnarstarfinu. Aðspurður hvort hann telji að gerð hafi verið mistök við stjórnun spítalans á undanförnum árum svarar hann því til að sameining sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík hafi gert ákveðnar kröfur um stjórnun. „Nú er sá kafli að baki og Landspítalinn er ein stofnun og mikilvægt að sem best traust ríki um stjórnun hennar." Síðastliðið vor voru gerðar gagngerar breytingar á stjórnkerfi stofnunarinnar, sviðstjóralagið tekið út og dregið úr yfirstjórn. Bjöm segir að um áramótin verði kynntar enn frekari breytingar þar sem yfirlæknum og deildarstjórum verið falin meiri rekstrarleg ábyrgð en áður. Þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð bendir Björn á að Landspítali sé öflug rannsóknarstofnun enda sé eitt meginhlutverk hennar að standa undir nafni sem háskólasjúkrahús. „Á Landspítala eru skrifaðar nær 40% af öllum birtum ritrýndum vísindagreinum. ísland er í fararbroddi hvað varð- ar fjölda vísindarannsókna miðað við íbúatölu. LÆKNAblaðið 2010/96 47

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.