Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Slys meðal sjómanna á íslandi 2001-2005. Taflan sýniryfirlit yfir banaslys tilkynnt til Rannsóknarnefndar sjóslysa, bótaskyld slys tilkynnt til Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og komur á Landspitala vegna slysa á sjó tímabilið 2001-2005. Einnig eru gefin meðaltöl fyrir allt tímabilið. Ár 2001 2002 2003 2004 2005 Samtals Meðaltal Banaslys Fjöldi starfandi sjómanna 6000 5300 5100 4600 5100 5220 Fjöldi banaslysa 7 2 2 3 3 17 3,4 Banaslys/105 starfandi sjómenn/ár 117 38 39 43 20 64 Tilkynningar til TR Fjöldi tilkynninga til TR vegna slysa á sjómönnum 336 395 364 333 359 1787 357 Þar af mál sem enduðu með örorkumati 36 44 46 56 41 223 45 Tíðni slysa annarra en banaslysa fyrir hverja 105 starfandi sjómenn/ár 5600 7453 7137 7239 7039 6894 Hlutfall tilkynninga af fjölda starfandi sjómanna 5,6 7,5 7,1 7,2 7,0 6,8 Komur á Landspítala Fjöldi koma á bráðamóttöku vegna slysa á sjó 170 145 191 163 157 826 165,2 Hlutfall koma af fjölda starfandi sjómanna 2,8 2,7 3,7 3,5 3,1 3,2 Fjöldi innlagna 8 5 18 9 12 52 10,4 Hlutfall innlagna af komum 4,7 3,4 9,4 5,5 7,6 6,1 Hlutfall innlagna af fjölda starfandi sjómanna 0,1 0,1 0,4 0,2 0,2 0,2 Komur/105 starfandi/ár 2833 2736 3745 3543 3078 3187 Efniviður og aðferðir Að fengnu leyfi Persónuverndar og Vísinda- siðanefndar var farið yfir öll slysatilvik á árunum 2001-2005 sem skráð voru hjá RNS, TR eða í norræna slysaskráningarkerfið sem komur vegna slysa á sjó. Við athugun á banaslysum á sjó var notast við skýrslur RNS um banaslys sem orðið hafa um borð í skipum og bátum í < 6 ár 6-10 ár 11-16 ár 16-20 ár 21-26 ár >25 ár Mynd 1. Starfsreynsla slasaðra sjómanna. Myndin sýnir dreifingu slysa eftir starfsaldri slasaðra. Banaslys eru ekki tekin með. Stœrsti einstaki hópurinn hefur minna en 5 ára starfsreynslu en meiríhluti slasaðra (70%) hefuryfir 5 ára starfsreynslu. íslenskri eigu. Hjá TR fengust upplýsingar um fjölda tilkynninga vegna bótaskyldra slysa hjá sjómönnum, fjölda þeirra sem metnir voru til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku og hversu mikil hún var. Úr norræna slysaskráningarkerfinu sem er framvirk skráning fengust upplýsingar um tímasetningu slyss, tegund skips, aðgerð skips þegar slys átti sér stað, upplýsingar um veðurfar (vindhraða, skyggni, úrkomu, sjólag), starfsreynslu hins slasaða og hvort slysið leiddi til innlagnar á sjúkrahús. Ennfremur var skráð hvar í skipinu slysið varð, orsök, ytri aðstæður og hvaða líkamssvæði varð fyrir áverka. Fyrir þá sem lögðust inn á sjúkrahús vegna áverka var reiknað áverkaskor samkvæmt ISS-kerfi (injury severity score)u þar sem líkamanum er skipt í sex svæði og gefin 1-6 áverkastig (abbreviated injury scale) fyrir hvert þeirra eftir alvarleika áverka. Stig þriggja mest slösuðu líkamssvæðanna eru síðan hafin upp í annað veldi og lögð saman!2 Samkvæmt ISS-kerfinu teljast s3 stig lítill áverki, 4-8 stig meðaláverki, 9-15 stig mikill áverki, 16- 24 stig alvarlegur áverki, a25 stig lífshættulegur áverki en við 75 stig eru lífslíkur engar og áverkar leiða til dauða. Upplýsingar um fjölda manna starfandi við fiskveiðar á árunum 2001-2005 eru fengnar úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu íslands og eru 30 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.