Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla II. Meðaltöl og staðalfrávik þeirra breyta sem metnar voru íþessari könnun, annars vegar hjá þátttakendum án járns í merg (stig 0) og hins vegar hjá þeim sem höfðu járn í merg (stig 1-6) ásamt tölfræðilegu marktæki (p) á mismuninum. Eining Sjúklingar án járns í merg Meðaltal (staðalfrávik) Sjúklingar með járn I merg Meðaltal (staðalfrávik) P Fjöldi 15 74 Konur/karlar 9/6 47/27 Hb g/L 102,3(30,2) 112,8(21,8) <0,001 MCV fL 80,2 (10,7) 89,9 (5,8) <0,001 RDW % 16,35(2,2) 14,62 (2,1) <0,001 Netfrumur 109/L 49,7 (23,8) 46,1 (48,5) 0,01-0,02 CHr pg 23,81 (5,1) 27,79 (2,7) <0,001 CRP mg/L 48,7 (48,5) 64,9 (59,5) <0,001 Járn pmól/L 9,1 (6,2) 11,2(7,2) 0,001-0,005 Járnbindigeta gmól/L 72,5 (11,5) 49,1 (11,9) <0,001 Mettun járnbindigetu % 13,2 (10,1) 22,3 (12,2) <0,001 Ferritín mg/L 37,2(38,1) 377,6(819,3) <0,001 sTfR nmól/L 55,1 (33,9) 21,7 (10,5) <0,001 sTfR-ferritín-vfsir nmól/log gg 53,4 (46,9) 10,4(6,7) <0,001 mismun. Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á meðaltali allra breytanna. Samræmi á milli stigunar járnbirgða í merg með smásjárskoðun annars vegar og hins vegar sTfR, sTfR-ferritín-vísis og ferritíns kemur fram á mynd- um 3-5. Á mynd 3 sést að sTfR mældist marktækt hæst hjá þeim sem voru með jámlausan merg en minni munur var á meðaltali sTfR hjá þátt- takendum með stig 1 til 5 af jámbirgðum. Mynd Mynd 3. Meðnltal sTfR og 95% vikmörk eru sýndfyrir hvert stig afjárnbirgðum í merg. Efri og neðri viðmiðunarmörk eru sýnd með láréttum línum. Tölfræðiiega marktækur munur (p <0,05) er á milli sTfR hjá þátttakendum með stig 0 af járnbirgðum og þátttakendum með öil önnur stig og á milli þeirra sem eru með stig 1 og stig 3. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á milli annarra hópa. 4 sýnir að sTfR-ferritín-vísir var einnig marktækt hæstur hjá járnlausum þátttakendum og fór lækk- andi við hvert stig af vaxandi járnbirgðum. Á mynd 5 sést að ferritín var ívið hærra hjá járnlaus- um þátttakendum en þeim sem höfðu stig 1 af járnbirgðum en steig annars marktækt milli stiga með vaxandi járnbirgðum. Tveir þátttakendur höfðu sTfR undir viðmið- rmarmörkum prófefnasamstæðunnar sem notuð var (8,7-28,1 nmól/L samkvæmt upplýsingum framleiðanda). Annar þeirra var á frumueyðandi meðferð (cytostatica) og fækkun á rauðkornskím- frumum í merg kom fram við smásjárskoðun hjá hinum. sTfR var yfir viðmiðunarmörkum hjá 23 þátttakendum og 11 þeirra voru með jámlausan merg. Af hinum 12 voru sjö með aukningu á rauðkornskímfrumum í merg samkvæmt smá- sjárskoðun, þrír voru með eitilkrabbamein (lym- phoma) og einn var á epóetínmeðferð. Engin nærtæk skýring fannst á hækkun á sTfR hjá einum þátttakanda sem mældist með sTfR 36,8 nmól/L. Fjórir járnlausir þátttakendur höfðu sTfR innan viðmiðunarmarka. Af þeim þátttakendum sem reyndust járnlausir samkvæmt smásjárskoðun voru 13 af 14 (93%) rétt flokkaðir samkvæmt Tómasartöflu (einn járn- lausan þátttakanda var ekki hægt að flokka vegna þess að niðurstöðu úr mælingu á CHr vantaði), 10 voru í flokki 3, þrír í flokki 2 og einn rang- lega í flokki 1. Af þátttakendum með jám í merg flokkaði Tómasartafla 13 af 71 (18%) ranglega sem járnlausa, níu í flokk 3 og fjóra í flokk 2. I töflu III birtast næmi, sértæki, skilvirkni og mælikvarði Youdens fjögurra stakra blóð- rannsókna, ferritíns, MCV, CHr og sTfR, og þriggja reiknaðra mælikvarða, sTfR-ferritín-vísis, mettunar járnbindigetu og Tómasartöflu, við greiningu járnleysis. Þær forsendur sem reynd- ust skilvirkastar í óskiptu þýði án tillits til bólgusvörunar voru notaðar við útreikningana. í töflunni eru þátttakendur með annars vegar CRP <6 mg/L og hins vegar a6 mg/L skoðaðir sérstaklega til þess að meta áhrif bólgusvörunar. Umræða Á myndum 3-5 sést að sTfR-ferritín-vísir og sTfR greina allvel algert jámleysi en gefa ekki að öðru leyti miklar upplýsingar um magn af járnbirgðum á meðan ferritín er fyrst og fremst mælikvarði á magn af forðajárni en greinir síður á milli al- gers jámleysis og lægsta stigs af jámbirgðum. Forspárgildiferritínmælingaumjárnleysitakmark- ast einnig vegna þess að ferritín eykst í blóði við bólgusvörun og verður þá hærra en svarar til járn- birgða. Næmi ferritíns við greiningu járnskorts 14 LÆKNAblaSið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.