Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 14

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla II. Meðaltöl og staðalfrávik þeirra breyta sem metnar voru íþessari könnun, annars vegar hjá þátttakendum án járns í merg (stig 0) og hins vegar hjá þeim sem höfðu járn í merg (stig 1-6) ásamt tölfræðilegu marktæki (p) á mismuninum. Eining Sjúklingar án járns í merg Meðaltal (staðalfrávik) Sjúklingar með járn I merg Meðaltal (staðalfrávik) P Fjöldi 15 74 Konur/karlar 9/6 47/27 Hb g/L 102,3(30,2) 112,8(21,8) <0,001 MCV fL 80,2 (10,7) 89,9 (5,8) <0,001 RDW % 16,35(2,2) 14,62 (2,1) <0,001 Netfrumur 109/L 49,7 (23,8) 46,1 (48,5) 0,01-0,02 CHr pg 23,81 (5,1) 27,79 (2,7) <0,001 CRP mg/L 48,7 (48,5) 64,9 (59,5) <0,001 Járn pmól/L 9,1 (6,2) 11,2(7,2) 0,001-0,005 Járnbindigeta gmól/L 72,5 (11,5) 49,1 (11,9) <0,001 Mettun járnbindigetu % 13,2 (10,1) 22,3 (12,2) <0,001 Ferritín mg/L 37,2(38,1) 377,6(819,3) <0,001 sTfR nmól/L 55,1 (33,9) 21,7 (10,5) <0,001 sTfR-ferritín-vfsir nmól/log gg 53,4 (46,9) 10,4(6,7) <0,001 mismun. Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á meðaltali allra breytanna. Samræmi á milli stigunar járnbirgða í merg með smásjárskoðun annars vegar og hins vegar sTfR, sTfR-ferritín-vísis og ferritíns kemur fram á mynd- um 3-5. Á mynd 3 sést að sTfR mældist marktækt hæst hjá þeim sem voru með jámlausan merg en minni munur var á meðaltali sTfR hjá þátt- takendum með stig 1 til 5 af jámbirgðum. Mynd Mynd 3. Meðnltal sTfR og 95% vikmörk eru sýndfyrir hvert stig afjárnbirgðum í merg. Efri og neðri viðmiðunarmörk eru sýnd með láréttum línum. Tölfræðiiega marktækur munur (p <0,05) er á milli sTfR hjá þátttakendum með stig 0 af járnbirgðum og þátttakendum með öil önnur stig og á milli þeirra sem eru með stig 1 og stig 3. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á milli annarra hópa. 4 sýnir að sTfR-ferritín-vísir var einnig marktækt hæstur hjá járnlausum þátttakendum og fór lækk- andi við hvert stig af vaxandi járnbirgðum. Á mynd 5 sést að ferritín var ívið hærra hjá járnlaus- um þátttakendum en þeim sem höfðu stig 1 af járnbirgðum en steig annars marktækt milli stiga með vaxandi járnbirgðum. Tveir þátttakendur höfðu sTfR undir viðmið- rmarmörkum prófefnasamstæðunnar sem notuð var (8,7-28,1 nmól/L samkvæmt upplýsingum framleiðanda). Annar þeirra var á frumueyðandi meðferð (cytostatica) og fækkun á rauðkornskím- frumum í merg kom fram við smásjárskoðun hjá hinum. sTfR var yfir viðmiðunarmörkum hjá 23 þátttakendum og 11 þeirra voru með jámlausan merg. Af hinum 12 voru sjö með aukningu á rauðkornskímfrumum í merg samkvæmt smá- sjárskoðun, þrír voru með eitilkrabbamein (lym- phoma) og einn var á epóetínmeðferð. Engin nærtæk skýring fannst á hækkun á sTfR hjá einum þátttakanda sem mældist með sTfR 36,8 nmól/L. Fjórir járnlausir þátttakendur höfðu sTfR innan viðmiðunarmarka. Af þeim þátttakendum sem reyndust járnlausir samkvæmt smásjárskoðun voru 13 af 14 (93%) rétt flokkaðir samkvæmt Tómasartöflu (einn járn- lausan þátttakanda var ekki hægt að flokka vegna þess að niðurstöðu úr mælingu á CHr vantaði), 10 voru í flokki 3, þrír í flokki 2 og einn rang- lega í flokki 1. Af þátttakendum með jám í merg flokkaði Tómasartafla 13 af 71 (18%) ranglega sem járnlausa, níu í flokk 3 og fjóra í flokk 2. I töflu III birtast næmi, sértæki, skilvirkni og mælikvarði Youdens fjögurra stakra blóð- rannsókna, ferritíns, MCV, CHr og sTfR, og þriggja reiknaðra mælikvarða, sTfR-ferritín-vísis, mettunar járnbindigetu og Tómasartöflu, við greiningu járnleysis. Þær forsendur sem reynd- ust skilvirkastar í óskiptu þýði án tillits til bólgusvörunar voru notaðar við útreikningana. í töflunni eru þátttakendur með annars vegar CRP <6 mg/L og hins vegar a6 mg/L skoðaðir sérstaklega til þess að meta áhrif bólgusvörunar. Umræða Á myndum 3-5 sést að sTfR-ferritín-vísir og sTfR greina allvel algert jámleysi en gefa ekki að öðru leyti miklar upplýsingar um magn af járnbirgðum á meðan ferritín er fyrst og fremst mælikvarði á magn af forðajárni en greinir síður á milli al- gers jámleysis og lægsta stigs af jámbirgðum. Forspárgildiferritínmælingaumjárnleysitakmark- ast einnig vegna þess að ferritín eykst í blóði við bólgusvörun og verður þá hærra en svarar til járn- birgða. Næmi ferritíns við greiningu járnskorts 14 LÆKNAblaSið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.