Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 3

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 3
JlœknaCíaiid áóficvt Ccöeiidum gícdiCega cvn acj þaá/icvi ianiikiptin á Cídnu cvá Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins í byrjun desember síðastliðnum urðu manna- breytingar í ritstjórn Læknablaðsins, Þóra Stein- grímsdóttir kvensjúkdómalæknir hætti en við tók Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir. Þóra hefur setið í ritstjórn blaðsins frá 1. desember 2005 og um leið og henni eru færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins þennan tíma býður Læknablaðið Önnu velkomna til starfa. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Málverkin á forsíðu Læknablaðsins eru eftir Erlu Þórarinsdóttur (f. 1955). Þau kallast Different Diamond Cuts (mismunandi demantsskurður) og eru frá árinu 2009. Hvert verk er 180 cm á hæð og 80 cm á breidd, málað með olíulit á striga. Tilvísun Erlu í demanta er af margræðum toga, bæði er um að ræða sérstakan náttúrulegan efnivið og háþróað handverk sem á sér langa sögu en einnig tengingar við form- og fagurfræði. Að auki vísar litaval og málunartækni listamannsins til markvissrar samræðu við málverkið sem miðil í sjálfu sér, sögu þess og möguleika. Erla talar um að verkin hafi sprottið fram í þeirri óreiðu sem ríkt hefur á íslandi og að í þeim felist ákveðin þrá eftir fasta eða kjarna. Málverkin voru til sýnis í haust á sýningunni Mandala í Gerðarsafni en þar voru sýnd verk nokkurra íslenskra listamanna sem hafa unnið með ólíkar birtingarmyndir hring- og kristalformsins. Þar var gengið út frá þeirri hugmynd að maðurinn leiti síendurtekið í samhverfuna því þar felist birtingarmynd innra jafnvægis. Verk Erlu áttu vel heima í því samhengi, því hún vinnur í sinni myndlist með samband efnis og anda. ( þrívíðum verkum sýnir Erla abstraktform sem þó kunna að hafa tengingu við eitthvað lífrænt eða líkamlegt. Þetta eru oft á tíðum granítskúlptúrar sem eru sýndir á gólfi. Málverk Erlu byggjast á einföldum abstraktformum og hreinum litum. Hún notar iðulega blaðsilfur og nýtir sér eiginleika málmsins til að skapa áferð og dýpt á flötu yfirborði. Þá nær hún með þessari tækni að kalla fram sérstaka birtu í verkunum sem gæðir þau dulúð og krafti. Það er athyglisverð upplifun að njóta þeirra í eigin persónu, þau kallast í hlutföllum á við mannslíkamann og bregðast við hreyfingu áhorfandans. Endurvarpið breytist eftír því hvar maður stendur og þau virkja rýmið í kring á hljóðlátan en spennandi máta. Erla sem er búsett hér á landi hefur einnig dvalið töluvert í Kína en menning Austurlanda fjær hefur heillað hana um langa hríð og má greina áhrif þaðan leynt og Ijóst í verkum hennar. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 - 564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarþhéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.