Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 14

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 3. Þéttar íferðir í báðum lungum sjúklings með HlNl inflúensulungnabólgu og brátt andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome, ARDS). Mjög litil loftun er í lungunum og þéttleiki þeirra virðist lítt minni en yfir lifur. CC KL 9 Umræður Fyrsti heimsfaraldur inflúensu í 41 ár hefur nú stungið upp kollinum. Hans varð fyrst vart í Mexíkó og Bandaríkjunum í mars 2009. A stuttum tíma náði hann að dreifast um meirihluta heimsins þrátt fyrir að á norðurhveli jarðar væri hið hefðbundna flensutímabil að líða undir lok. Fyrsta tilfellið barst til íslands 23. maí 2009 þó ekki fylgdu því mikil veikindi. Faraldurinn náði að valda umtalsverðum veikindum meðal annars í Kanada og Bandaríkjunum og á suðurhveli Tafla IV. Nokkur atriði meðferðar sjúklinga með H1N1 sýkingu á gjörgæslu. Algengasti skammtur af oseltamivir var 150mg/dag en 4 sjúklingar fengu há- skammtameðferð(300mg/dag). Skammtur af zanamivir var 20mg/dag. Enginn sjúklingur fékk samsetta meðferð með báðum veirulyfjum. Meðferð fjöldi=n (%) Meðferð með BiPAP 4 (25%) Lentu síðar í öndunarvél % 3 (75%) Meðferð í öndunarvél 12(75%) Grúfulega 3 (25%) NO innöndun 1 (6%) Tímalengd í öndunarvél (dagar) 12,5 (1-52) Hjarta- og lungnavél (ECMO) 2(12%) Blóðskilun 3(19%) Blóðþrýstingshækkandi lyfjameðferð 11 (69%) Veirulyfjameðferð 16(100%) Oseltamivir 14(88%) Zanamivir 2(12%) Fjöldi daga á veirulyfjum 10(5-24) Önnur sýklalyfjameðferð 16(100%) Ceftriaxone 7 (44%) Azithromycin 5 (31 %) Amoxicillin/clavulanic acid 3(19%) Meropenem 3(19%) Cefuroxime 2(13%) Barksterameðferð 7 (44% jarðar þegar vetur gekk í garð þar. Þessi faraldur undirstrikar vel hve mismunandi heimsfaraldrar inflúensu eru. Þegar á heildina er litið hefur hann þrátt fyrir allt verið tiltölulega mildur, en lagst mjög þungt á fremur ungt og frískt fólk í stað aldraðra sem árstíðabundnir faraldrar hrjá frekar. Gjörgæslulæknar hérlendis hafa vart áður séð fólk á besta aldri fá svo alvarlega lungnabólgu af völdum veira og fáheyrt er að fá 16 slíka sjúklinga inn á gjörgæsludeild á svo stuttum tíma. Það er áberandi í þessum faraldri hve hátt hlutfall sjúklinga sem þarf spítalainnlögn þarf gjörgæslumeðferð, eða milli 10 og 20%. Hins vegar eru 170 spítalainnlagnir, miðað við að 60- 100 þúsund manns hafi veikst, fremur lágt hlutfall og í raun lægra en búast má við í árstíðabundinni inflúensu.17 Þá er heildardánartíðnin lægri nú en við árstíðabundna inflúensu þar sem gert er ráð fyrir um 0,1% dánartíðni.18 Það sem greinir þennan faraldur frá árstíðabundinni inflúensu er að nú veiktust einkum ungir og miðaldra, frískir einstaklingar í stað aldraðra og fjölveikra. Sjúkdómurinn leggst þyngra á karla en konur á Islandi ólíkt því sem sést hefur í niðurstöðum annarra rannsókna, til dæmis í Kanada þar sem tíðnin var hærri hjá konum.14 Þessi háa tíðni hjá körlum á Islandi er þó í samræmi við upplýsingar frá Spáni,19 svo og við aðrar alvarlegar sýkingar. Það er til dæmis þekkt að körlum er hættara við að fá sýklasóttarlost en konum og þeir deyja líka frekar af völdum þess en konur.20-21 Offita virðist vera áberandi áhættuþáttur hjá íslenskum gjörgæslusjúklingum með inflúensu HlNl eins og hjá öðrum þjóðum1214 því líkamsþyngdarstuðull (BMI) var að meðaltali 31. Ekki er ljós ástæða þessarar auknu áhættu offeitra, en ýmsir þættir hafa verið nefndir, svo sem verri horfur offeitra með alvarlega sjúkdóma almennt og minnkað mótstöðuafl gegn sýkingum vegna breytinga í ónæmissvörun.22'24 Þá er hugsanlegt að minni lungnarýmd hjá þeim sem eru offeitir skipti máli og leiði til þess að lungun séu viðkvæmari fyrir þessari sýkingu.24 Á hinn bóginn benda rannsóknir til að offita auki ekki hættu á dauða almennt hjá gjörgæslusjúklingum, heldur þvert á móti bæti horfur.25 Auk offitu var hátt hlutfall þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu með sögu um reykingar og háþrýsting (tafla II). Það sem virðist skilja íslenska gjörgæslusjúklinga sérstaklega frá erlendum sjúklingum er að þeir voru flestir á aldrinum 30-60 ára en erlendis er tíðnin svipuð hjá öllum aldurshópum frá barnsaldri upp í sextugt.14 Hugsanlega hafði gott aðgengi að inflúensulyfjum á Islandi verndandi áhrif. Þá virðist tíðni mjög alvarlegra veikinda sem þurfa gjörgæslumeðferðar við heldur hærri hjá íslendingum en hjá þeim 86 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.