Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2010, Page 15

Læknablaðið - 15.02.2010, Page 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla V. Samanburður á íslenskum niðurstöðum við samantektir annarra þjóða á gjörgæsiusjúkiingum með H1N1 inflúensu 2009. Samanburður við önnur lönd Heimild (númer) l’sland Nýja-Sjáland og Ástralia (13) Spánn (19) Kanada (14) Mexíkó (34) Mexíkó (12) Chíle (35) Fjöldi sjúklinga í rannsókn 16 722 32 168 58 18 75 Meðalaldur miðgildi 48 40 36 44 38 45 meðaltal 46 32 APACHE II (meðaltal) 20 14 20 20 15 14 Hlutfall karla 75% 48% 73% 33% 47% 50% 59% Hlutfall barna 6% 30% 28% Hlutfall sjúkrahúsinnlagna sem þurfa gjörgæslu 10-20% 19% 6,5% 5% Legutími Dagar frá upphafi veikinda að innlögn (miðgildi) 4 4 4 4 6 5 Legutími á gjörgæslu (dagar, miðgildi) 10 7 12 14* Legutími á sjúkrahúsi (dagar, miðgildi) 16 12 12 Hlutfall ófrískra kvenna af gjörgæslusjúklingum 0% 9% 6% 8% 9 Öndunarvélameðferð 75% 65% 69% 81% 83% 67% 75% Tími öndunarvélameðferðar (dagar, miðgildi) 13 8 10 12 15* Hjarta- og lungnavél (ECMO) 12% 12% 0 4% 0 6% Blóðskilun 19% 22% 9% Dánartíðni 6% 14% 19% 14% 40% 39% "Gildi byggt á miðgildi sjúklinga sem lifðu af gjörgæslulegu. þjóðum sem þegar hafa birt tölur um slíkt.1214 Sjúklingar þeir sem lögðust inn á sjúkrahús höfðu flestir haft einkenni í þrjá til fjóra daga og þeir sem voru lagðir inn á gjörgæsludeild höfðu að meðaltali legið irtni á sjúkrahúsi í eirtn sólarhring fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Sex sjúklinganna voru þó það veikir að þeir fóru beint á gjörgæslu eftir komu á spítala. Þeir sem þörfnuðust gjörgæslumeðferðar veiktust flestir mjög alvarlega og lágu margir í tvær til þrjár vikur á gjörgæsludeild og sumir lengur. Öndunarbilun vegna útbreiddrar lungnabólgu og bráðs andnauðarheilkennis (acute respiratory distress syndrome, ARDS) var mest áberandi og þurftu flestir sjúklingarnir ekki eingöngu hefðbundna öndunarvélameðferð heldur einnig svokallaða viðbótarmeðferð. Viðbótarmeðferð, eins og grúfulegu í öndunarvél, fullri vöðvalömun, níturoxíð innöndun (nitric oxide) eða hjarta- og lungnavél (ECMO, extra corporeal membrane oxygenation) var beitt þegar ekki nægði að gefa sjúklingum 80% súrefni með hefðbundinni svokallaðri lxmgnaverndandi öndunarvélameð- ferð til að halda uppi viðunandi súrefnismettun í blóði. Lungnaverndandi öndunarvélameðferð felst í að takmarka þrýsting í öndunarvegum (<30 cm H,ö), takmarka rúmmál andardráttar (<6 ml/kg), nota hæfilegan þrýsting í lok útöndunar (PEEP, positive end expiratory pressure) og forðast notkun á meira en 80% súrefni. Áberandi vandamál hjá þessum sjúklingum var mikið og seigt slím í berkjum sem ekki náðist upp við venjulega berkjusogun. Stundum var því nauðsynlegt að hreinsa öndunarvegi með berkjuspeglun, jafnvel daglega. Þótt öndunarbilun hafi verið mest áberandi hjá sjúklingunum á gjörgæsludeild sýndu margir þeirra merki um truflanir á starfsemi annarra líffæra, svo sem bráða nýrnabilun, sýklasóttarlost og truflun á storkukerfi eða meltingarvegi.23' 24 Þrír sjúklinganna sem urðu fyrir truflun á nýrnastarfsemi þurftu á stöðugri blóðskilun að halda. Hjá einum þeirra lagaðist nýmastarfsemi, en hinir tveir fengu langvarandi nýrnaskaða (Loss class samkvæmt RIFLE skilmerkjum). Ólíkt þeim sem fá bráða nýrnabilun eftir sýklasótt virð- ast inflúensusjúklingarnir sjaldnast hafa orðið fyrir vökvaskorti eða blóðþrýstingsfalli. Truflun í nýrnastarfsemi er vel þekkt í tengslum við inflúensusýkingar og stafar mögulega,26 að minnsta kosti að hluta til, af vöðvaniðurbroti (rhabdomyolysis) með tilheyrandi hækkun á kreatínkínasa og mýóglóbíni í sermi. Miklir beinverkir og vöðvaverkir hafa verið áberandi í þessum inflúensufaraldri og hefur háum kreatínkínasa gildum verið lýst í tengslum við inflúensu af stofni A.27'28 Mýoglóbín í sermi var mælt hjá einum sjúklingi og reyndist hækkað en LÆKNAblaðið 2010/96 87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.